Pirrandi fólk!!

OOOO ég þoli ekki fólk sem að sýnir mér ókurteisi þegar ég tala við það, þegar ég er kurteis!

Í dag er einhver hátíð hérna á Árborgar svæðinu, hátíðin kallast Vor í Áborg. Hérna hinum megin við götuna er einhver listasýning eða eitthvað álíka "viturlegt".
Við erum með frekar stórt bílastæði, þar sem að komast allt að 5-6 bílar.
Ég var úti að leika með Sigurgeir minn. Við vorum að labba að húsinu og vorum að spjalla saman.
Þegar við erum aaaalveg að koma að húsinu rennir bíll í stæðið. Hann á ekki að vera þarna, þar sem að þetta er einkastæði!! ég endurtek EINKASTÆÐI! Ég kalla á manninn sem var að keyra "fyrirgefðu, þetta er einkastæði", hann lætur sem að hann heyri ekki í mér og labbar í burtu, ég kalla aftur "fyrirgefðu, þetta er einkastæði", hann hundsar mig aftur. Ég kalla örlítið hærra "FYRIRGEFÐU, ÞETTA ER EINKASTÆÐI". Konan hans lítur á hann og segir við hann "þú verður greinilega bara að færa bílinn". Ég segi kurteisislega "takk". Hann segir við mig með ógeðslega leiðinlegum tón áður en hann sest inn í bílinn "takk fyrir lítið".
Djöfull fór þetta í mig! ég ákvað að það fengi ENGINN að leggja þarna, nema að þeir sem að ættu heima hérna, eða væru að koma í heimsókn til mín/okkar.
Ég vísaði í burtu 5 fokking bílum. Það voru ekki allir að fíla það! En mér var alveg sama, ég á húsið, ég á bílastæðið!!Devil

En hvað um það!

Það er lítið sem ekkert að gerast hjá mér núna. Sigurgeir Heiðar ótrúlega óþekkur að fara að sofa! En það hlýtur að fara að lagast bráðlega ;)

En ég er komin með illt í puttana af pirrings bloggi!
Læt þetta duga!
Bæ :*
-Ólöf Anna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Íslendingar eru frekir!  Óþolandi dónaskapur í þessu liði. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:49

2 identicon

þú hefði bara átt að segja honum að drullast til þess að færa bílinn sinn, annars myndirðu lykla hann!!

takk fyrir pent! ;)

heba (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:31

3 identicon

hæ sætasta :P bara láta vita að ég fylgist óþolinmóð eftir næsta bloggi sæta mín :* verðum að fara að hittast :;O

Guðrún María (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband