Skjálfta og umferðapirringur!!!!

Já. eins og kannski flestir vita þá skalf jörð hérna fyrir sunnan og víðar.

Hún skalf duglega hérna á Eyrarbakka og eru nokkrar byggingar hér svo gott sem ónýtar.

En til allrar hamingju er íbúðin okkar ekki ónýt. Það sér ekki á henni og hrundi lítið sem ekkert niður. Það eina sem brotnaði var klukka og svo kúluskál sem að ég fékk þegar langaamma mín dó. Mér fannst það leiðinlegt.

En nóg um skjálftana.

Í gær þegar ég var að koma ofan úr sveit var ég MJÖG nálægt því að lenda í bílslysi. Hef eiginlega bara ekki verið jafn nálægt því og þá.!

Ég var sem sagt að keyra rétt áður en komið er að Kerinu. Fyrir framan mig var "Sjerokkí" jeppi og fyrir framann hann var "Kóróla". Það var greinilegt að þetta voru útlendingar í rollunni.
Allt í einu negldi rollan niður, Sjérokkíinn tók ekki strax eftir því og ég náttúrulega ekki heldur því að ég sá ekki rolluna. Allt í einu neglir Sjérokkíinn niður og ég líka! Sjérokkíinn þurfti að beygja útaf til að lenda ekki aftan á rollunni, ég man ekki hvað ég gerði. Þegar við svo sáum af hverju rollan negldi niður þá var það útaf einni lítilli djöfulsins trjágrein!!
Þarna var ég sooooldið pirruð skal ég þér segja!

Svo þegar við vorum komin framhjá Kerinu og alveg að koma að ristahliðinu sem er þarna neglir rollan aftur niður... Stoppar svo, keyrir yfir ristahliðið og neglir aftur niður. Við tókum frammúr helvítis rollunni..! ég gaf fíflinu puttann og sé ekki eftir því!

Þegar ég svo var komin aðeins framhjá Þrastalundi var þar lítill "Jaris" sem var á 70 km hraða!
Ég nennti því nú ekki og ákvað að taka framúr.  EN þegar ég  var að  komast hliðina á bílnum gaf helvítið í. Ég ákvað að hægja bara á mér og fara aftur fyrir hann, en þá vorum við komin í 120 km hraða.!!!

Seinna sá ég að þetta voru útlendingar!

MÉR finnst að það ætti að fara yfir umferðareglurnar á Íslandi með útlendingum þegar að þeir koma til landsins!  Það er nánast undantekingarlaust að útlendingar KUNNA EKKI AÐ KEYRA Á ÍSLANDI!!!!

Svakalega er ég orðin pirruð!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hata jarðkjálfta... ég vona að þetta komi ekki aftur á næstunni.

Alma Ösp (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband