KRÚTTLEGT??!!??!!

Ég sé EKKERT krúttlegt við þessa útfærslu... 
þetta er mannskemmandi! 
Jahérna hér.. Set link inn svo að þið getið eytt nokkrum mínútum sem þið fáið ALDREI aftur!
 
 

mbl.is Bubba finnst ábreiða Skjaldar krúttleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínasti dagur....

So far...

 Þó svo að ekki sé liðið langt á daginn hefur hann byrjað bara ágætlega.
Ég vaknaði klukkan hálf 8 til að koma Sigurgeiri Heiðari í leikskólann. Auðvitað ætlaði ég að fara að vekja drenginn, og átti ekki von á góðu. Mér til mikillar undrunar var drengurinn ekki í stóra rúminu, hann var ekki í litla rúminu, ekki undir rúmunum, ekki á gólfi, ekki við endann á rúminu.
 Ég snéri mér í nokkra hringi og klóraði mér í hausnum, ákvað því að fara fram og athuga þar. Þá lá minn bara steeeeeeiiiiiinsofandi í sofanum. Með sængina, Súsí og Kisu.
Jóhannes var ekki farinn þegar þetta var. Hann stóð úti að skafa af bílunum, í nístandi kulda, nem grílukerti hangandi úr nefinu... nei, ok, ekki alveg kannski. En honum var samt kalt.
 Ég klæddi drenginn sem var ekki morgunfúll í þetta skiptið, dreyf hann í snjóbuxur og úlpu, stígvél, húfu og vettlinga.
 Við brunuðum á leikskólann þar sem auðvitað var tekið vel á móti honum.

Ég skaust heim til Eyju til að fá kæfu, gulrótarmarmeðlaði og rifsberjahlaup.

Fór svo heim, ristaði mér tvær brauðsneiðar. Smurði þær með smjöri og setti ost ofan á. Þegar ég ætla að fara að fá mér rifsberjahlaup stóð krukkan eitthvað á sér. Ég skellti henni undir vatn og opnaði svo, það fór vel.
 Ég helti mér eplabrazza í glas, tók mér disk og setti brauðið þar á. Settist við eldhúsborðið og snæddi minn morgunmat. Ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið fínasti morgunmatur, þó svo að mér sé svolítið flökurt núna Sick

Ég vona heitt og innilega að þessi dagur verði bara hann fínasti :)

Vona að þið munið eiga góðann dag líka.

Kveðja, Ólöf Anna B.

 

snjokallarsong

.... :)

Ég er svo innilega ekki með neitt til að blogga um þessa dagana. Kannski það helsta að segja frá hvernig helgin hefur verið ?

Á laugardaginn vorum við Jóhannes bæði að vinna. Ég búin klukkan 17 og hann kominn heim um 19.
Þá fórum við í mat til tengdó, fengum alveg geggjaða Hot wings. Gæti étið þá alltaf!
Fórum svo bara heim með Sigurgeir Heiðar. Horfðum öll smá á sjónvarpið, unginn fór að sofa fljótlega eftir það.
 Ég fór aðeins á Selfoss með Maríu vinkonu, kíktum fyrir utan Hvíta Húsið þar sem að hljómsveitin Buff lék fyrir dansi.
 Hittum þar t.d. Gest, Finn og Gísla. Gestur orðin svolítið spenntur því að verða pabbi, hann er nú samt svolítið stressaður drengurinn. Gísli var nú eiginlega bara haugadrukkinn greyið.
 Gísli og Gestur sátu inni í bíl hjá mér og Maríu og voru að spjalla smá. Allt í einu öskrar Gísli, opnaðu hurðina, það eru slagsmál, ég opnaði fyrir honum hurðina (það var barnalæsing).
 Gísli stökk út og aldrei slíku vant til að stoppa slagsmálin. Slagsmálin urðu til með þeim hætti að tveir pólverjar löbbuðu út úr HvítaHúsinu til að fara að reykja. Annar þeirra spurði strák sem heitir Raggi um eld. Raggi brást eitthvað illa við því og byrjaði að kíla pólverjann. Hann kíldi hann tvisvar í höfuðið með þeim afleiðingum að Pólverjinn datt, eftir að hann var dottinn sparkaði Ragga tvisvar til viðbótar í höfuðið á honum.
 Pólverjinn lá þarna í snjó steinrotaður. Dyraverðirnir löbbuðu að honum, klöppuðu á kinnina og sögðu "er allt í lagi með þig"?
 Ég skrúfaði niður rúðuna og bað þá um að fara með hann inn því að hann fengi líklegast lost af því að liggja þarna. Þeir voru nú ekki beint á því.. ég fór út, talaði við þá og hjálpaði þeim að hlúa að honum. Löggan kom og þá rankaði hann við sér.

Ekkert meira með það.
 Gísli kom heim með mér af ballinu og svaf hérna um nóttina.

Við skutluðum honum heim daginn eftir, ss. sunnudag. 

Við stoppuðum aðeins við uppi í sveit, og fórum svo heim.

Annars er lítið búið að vera að gerast hjá okkur.

Ég er búin að vera að sauma hjá Eyju og Jóhannes búinn að vera að vinna.

Látum þetta gott heita í bili :) 

 


Kvöldið á eftir :)

Búin að bjóða í mat. Það verða 9 manns. Mamma, pabbi, Sigrún, Gísli, Elli, Eyja, Sigurgeir Heiðar, Jóhannes og ég.

Matur: Helgarskinka og líklega brúnaðar kartöflur.
Meðlæti: Sósa, baunir, rauðkál, sulta, salat.
Drykkir: Vatn og örugglega eitthvað gos.

Hvernig hljómar þetta?

Langar líka að setja lag sem ég hlusta mikið á þessa dagana, syng og dansa eins og enginn sé morgundagurinn, Jóhannesi til miður mikillar gleði.

 

 


www.morgunfúll.is

Sonur minn er með smá sjúkdóm, ekkert alvarlegann, en þetta er virkilega leiðinlegur, en samt fyndinn sjúkdómur, hann er haldinn morgunfýlu.
Ég sé það ekki gerast að þessi morgnfýla batni eitthvað með aldrinum, en ég er dauðhrædd um það að sjúkdómurinn versni bara.
Ætli hann lagist ekki svona í kringum, fimmtugt?

Af okkur er nú ekki mikið að frétta, ég er komin með vinnu (JEY) á Snæland Video á Selfossi. Það er mjög fínt.
Ég byrja líklega eitthvað á kvöldvöktum, og fer svo á dagvaktir um áramótin. Ég er bara ferlega sátt með það :)

Í gær var ég veik, aðeins núna, en ég er skárri.
Mér var svooo flökurt þegar ég skreið uppí í fyrradag og í gær og bað Jóhannes vinsamlegast að hreyfa sig sem minnst í rúminu.
Núna er ég bara með bakverk, magaverk, hausverk, hálsbólguverk og rifbeinsverk ---- punktur.

Jóhannes er núna að vinna á fullu í Bónus í Hvergerði. Honum líkar það vel held ég. Allaveg kvartar hann ekki.

Sigurgeir Heiðar er á leikskólanum með Súsí og Kisuna, Súsi er mörgæs og Kisa er tígrisdýr. Þau verða ekki skilin að í bráð. Hann fer EKKERT án þeirra.
Þegar við erum búin að borða kvöldmatinn okkar, þá tekur Sigurgeir Heiðar sig til  setur Súsí við borðið og byrjar að gefa henni að borða. Ég er alltaf á leiðinni að þvo hana, en ég næ henni ekki af honum.
Ég er búin að bjóða honum að setja Súsí í bað (þvottavélina) dugar ekki, en ef að HANN fær að setja hana í bað (þvottavélina) "jjjjaaaaá, nei" fæ ég alltaf a heyra.
Ég þarf bara að nota "Plan B", á samt ennþá eftir að finna út hvað það er ;)

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.
Ég ætla að henda inn einni mynd af Sigurgeiri Heiðari og Súsí. :)

040

 

 Súsí verður sko ALLTAF að fá sæng og kodda líka!!


Fínasta helgi að baki :(

Líðandi helgi var virkilega skemmtileg.
Á laugardeginum fórum við upp í sveit að heimsækja þau gömlu og grísina tvo.
Fljótlega eftir að við komum lagði Sigurgeir Heiðar sig. Hann var orðinn virkilega þreyttur. Á meðan kíktum við Jóhannes á ömmu og afa. Þau voru bara hress og kát.
Þegar við komum yfir fór ég að spjalla við mömmu sem var að sauma úti í húsi og Jóhannes fór að spjalla við Sigrúnu systir.
Ég og mamma komumst að því samkomulagi að við ætluðum að hafa kjúkling í kvöldmatinn, ég fór inn og tók 3 heila kjúklinga úr frystinum.
Svo settumst ég og Jóhannes fyrir framan sjónvarpið og horfðum á mynd.
Um hálf 4 leitið fundum við Jóhannes til kaffi fyrir kallana sem voru úti í fjósi að vinna.
Mamma var orðin þreytt á því að hafa Sigurgeir Heiðar sofandi svo að hún vakti hann.
Við borðuðum smá og fórum svo í "múmú" (Dodge) að leita að Rúsínu (lamb).
Við fundum hana ekki.
Þegar við komum heim fórum við með Sigurgeir Heiðar til ömmu og afa í heimsókn.
Svo fórum við heim og fórum fljótlega í fjósið.
Ég hef nú alveg gert margt skemmtilegra en að fara í fjósið sko..
Eftir það fórum við inn og fengum okkur kjúkling að borða... óóóógeðslega góður! Enda sprakk ég næstum því í gær!!!
Við vorum komin heim um hálf 10 - hálf 11.
Sigurgeir Heiðar fór að sofa.
Við horfðum á mynd og fórum svo bara að sofa.. enda bæði dauuuuðþreytt!!

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar rólegur.
Ég reyndar eitthvað slöpp, með hausverk, magaverk, bakverk og rifbeinsverk.
Jóhannes er búinn að vera ferlega góður við mig í dag, hann er líka búinn að taka slatta til.. æjj hann er svo mikið krútt þessi elska.
Ég launaði honum greiðann með því að elda handa honum ótrúlega góðann mat.. Fisk í Bernessósu :)

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra.. þarf að hringja í múttu og biðja hana að ráða fyrir mig einn draum :D
Endilega kommentið :D


Hvernig er þetta að fara með þig ??

Hvernig er kreppan að fara með þig ?

Ég er með alveg svakalegann kvíða, sef illa á nóttunni og grenja bara út í eitt á daginn..

Hver er tilbúinn til að veita mér smá hjálp ??? 


Ég hata slúður!

Í gær lenti ég í því að strákur sem að ég þekki mjög vel var að slúðra um mig!

Ég var að tala við annann strák úr sveitinni minni, þegar að hinn kemur til okkar.

Sveitastrákurinn fer að spurja hvort að við gætum reddað honum dópi.
Ég segist ekki getað það því að ég hefði engin sambönd.
Þá segir hinn strákurinn "Víst veist þú um dóp, þú ert í neyslu, þú ert að díla (selja)..
Sveitastrákurinn horfir á mig, og trúði þessu mæta vel.
Ég labba í burtu þegar ég var búin að leiðrétta mitt mál.
Svo er ég bara inni að dansa þegar að sveitastrákurinn kemur að mér og segir "ég er með pening, geturu reddað mér einni kúlu eða 1 grammi.
Ég vissi ekki hvað ég átti að segja.
Þá hafði hinn strákurinn haldið áfram að slúðra.
Ég segist bara ekki vita um neitt, að ég sé enginn díler, og ef ég væri það þá væri ég löngu farin því að þarna inni væru löggur "undercover" sem var engin lýgi.
Hann suðar og suðar, vildi með engu móti trúa mér.

Ok. Ég var ekki sátt því að ef að fólk hefði heyrt þetta þá hefði lygasagan komin svona *smelli fingrum* útum allt, því að þú veist alveg hvernig Selfoss er.

Ef að mamma mín hefði frétt þetta þá hefði ég verið í DJÚPUM SKÍT  því að það er sko EKKI auðvelt að sannfæra mömmu.. það er örugglega auðveldara að ... tjahh, ég veit ekki hvað! 

Ef að þessi saga fer eitthvað áfram þá er barnaverndarnefnd komin heim til mín, ég missi mjög líklega Sigurgeir Heiðar í hendurnar á ónefndum aðila, og ekki vil ég það.

Ég er líka ekki sátt með hinn strákinn, því að hann vissi vel að ég væri ekki í neyslu, ekki að selja eða neitt.. Ég er ekki innan um dóp hvern dag.. svo ég viti! 

Jæja.. þetta gengur ekki... ég ætla að fara að sofa :D

 Tek það einu sinni en fram að ég er EKKI í neinni neyslu eða kem nálægt dópi!!!!

amfetamin_small

 Ekki minn skítur sko!

 

 

 


Hvað af þessu ætti ég að gera?

Ætti ég að : 

Vera heim, horfa á mynd, vera í tölvunni og rotna úr leiðindum ?

Fara á 800Bar á Selfossi, þar er Dirty Night. Stelpur í búrum, léttklæddir barþjónar, erótísk mynd á breiðskjá og gefins smokkar. Dj Óli Geir leikur fyrir dansi.

Fara í Hvíta Húsið þar sem að Land og Synir leika fyrir dansi.

Hvað finnst ykkur?

 


Leiðinlegar - skemmtilegar - krúttlegar fréttir.

etta blogg mun bæði innihalda krúttlegar fréttir og leiðinlegar fréttir.Ég ætla að byrja á þeim leiðinlegu svo að við getum brosað útaf þeim seinni.

Ég var rekin frá Subway!Ástæðan var víst sú að ég var mikið að fara til tannlæknis, læknis og í bankann.Líka það að ég hef þurft að fara heim með veikt barn.
Hann datt eins og þið munið á leikskólanum og fékk heilahristing, hann gubbaði á leikskólanum og ég náði í hann og fór með hann heim!
 Hvernig í ósköpunum átti ég að geta sinnt mínum bankamálum þegar ég var að vinna frá 8-4 ? .. eins og kannski glöggir menn vita, þá lokar bankinn klukkan 4!
Ég er virkilega reið og ég er virkilega sár!Mig langar að öskra!Ég var loksins búin að ná nánast almennilegum tökum á mínum sjúkdóm.,., sem er kvíði.Núna er ég með bullandi kvíða og líður ömurlega! Mig langar ekkert að gera.. mig langar að leggjast bara í rúmið mitt og sofna hinum langa svefni!!!

 

En núna að skemmtilegu fréttunum.Ég var í klippingu í dag. Ég lét klippa á mig háann kamb.. set inn mynd neðst í bloggið.

æji, ég hef þetta bara endann ;) 

20081002220308_1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband