Færsluflokkur: Bloggar

Gestagangur.!

Það kemur með svolítið á óvart að ég er orðin örlítið þreytt á gestagangi.
Það er nánast hvert einasta kvöld einhver hérna, fyrir utan heimilisfólkið. Mig langar að fá ca viku, útaf fyrir mig, slökkva á sjónvarpi og tölvum, spila við strákana mína, kveikja á kerti og hafa það kósý.
En ég á nú ekki von á því í bráð.

Ég og Sigurgeir Heiðar vorum að horfa á Stubbana áðan. Þar kom ægilega falleg kanína, ég fór að spyrja Sigurgeir Heiðar útí kanínur. "Hvað segja kanínur" spyr ég, hann svarar mjög samvirskusamlega "nína nína". En ekki hvað? Hann vildi líka halda því fram að kanínur væri einhverskonar kattarafrbrygði.

Við erum búin að borða. Ég ferlega löt og eldaði bara pasta. Fannst það alveg nóg, var eitthvað lystarlaus, en Sigurgeir minn át aðeins of mikið.
Núna er hann inni í rúmi að reyna að sofna.

Mér líður alls ekki nógu vel. Mig langar að vera ein heima, og gráta, ég get ekki grátið fyrir framan Jóhannes, get bara ekki hugsað mér það.! Spurning um að senda hann bara út á djammið og grenja á meðan.

Hann á nú afmæli á miðvikudaginn. Hann verður 24 ára, ég er að deita öldung Woundering

Ég hreinlega nenni ekki að blogga meira, þarf að fara að ákveða hvað ég eigi að gefa öldungnum í afmælisgjöf Halo

Lifið heil elskurnar!

Og já...

Mamma ég elska þig!!


Leiðinleg helgi.!

Í alvurunni!

Mér er ekki búið að líða nógu vel um helgina, búin að vera full af kvíða, veit samt ekki hvers vegna. Crying

Á föstudagskvöldið fórum ég og Gísli í tattoo, ég fékk mér eina stjörnu á sitthvort herðablaðið og Gísli fékk sér Heartagram á úlnliðinn.
Eftir það fórum ég, Gísli og Teitur upp í Hvíta Hús að þrífa smá. Ég var þar til að verða 1. Strákarnir eitthvað mikið styttra.
Fór svo heim og knúsaði minn heittelskaða og fór uppí rúm að kúra hjá honum. Svo sofnuðum við í faðmi hvors annars.

Á laugardaginn fór ég að vinna um 11.15. Var að vinna til ca 16.30. Fór þá upp í sveit. Svo fór ég á tónleika. Var komin heim um 1.

Dagurinn í dag er aðallega búinn að fara í útiveru. Ég er hreint út sagt búin að vera úti í allann dag.
Búin að leika við krakkana hennar systur minnar og við Sigurgeir Heiðar minn.

Jóhannes er búinn að vera fáránlega duglegur í dag að þvo þvott. Hann er búinn að setja í svona 6 vélar, búinn að þurrka það jafnóðum, úti, en við ætlum að brjóta það saman núna á eftir.

Núna sitjum við Jóhannes hérna inni í stofu, njótum þagnarinnar. Áhyggjulaus. Elskum hvort annað og berum viðringu fyrir hvort öðru.

ooo.. þá er ég komin í væmnina LoL 
Best að hætta bara áður en ég fer að væla meira..

Elska þig  Jóhannes :* Heart

ELSKA þig Sigurgeir Heiðar :* Heart


Draumakossinn!

Ég fékk draumakossinn minn í gær!

Ég hef alltaf verið veik fyrir þessum manni. Alltaf fundist hann sætur.
Undanfarin ár hefur mér samt fundist hann sætur, sjarmör og virkilega töff.

Maðurinn er Helgi nokkur Björnsson söngvari í hljómsveitinni Síðan Skein Sól, *innansviga* SSsól.

Hann kyssti mig nú samt bara á kinnina, mér fanst það líka alveg nóg. Hann talaði um exemið mitt, vorkenndi mér alveg ferlega mikið. Mér fannst ég VIP!
Mér leið vel.!

 

!


Fallin!

Ef ykkur finnst ég hafa breyst eitthvað undanfarið þá er það alveg rétt hjá ykkur.
Ég hef ekki nennt að blogga, ekki nennt neinu. Ég er fallin!
Fallin í sömu gömlu gryfjuna. Þetta er hræðilegt. Ég get rétt ýmindað mér hver viðbrögð fólks verða.
Ekki skilja mig eftir eina og bjargarlausa!
Hjálpaðu mér frekar!

Það er svo auðvelt að komast í þetta stöff, eitt símtal og búið, þarf ekki meir.

Ég hef aldrei farið á neina fundi, ég hef aldrei þorað að segja neinum þetta. Þessar kúlur hafa gjörsamlega tekið völdin!

Ég veit hreinlega ekki hvort að ég treysti mér til að taka við börnum systur minnar núna um helgina. Ég veit ekki hvort að hún treysti mér til að taka þau!

Bláar, ljósbláar, rauðar, bleikar, gular og neongrænar kúlur.

Ætli ég nái að sinna barninu, manninum, heimilinu og vinnuni nægilega vel?

Ég bið þig kæri lesandi hjálpaðu mér!

Ég er núna tilbúin að viðurkenna að ég ER Bubbles-fíkill!

 Er til BA, líkt og AA og NA?


Meðalmóðir.

Ég ákvað að leika mér á www.femin.is og sá link sem heitir "hvernig móðir ert þú?" Ég ákvað að taka prófið og svaraði því mjög samvirskusamlega. Svo ýtti ég á "sjá niðurstöðu". Niðurstaðan varð :

Meðalmóðir!!!

Suma daga ferðu fram úr súperkonunni en aðra daga slappar þú meira af og fylgist með barninu þínu að leik. Þú ert frábær móðir og ánægð með að taka þátt í öllu með barninu þínu.

 

Svo tók ég líka próf sem heitir "Svartsýn eða Bjartsýn".
Niðurstaðan varð sú að ég er:

Raunsæis manneskjan!

Þú ert sæmilega bjartsýn en ert fyrst og fremst raunsæ. Heimurinn er ekki alslæmur en heldur ekki dans á rósum.

 

ekki slæmt þetta :)


Þoli ekki suma drauma....

....því að þegar maður vaknar verður maður fyrir vonbrigðum :(

Mig dreymdi í nótt (morgun) að tveir ættingjar mínir væru að sættast, mér leið vel, ég fór að gráta..
Það sátu allir við borð og voru að borða þeir sátu sitthvoru megin við borðið og það var verið að tala um eitthvað ákveðið. Allt í einu byrjuðu þessir tveir að tala saman, engin skítköst eða leiðindi, enginn hroki, ekki neitt, bara tala saman eins og þú og ég. Mér leið ótrúlega vel, öllum hinum leið vel. Ég fór að gráta, mér leið svo vel.

En þegar ég vaknaði leið mér illa. Ég vildi óska þess að þeir tveir myndu sættast í alvurunni! En það er ekkert eða lítið sem ég get gert til þess að "redda" því!

Ball í gær. Svaðaleg stemmning þar. Splash Partý. Óli Geir og DJ Joey eitthvað. Ég talaði við Óla Geir. Geggjað fræg! Viltu snerta mig?
Þarna var blautbolakeppni, ágætlega heppnuð (held ég).

Skrímslin hennar systur minnar eru farin. Það var mjög fínt að hafa þau hérna. Jóhanna vildi helst ekkert fara.. mér fannst það skemmtilegt :)

Jæja, hef ekkert meira til að tala um.

JÚ! fyrrverandi mágkona mín er aftur orðin mágkona mín :)

Víijj! 

Elska Jóhannes! og Sigurgeir Heiðar!

Ólöf Anna + Jóhannes = Sigurgeir Heiðar!


Kvíða Djöfull!

Ég kvíði alveg ferlega mikið fyrir helginni.

Börn systur minnar eru að koma hingað í smá pössun. Þau eru 3, Sigurgeir 1, Jóhannes 1.. Ég verð eiginlega bara 5 barna "móðir" um helgina. Þetta er stressandi.

Þau koma á föstudaginn og fara á laugardaginn. Þetta verður án efa mjög skemmtilegt.

Ég held að ég eigi að fá húsmæðraverðlaunin 2008. Ég tók mig til klukkan hálf 9 í kvöld og fór að baka.
Ég bakaði bananamöffins... alveg syndsamlega gott sko!

 

Af hverju ætli Sigurgeiri mínum sé að dreyma svona ferlega illa?
Hann vaknaði í gær, hágrátandi, og var greinilega að dreyma eitthvað. Svo vaknaði hann aftur áðan, hágrátandi, og lét eins og hann væri að reyna að hlaupa undan einhverju/m. Hann reyndi að forða sér þegar ég hélt á honum og líka þegar hann var í rúminu. Hann vildi láta halda á sér, en samt ekki.
Mjög skrítið.

Ólöf Anna.


Vinamissir.

Það er ekkert verra en ástvina missir.

Á fimmtudaginn kvaddi Sandra Björk þennann heim. Hennar verður sárt saknað.
Á fimmtudeginum komst ég líka að því að hún var náskyld mér. Hún og mamma voru þremenningar.

En það er ekkert sem við getum gert núna til að breyta því.

Ég bið þig um að hvíla í friði elsku Sandra mín.

Þín verður sárt saknað!


Hvað hefur orðið af krökkum....

eins og þeir voru í "gamla" daga?

Svo að mig minni voru krakkarnir sem ég umgekkst í "gamla" daga prúðir og snyrtilegir.

Í dag eru krakkar það ekki.

Svo að dæmi séu tekin ....

Í gær var ég að keyra á Selfossi úr vinnunni, var að keyra framhjá apótekinu hjá Bónus. Þar var ungur drengur að labba fyrir aftan bílana sem voru þar kyrrstæðir í stæðum. Drengurinn labbaði framhjá rauðum sendiferðabíl og lamdi bílinn, hann gekk framhjá hvítum Subaru og lamdi hann, hann gekk framhjá bláum Hilux og lamdi hann, hann gekk framhjá svörtum Lexus og lamdi hann.

Í vinnunni hans Jóhannesar var strákur sem að hann giskar á að sé í 1 - 2 bekk í grunnskóla, hann gekk út út klefanum og gargaði á strák í sama bekk "Þú vilt bara kynlíf, þú hugsar ekki um neitt nema kynlíf, þú fílar kynlíf".
Svo kom hann að afgreiðsluborðinu þar sem Jóhannes stóð og sagði við hann, "Þú vilt bara kynlíf, þú hugsar bara um kynlíf, þú fílar bara kynlíf"
Jóhannes spurði þá strákinn "Hvað er kynlíf?"
Drengurinn þagnaði og gekk út.

Ég skil ekki alveg sko....... Einhver sem getur svarað mér því?

Ólöf Anna.


Og svarið við öllu er...

Óli.

Samkvæmt Sigurgeiri er "Óli" svarið við öllu. Ég veit ekki hvað það þýðir, en hann kallar það alltaf þegar hann hittir Langaömmur og Langaafa.
Ég ætla að fara að nota þetta. Ef einhver spyr mig út í eitthvað sem ég veit ekki hvernig ég á að svara, þá ætla ég bara að svara "Óli".

Það er ekkert smá hvað ég hata Páskaegg, þau eru svo góð, ég þarf að hemja mig alla í að standa upp úr sófannum og borða páskaeggið upp til agna. Má það ekki, mér verður svo illt í maganum, og ég er að fara að vinna í kvöld / nótt.

Við vorum í mat hjá mömmu og pabba í hádeginu. Fengum syndsamlega góðann hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur og meðlæti. Ógeðslega gott.
Á föstudaginn langa vorum við Sigurgeir Heiðar í mat hjá tengdó, hádegismat. Þar fengum við góðann fiskrétt. Eða öllu heldur grænmeti með smá fisk. Þetta var mjög gott.

Svo þegar við komum heim var drengurinn eitthvað svo pirraður, með kvef og hósta.
Þannig að hann lagði sig bara.

Svo í gær var hann kominn með hita. Svaf illa í nótt og var bara ógeðslega pirraður. En hann er öllu hressari í dag. Hann varð eftir uppi í sveit hjá mömmu og pabba.

Heyrðu, á fimmtudaginn fórum við í afmæli hjá Jóhönnu Friðsemd frænku okkar. Það var svakalegt fjör. Sigurgeir gargaði til skiptis Næu og Óli. Næu er Sæunn og Óli er svarið við öllu.

Jæja, hef þetta ekki lengra. Ætla að skoppa í sturtu.... viltu koma með :)

Ólöf Anna  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband