Færsluflokkur: Bloggar

Læknisskoðunin.!

Já... Ég er ekki "stór" slösuð.. ég ER stór slösuð!

Ég fór ss til læknis í dag því að ég var að versna í hryggnum, fannst eins og eitthvað væri að klekjast útúr bakinu á mér.

Hann skoðaði mig fram og til baka, upp og niður, og potaði í rassinn á mér Shocking
Ég sýndi honum lærið á mér og hann tók andköf

Hann komst að þeirri niðurstöðu að: Ég er með tognaðann lærvöðva, illa tognað bak og brákað rifbein sem eiginlega jaðrar við það að vera brotið. Hann bjóst við að ég yrði svona 4-7 vikur að jafna mig

Ég fékk Voltaren Rapid og Parkódín Forte.

Ég fékk líka þá skipun að halda mér rólegri, ekki lyfta þungum hlutum og liggja helst bara fyrir. !! Jeahh! No Problem!


Þannig er nú það... ég ætla ekki að óhlýðnast mömmu á næstunni Heart

Kv. Ólöf Anna.!


"Stór"slösuð!

Jæja... alltaf þarf ég að gera eitthvað sem að ég má ekki..  Hefði betur hlustað á mömmu og Gísla bróðir.
Mig hefur langar frá því að Gísli bróðir keypti sér krossarann sinn að keyra hann.. Áðan notaði ég tækifærið þegar hann var ekki heima...

Ég setti í gang, tók af stað, drap á því... Kikkaði því aftur í gang og fór af stað. Ég fór út á tún og var búin að taka einn hring.
Ætlaði að taka annann en gaf ALLTOF mikið í. Ég prjónaði, ég áttaði mig strax á því að nú myndi ég detta!

Það sem að flaug í gegnum kollinn minn á þessum stutta tíma var öruggleg með því gáfaðasta sem ég hef hugsað.

Ég hugsaði nákvæmlega: "oooohhh nú dett ég, hvað á ég að gera? sjitttttt, ok, ég spyrni hjólinu frá mér"

Þegar ég var búin að spyrna því frá mér lenti ég, ég opnaði augun og sá hjólið frekar nálægt mér snúast í hringi..!! Svo lenti það. Ég stóð upp gekk að hjólinu og drap á því, lagðist svo hliðina á því til að reyna að ná að anda. Það gekk illa í fyrstu. En svo kom það.

Þegar ég hugsa til baka þá var eiginlega bara eins gott að ég hafi spyrnt því frá mér því að annars væri ég annaðhvort dauð að illa haldin upp á sjúkrahúsi. Ég hefði fengið hjólið beint ofan á mig.

Eins og mamma sagði "þetta er alltof kraftmikið fyrir þig, þetta er bara drápstæki"... ég er farin að hallast að því!

Það sem að ég uppskar úr þessari óþekkt minni var eymsli í baki og STOKKBÓLGIÐ læri! Til allrar hamingju slapp höfuðið því að jújú... "hörkutólið" ég var ekki með hjálm!

 

 


Ekki N1 á Ártúnshöfða!

Ef þetta er N1 á Ártúnshöfða þá syng ég alveg eins og Johnny Cash!

Þessi mynd er frá Selfossi... það þarf engann sérfræðing til að sjá það. KFC þarna hliðina á, svo kemur  Snæland Video og svo Heilsuhúsið og Apótekið og loks Bónus.

Af hverju finna þeir ekki rétta mynd?  


mbl.is Ölvaður ökumaður ók inn í bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sleikja sólina??

Hvaðan er þetta máltæki komið ?  Mér finnst það einmitt svo bjánalegt.
Það hefur enginn og mun enginn sleikja sólina. ! Nenni ekki að fara nánar útí það.

 

Í dag átti litla systir mín orð dagsins. Hún var að tala um hvað hún væri alltaf heppin og væri sko "lukkunnar pamfíll". Setningin hljómaði sirka svona hjá henni
"Ég er svo mikill lukkunnar pamFÍFILL" ég held að ég hafi sjaldan (ef aldrei) hlegið jafn mikið og innilega.

 Í gær fórum ég, Jóhannes, Sigurgeir Heiðar og Sigrún systir til Reykavíkur. Ég fór að kaupa mér föt fyrir brúðkaupið. Keypti mér ótrúlega fallegann kjól. Jóhannes verður í svörtum jakkafötum :) Hlakka geggjað til :)

 Hvað er hægt að gefa sniðugt í brúðkaupsgjöf.? Endilega koma með hugmyndir :)

 

 


Stöndum saman, þetta snertir okkur öll! - Líka þig!!

Ég hef frétt,

Að bensinverðið

geti í nánustu framtíð

Komist í

200 kr.líterinn  

                                                Villt þú að verðið lækki í staðinn?

Það er hægt! 
  
En þá verðum við að framkvæma núna!

Og gera það af skynsemi! 
 

Erlendis reyndu menn að hafa áhrif og kaupa bara bensín virka daga.

Forstjórar olíufélagana hlógu .Þeir vissu að ef þú keyptir ekki bensín á mánudögum, keyptir þú það bara á þriðjudögum   Vonlaus aðgerð.           

             Einhver fékk hugmynd sem getur virkað, 

Ef vilji er fyrir hendi. 

Lesið áfram og verið með! 


Bensínið kostar í dag ca. 

175,00 Kr/literinn 

Við vitum öll að olíufyrirtækin græða óhemju á þessu háa heimsmarkaðsverði og geta lækkað umtalsvert verðið hér heima. 


 Munið eftir því þegar verðið fór yfir 100 kr.

Þá var talað um að olíubirgðir í jörðu væru á þrotum.

Í dag er ekki svo mikið rætt um að olíubirgðir í jörðu sé á þrotum

Það er til meiri olía í dag en fyrir 35 árum síðan- Miklu meiri olía og ekki sér fyrir endan á því í dag..  

OG ÞÁ KOSTAÐI LÍTERINN CA 25 KR. GAMLAR  
 

 Við verðum að taka til okkar ráða,

Og sýna olíufélögunum að neytendur geta haft áhrif og rétt fyrir sér.

Eina ráðið er að slá þar sem sárast bítur:

Peningaveskið!

Það getum við gert!  

 

HVERNIG?  

Við þurfum öll okkar bíla og þurfum að kaupa á þá bensín og olíu,

En við getum haft áhrif á verðið:

Þegar við tökum höndum saman

getum við komið af stað verðstríði

VERÐSTRÍÐ!!! 
 

Við leggjum til:  

 

Að við

Kaupum ekki bensín

Af tveimur stærstu olíufélögunum: 

N 1

og

Shell.  

Hugsið ykkur!

Þegar tvö stærstu olíufélögin selja ekki lengur bensín og olíu neyðast þau til að lækka verðið til þess að fá viðskiptavinina til baka.Þetta leiðir til verðstríðs og hin olíufélögin neyðast líka til að lækka og fylgja með

En til að ná árangri verðum við að ná flestöllum N1 og Shell viðskiptavinum með. Og allir verða að taka þátt í þessari samvinnu. 

 

  Svona gerum við!

Líka bílar fyrirtækjanna! 


 Ég sendi þetta til 10 aðila.Þegar þeir síðan senda þetta til sinna tíu, höfum við náð 100 og þegar þessir 100 senda sínum 1000 kunningjum.......... 

 

Höfum við fljótt náð  300 000  o.s.v....

Þú skilur hvað ég meina? 

Þegar allir hafa sent þetta daginn eftir, höfum við náð

Á einni viku til

300 þúsund

manns,

Í verðstríð við olíufélögin 

Já,

Við getum unnið, en... 


En það er MJÖG 

Mikilvægt

Að við kaupum ekki bensín og olíu hjá

N1 eða Shell

Fyrr en verðstríðið er hafið

Til þess að komast áfram með þetta og ná takmarkinu.

Bið ég þig,

Sendu þetta áfram til 10 kunningja

Getum við reiknað með þér?


Tetrahýdrókannabínólsýr .... huhh?

Eitt lengsta orð sem ég hef lesið.

En eitt skil ég ekki alveg... ef að það er  ómögulegt að hún hafi verið undir áhrifum tetrahýdrókannabínólsýru.... af hverju var hún þá svipt ökuleifinu?! Shocking

Skil ekki!

En þessi frétt og fréttin fyrir ofan <a href="http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/24/taldist_ohaefur_okumadur/">Þessi hér</a>  er nánast sú sama... bara breytt um kyn, aldur og upphæð.


mbl.is Sektuð og svipt ökurétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jey! Loksins!!

Ég, Jóhannes og Sigurgeir Heiðar fórum til Reykjavíkur í dag. Ferð okkar var heitið í Hafnarfjörðinn, nánar tiltekið á ljósmyndastofuna Mynd ehf. Þannig er mál með vexti að Sigurgeir Heiðar fór í myndatöku í leikskólanum og ég var svo ferlega fúl með myndirnar því að hann var eiginlega bara grátandi. Ég hringdi og sagði mína skoðun og konan þar bauð mér að koma og fá bara aðra myndatöku sem ég þáði. Þetta var bara hin mesta skemmtun, ljósmyndarinn náði vel til Sigurgeirs Heiðars og að hennar sögn náði hún nokkrum góðum myndum :)

Þegar við komum þaðan út fór ég að láta mig dreyma (enn og aftur) um að kaupa mér myndavél. Við fórum í Beco, þar sá ég vélina MÍNA! Canon eos 450D, byrjenda vél. Ég keypti hana. Fór með hana heim og setti í hleðslu, klukkan 3 í nótt má ég svo taka hana úr hleðslu og byrja að nota hana... sjiiiii mig hlakkar svo til!

Nákvæmlega svona grip. http://www.marvinryan.com/blog/wp-content/uploads/2008/03/canon-digital-rebel-xsi-eos-450d-front.thumbnail.jpg

Hef þetta ekki lengra í bili, ætla að fara að lesa leiðarvísa ;) 


Er þetta rétta leiðin?!

Ef að fólk týmir ekki að borga nokkra þúsundkalla til að láta svæfa dýrið, því ekki þá að sleppa dýrinu lausu, gefa það, selja það, fá einhvern til að skjóta það, eitthvað annað en þetta!!!

Mér finnst þetta viðurstyggilegt!!!

En annars, þá væri ég alveg til í að eiga svona hund :)

 


mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóinsedens??

Eins og svoooo margir vita eru búnir að vera tveir, "hugsanlega" þrír ísbirnir hérna á klakanum.

Þegar sá fyrsti fannst þá var plokkfiskur í matinn hjá mér.

Þegar annar björninn fanst þá var ég að hugsa um að hafa plokkfisk í matinn.

Þegar sá númer þrjú "hugsanlega" er hérna var plokkfiskur í matinn hjá mér..

Er þetta tilviljun ? 

 

Ég veit ekki, en ég vil kalla sjálfa mig galdrakonu því að með plokkfisks hugsunum mínum næ ég að búa til ísbirni... Ekki slæmt það! ;) 


Litli strákurinn stækkar ótt!! <3

Hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli hann Sigurgeir Heiðar,

Hann á afmæli í dag.

Hann er tveggja ára í dag.

Hann er tveggja ára í dag.

Hann er tveggja ára hann Sigurgeir Heiðar.

Hann er tveggja ára í dag.

 

Til hamingju með daginn elsku stákurinn okkar.

Við elskum þig eins og enginn væri morgundagurinn.

Það er ekkert lítið hvað þú hefur lært af okkur á þessum tveimur árum.
Gengið, talað, hlegið, hlaupið, hjólað, sofið, kysst og knúst, taka til, borða, setja í þvottavél (þó svo að það sé ekki alltaf rétt hjá þér, en ég er samt þakklát fyrir það). Ég gæti endalaust talið hvað þú kannt orðið að gera.
En það er líka hellingur sem að við höfum lært af þér. Þá sérstaklega ég (Ólöf Anna).
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra.
Innilega til hamingju með daginn! Elskum þig í ræmur!! :* 
Set svo þróunina hérna fyrir neðan ;)
 Júní 2006.
 Júní 2007.
 Júní 2008.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband