Færsluflokkur: Bloggar

Pís end kvæöt!

Æj hvað það er gott þegar að ró kemst á húsið.

Sigurgeir Heiðar sofnaður, sofnaði í fyrstu tilraun, mjög friðsæll greyið. Enda var hann líka ferlega þreyttur og eitthvað slappur.  Sjáum til hvernig hann verður á morgun.

Í gær héldum við upp á 2 ára afmæli frumburðarins. Það var ferlega fínt. Kökur og læti á boðstólum.

Ég bakaði afmælistertuna ógurlegu, það var sko græn traktorskaka.  Ég get nú því miður ekki sagt að hún hafi verið neitt góð.  En hún var samt töff :D

Hann fékk traktor, syngjandi batteríslausa (thank god) belju, vind/regn úlpu og buxur, hjól, hjálm, bjöllu, buxur, bolta, húfu og peninga svo að fátt eitt sé nefnt.

Á Sunnudaginn stefni ég að því að halda fyrir hann annað afmæli, svona fyrir vinina.

Kvíði nú reyndar aðeins fyrir því, þar sem að ég þarf að gera allt sjálf... engin elsku mamma í þetta skiptið Whistling

Ég er nú aðallega búin að vera að vinna undanfarnar vikur. Það hefur verið mjög fínt. Góður vinnutími og launin góð.

Á morgun er sautjándi júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga. Spurning um að skella sér "niðrí" bæ.

 

Ég tók eftir því að þetta blogg hérna fyrir neðan hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Ég hef alveg rétt á að segja mína skoðun á þessu máli. Mér finnst eiginlega bara merkilegt hvað fólk getur verið dónalegt!!

En svo að ég svari nú nokkrum "kommentum" þarna:

Lena segir:
váh hvað þú ert sorgleg , the girl with blowjob lips hahah ertu að djóka eða , er það svona sem þú nærð i karlmenn , þú átt meiri séns á að ná fkn gæs og taka hana með your blowjobs lips ,, jesus minn , hahah
Ég þarf ekkert "séns" í að ná í karlmenn, ég á mann!

Hallgrímur segir:
Alltaf gaman að lesa væl blogg. Mikið rosalega er sumt fólk með mikinn sand í píkunni. 
Hvernig í ósköpunum færðu það út, í þessum stutta pistli að ég sé með sand í píkunni???

Gunnar Holmsdal segir:
jæja kelling,meðað við þitt útlit ættiru ekki einu sinni sjalf að fa mikið i pikuna enda doldið obvius að þu hefur ekki fengið mikið að riða ef bannerinn þinn a siðunni er lips for a blow job, þú veist oftast er kallinn desperate i blowjob en , þú ert desperate í að fá að totta. og róleg að gera úlfalda úr mýflugu með þetta hvað kvennmennirnir gera þrífa upp eftir kaffið hversu erfitt og mikið verk getur það verið??eg hef nu nákvæmlega ekkert a moti kvennmönnum(nema feminsitum smá)en vá ekki vera að blogga um e-h svona rugl sem nákvæmlega enginn hefur ahuga á, eina ástæðan fyrir þvi að þú fekkst athygli er útaf vefsíðunni 69.is vertu sæl.
Ég er nú ekki mikið fyrir að ræða mín ástarmál, en svona því að þú hefur greinilega áhuga á því hvað ég fæ í píkuna mína, þá langar mig að segja þér að ég fæ alveg nóg í píkuna mína. Ég er alls ekki desperate í að fá að totta. Það var enginn að segja að það væri erfitt að þrífa eftir kaffið. Ef að þú hefur ekki áhuga að þessari færslu, þá þarftu ekkert að vera að lesa þetta, og því síðuna að "kommenta".

Vá.. ég nenni ekki meir!

Er farin á Selfoss..

Heyrumst á miðvikudaginn (líklega).

Ólöf Anna :) 


Það fauk í mig!

Ég var að hlusta á útvarpsstöðina Fm957. Þar var verið að fjalla um iðgjöld (hvað sem það nú er).

Að iðgjöldin eru lægri fyrir karlmenn því að þeir eru langlífari. Ég var svo sem ekkert að pirra mig neitt sérstaklega á því.. EN þegar að einn kokhraustur maður hringdi inn og sagði:

"Það eru hærri iðgjöld fyrir konur því að þær vinna mikið minna. Sjáið bara bóndabæi, karlinn er að slá, heyja, bera skít á túnin, mjólka 2 á dag og gefa kúnum að éta 2 á dag.. allt á eina og sama deginum. Á meðan er konan inni að sauma. Konur geta ekki gert þessi störf. Konan er alltaf inni, þrífur þvott, eldar og saumar."

 Þá fíkur í mig, ég hugsa með sjálfri mér "á meðan að karlmaðurinn er úti að gera allt þetta (sem er ekki) þá er konan inni, þrífa þvott af karlinum, elda handa honum hádegismat, vaska upp eftir hann, finna til kaffið, taka saman eftir kaffið, elda kvöldmat og þrífa eftir kvöldmatinn. Kaupa inn, skottast með börnin hingað og þangað.
Er það eitthvað hjónaband eða samband?
Nei.. mér finnst það ekki.!"

Þar sem að foreldrar mínir búa er bóndabær. Ég ólst þar upp. Pabbi minn vissulega gerir meiri hlutann í búskapnum og mamm gerir meiri hlutann inni í húsi. EN mamma fer í fjósið kvölds og morgna, mamma gerir líka þessi útistörf.

Ég hef gert þetta alls sem að bóndinn á að gera NEMA að dreyfa haug og rúlla. Ég hef slegið, tætlað, rakað saman, pakkað rúllum, hyrt upp rúllur, mjólkað, gefið kúnum. Ég hef gert þetta allt og ég get það.!

Ég hef líka gert allt sem að bóndakonan gerir. Ég hef eldað matinn, fundið til kaffitímann, eldað kvöldmat, þrifið eftir alla þessa matmálstíma, þrifið þvott, hengt hann út, brotið hann saman og gengið frá, ég hef saumað, ég hef skottast með börnin, ég hef keypt inn. Ég hef gert þetta allt og ég get það.!

Vinnan mín í dag er að vakna á nóttunni og fara að keyra til Reykjavíkur á semy stórum sendiferðabíl. Þetta vilja margir meina sem karlaverk... Ekki ég.

Ég held að þessi maður sem að hringdi þarna inn í dag hafi bara ekki fengið að ríða lengi!!! 


Skjálfta og umferðapirringur!!!!

Já. eins og kannski flestir vita þá skalf jörð hérna fyrir sunnan og víðar.

Hún skalf duglega hérna á Eyrarbakka og eru nokkrar byggingar hér svo gott sem ónýtar.

En til allrar hamingju er íbúðin okkar ekki ónýt. Það sér ekki á henni og hrundi lítið sem ekkert niður. Það eina sem brotnaði var klukka og svo kúluskál sem að ég fékk þegar langaamma mín dó. Mér fannst það leiðinlegt.

En nóg um skjálftana.

Í gær þegar ég var að koma ofan úr sveit var ég MJÖG nálægt því að lenda í bílslysi. Hef eiginlega bara ekki verið jafn nálægt því og þá.!

Ég var sem sagt að keyra rétt áður en komið er að Kerinu. Fyrir framan mig var "Sjerokkí" jeppi og fyrir framann hann var "Kóróla". Það var greinilegt að þetta voru útlendingar í rollunni.
Allt í einu negldi rollan niður, Sjérokkíinn tók ekki strax eftir því og ég náttúrulega ekki heldur því að ég sá ekki rolluna. Allt í einu neglir Sjérokkíinn niður og ég líka! Sjérokkíinn þurfti að beygja útaf til að lenda ekki aftan á rollunni, ég man ekki hvað ég gerði. Þegar við svo sáum af hverju rollan negldi niður þá var það útaf einni lítilli djöfulsins trjágrein!!
Þarna var ég sooooldið pirruð skal ég þér segja!

Svo þegar við vorum komin framhjá Kerinu og alveg að koma að ristahliðinu sem er þarna neglir rollan aftur niður... Stoppar svo, keyrir yfir ristahliðið og neglir aftur niður. Við tókum frammúr helvítis rollunni..! ég gaf fíflinu puttann og sé ekki eftir því!

Þegar ég svo var komin aðeins framhjá Þrastalundi var þar lítill "Jaris" sem var á 70 km hraða!
Ég nennti því nú ekki og ákvað að taka framúr.  EN þegar ég  var að  komast hliðina á bílnum gaf helvítið í. Ég ákvað að hægja bara á mér og fara aftur fyrir hann, en þá vorum við komin í 120 km hraða.!!!

Seinna sá ég að þetta voru útlendingar!

MÉR finnst að það ætti að fara yfir umferðareglurnar á Íslandi með útlendingum þegar að þeir koma til landsins!  Það er nánast undantekingarlaust að útlendingar KUNNA EKKI AÐ KEYRA Á ÍSLANDI!!!!

Svakalega er ég orðin pirruð!!


Vanlíðan!

Mig langar að tjá mig ógeðslega mikið.. en ég sé alltaf fyrir mér segul merki sem stendur á "það sem þú setur á netið segir til um hver þú ert" eða eitthvað þannig.. en í þessu tilfelli er mér skít *okking sama!

Ég er að springa það er eitthvað að! Ég veit ekki hvað, það er ekki bara þetta, það er eitthvað meira sem ég veit ekki hvað er, ég þarf að kafa svo djúpt inní mig til að finna það, ég reyni og ég reyni, en ég kemst ekki alla leið!
Ég hef engann til að tala við.. ok jú.. ég hef alveg fólk til að tala við, en mig langar ekki að tala um vanlíðan mína við þá sem eru nákomnir mér. Mig langar að tala við einhvern sem ég þekki ekki! Mig langar að stoppa næstu manneskju úti á götu og tala bara og tala!

Ég er líka svo áhyggjufull! Hvernig verður sumarið, hvernig mun næsti vetur ganga? Ætli við verðum ennþá í fjárhagslegum örðuleikum. Hvar verðum við næstu jól? Hérna heima, hjá foreldrum hans eða foreldrum mínum, úti í Bandaríkjunum?

Mig langar í ferðalag, en hvert getum við farið í ferðalag? Mig langar að fara með Jóhannesi og Sigurgeiri Heiðari, jafnvel mömmu og pabba, en ekki fleiri, mig langar að fá eina helgi áhyggjulausa! Mig langar út að labba! Mig langar að labba sjógarðinn, en ég get það ekki. Jóhannes er að vinna. Ég þori ekki að skilja Sigurgeir Heiðar einann eftir heima.

Mig langar að fara að sofa, en ég á eftir að fara í sturtu. Ég þori ekki í sturtu því að þá vakna ég og sofna aldrei í nótt.

Mig langar í vel borgaða og skemmtilega vinnu.
Mig langar að verða betri mamma.
Mig langar að vera betri "kona".
Mig langar að skrifa svo mikið meira, en það á örugglega enginn eftir að lesa þetta hvort eð er! En mér er alveg sama, mér líður stundum betur þegar ég skrifa og skrifa!

Mig langar í burtu!

Vilt þú tala við mig??

broken.gif broken image by cuteone_06

Tveir dagar! Tveir stórir viðburðir!

Ég hef sjaldan verið jafn glöð og í gær þegar Manchester United tók Evrópu Meistaratitilinn!

Manchester United 1 - 1 Chelsea
1-0 Cristiano Ronaldo ('26)
1-1 Frank Lampard ('45)
Manchester United unnu 7-6 eftir vítaspyrnukeppni

 Svona fór vítaspyrnukeppnin.!
1-0 Carlos Tevez - skoraði
1-1 Michael Ballack - skoraði
2-1 Michael Carrick - skoraði
2-2 Juliano Belletti - skoraði
2-2 Peter Cech varði frá C. Ronaldo
2-3 Frank Lampard - skoraði
3-3 Owen Hargreaves - skoraði
3-4 Ashley Cole - skoraði
4-4 Nani - skoraði
4-4 John Terry skaut í stöngina
5-4 Anderson skoraði
5-5 Salomom Kalou skoraði
6-5 Ryan Giggs skoraði
6-5 Van Der Sar varði frá N. Anelka.

Svo komust Íslendingar áfram í Júróvísjón!

Til hamingju Ísland!! 

Geggjað ánægð með þetta:)


Hræðilegt!

Augun.fyllast.af.tárum.þegar.ég.les.þessa.frétt!

Elsku.Sandra.Björk.
Til.hamingju.með.daginn.sem.þú.hefðir.átt.í.gær.!  20.ára.afmælið.þitt!
Ég.bið.fyrir.þér.á.hverju.kvöldi!. Ég.bið.fyrir.strákunum.þínum.á.hverju.kvöldi!
Ég.sakna.þín.ótrúlega.mikið!

Veistu! ég.veit.ekkert.hvað.ég.á.að.segja.!
Ég.er.orðlaus! Þessi.tala.er.alltof.há.miðað.við.að.þetta.er.Ísland.litla.Ísland!

 


mbl.is Um 20 fíklar látist frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mení mení mení njúv þíngs!

 Marg búið að gerast.

* Við keyptum afmælisgjöf fyrir Sigurgeir Heiðar. Hann fékk gullfallegt Winther þríhjól. Hjálm, vatnsbrúsa, bjöllu og bubba byggir flautu á hjólið frá gamla settinu í sveitinni :) Innilegar þakkir fyrir það:)

* Sigurgeir Heiðar náði að detta á fá skurð á eyrað. Þurfti ekki að sauma, en þetta er miður fallegt :(

* Sigurgeir Heiðar fór í fyrsta skipti í leikskólann í viku. Búinn að vera ferlega veikur. Með hita í 8 daga. Ekki gaman það.

* Ég á enn eftir að kaupa afmælisgjöf handa Jóhannesi. Spurning um að fara til Reykjavíkur á miðvikudaginn og redda því :)

* Við/ég komin með hund. Gullfallega labrador/rottweiler tík. 2 ára og heitir Dimma. Hún er drauma hundur. Hún minnir mig á Týru gömlu sem var í sveitinni. Dimma er rosalega hlíðin. Hún reyndar geltir á ókunnuga sem koma að húsinu, en það er það eina sem er "pirrandi" við hana. Hún kann að sitja, liggja, vera dauð, vera kjurr, heilsa og grípa. Minnir að það sé ekkert meira. :) Hún er bara draumur :)

* Vikan er búin að vera rosalega erfið. Jóhannes á næturvöktum og ég ekkert að vinna útaf því að Sigurgeir er búinn að vera svo veikur. Þetta er ekkert grín sko ;)

 * Sigurgeir Heiðar er kominn með púst. Hann er sem sagt með kvefastma. Þarf að fá púst amk 2 á dag. Það er sko ekkert grín að gefa honum það. hann öskrar og gargar. Örugglega svona köfnunar tilfinning sem hann fær. Ég skil hann mjög vel.

* Litlu skrímslin hennar systur minnar komu aftur eina helgina. Það var mjög gaman. Þau fóru á hestbak, í eitthvað svona flug dæmi. Mjög gaman. Þau fengu svo Lasagne í kvöldmatinn :) Það var mjög gott :) Gaman að fá þau í heimsókn. Hvenær koma þau næst Sæunn?

* Núna í vikunni ætlum við að fara að venja hann á venjulegt rúm. Ég kvíði því svolítið. En þetta gengur örugglega (að lokum). Spurning hvað það tekur langann tíma ca.

En ég er alveg ferlega dofin í hausnum núna. Er með hausverk og kvef. ! Get bara ekki bloggað. !

Bið bara að heilsa þér :)

Set inn eina mynd af Dimmu minni :)


Pirrandi fólk!!

OOOO ég þoli ekki fólk sem að sýnir mér ókurteisi þegar ég tala við það, þegar ég er kurteis!

Í dag er einhver hátíð hérna á Árborgar svæðinu, hátíðin kallast Vor í Áborg. Hérna hinum megin við götuna er einhver listasýning eða eitthvað álíka "viturlegt".
Við erum með frekar stórt bílastæði, þar sem að komast allt að 5-6 bílar.
Ég var úti að leika með Sigurgeir minn. Við vorum að labba að húsinu og vorum að spjalla saman.
Þegar við erum aaaalveg að koma að húsinu rennir bíll í stæðið. Hann á ekki að vera þarna, þar sem að þetta er einkastæði!! ég endurtek EINKASTÆÐI! Ég kalla á manninn sem var að keyra "fyrirgefðu, þetta er einkastæði", hann lætur sem að hann heyri ekki í mér og labbar í burtu, ég kalla aftur "fyrirgefðu, þetta er einkastæði", hann hundsar mig aftur. Ég kalla örlítið hærra "FYRIRGEFÐU, ÞETTA ER EINKASTÆÐI". Konan hans lítur á hann og segir við hann "þú verður greinilega bara að færa bílinn". Ég segi kurteisislega "takk". Hann segir við mig með ógeðslega leiðinlegum tón áður en hann sest inn í bílinn "takk fyrir lítið".
Djöfull fór þetta í mig! ég ákvað að það fengi ENGINN að leggja þarna, nema að þeir sem að ættu heima hérna, eða væru að koma í heimsókn til mín/okkar.
Ég vísaði í burtu 5 fokking bílum. Það voru ekki allir að fíla það! En mér var alveg sama, ég á húsið, ég á bílastæðið!!Devil

En hvað um það!

Það er lítið sem ekkert að gerast hjá mér núna. Sigurgeir Heiðar ótrúlega óþekkur að fara að sofa! En það hlýtur að fara að lagast bráðlega ;)

En ég er komin með illt í puttana af pirrings bloggi!
Læt þetta duga!
Bæ :*
-Ólöf Anna

Gaman gaman... !

... eða þannig!

Í gær ákvað litla gerpið mitt að fara að klifra uppúr rúminu sínu. Rétt eins og þegar við klifrum yfir girðingar.
Allt í góðu með það.. Ég ákvað að setja botninn á rúminu alveg niður í gólf, því að ég taldi það frekar hæpið að hann gæti klifrað uppúr því þannig.
Allt í góðu með það..
Ég var sest fram í stofu, alveg að ná að slaka smá, nei nei, kemur ekki litla gerpið mitt fram, skellihlægjandi og segir "hæ". Ég var ekki sátt, tók hann, sagði ekki orð, horfði ekki í augun á honum, lagði hann í rúmið og fór fram.. nei, hann kemur.
Ég orðin aansi pirruð, fer að spá í því hvort að það sé ekki hægt að setja bara lok á rúmið, eða nagla fyrir neðan það, en þær hugsanir voru nú ekki hugsaðar í alvuru.
Eftir nokkur skipti sest ég bara í rúmið mitt, sit þar í sirka 2 mínútur, hann var alveg að sofna, ég sit í 1 mín í viðbót, hann var sofnaður.
Ég fór fram, ákvað að halda uppá það að hann væri loksins sofnaður, um f*kking 10 leitið, og fá mér ís!
Ég átti það sko svo sannarlega skilið!
*hnuss*

Jóhannes byrjaði í nýju vinnunni í gær, Securitas öryggisvörður, geggjað hot í búningnum, tekur sig allavegana mjög vel út í honum.
Ég rétt hitti hann áður en ég fór í vinnuna. Hann var alveg uppgefinn! Sem er nú alveg skiljanlegt. Vinna frá 20 - 08, ég væri dáin sko!
Ég var alveg viss um að það myndi sko vera alveg ferlega þæginlegt að sofa ein í rúminu, en ég gat ekki sofnað, ég sofnaði um hálf 2 leitið. Mig vantaði Jóhannes ! Heart

En jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, búin að tuða nóg.

-Ólöf Anna !


Elsku litla lambaskottið mitt!

Sigurgeir Heiðar fór í leikskólann í morgun, fullur tilhlökkunar líkt og venjulega. En dagurinn í dag var ekkert venjulegur. Um klukkan 10 fóru krakkarnir til hennar Erlu í Baldurshaga að skoða litlu sætu lömbin.

Þær höfðu orð á því á leikskólanum hvað hann var "frakkur" ef svo má að orði komast, labbaði um allt á meðan hin börnin voru heldur hrædd.

Ég er meira að segja að spá í að stela bara einu lambi til að hafa uppi í rúmi hjá honum :)
Þá kannski verður hann rólegur :)

Jóhannes á afmæli á morgun, ég ekki búin að kaupa afmælisgjöf, en ég er búin að fá leyfi til að seinka henni smá :)

en ég er búin að vera svona 2 tíma að skrifa þetta blogg..veit ekkert hvað ég á að segja ..

nema :

 

BALL Á MORGUN!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband