Fínasta helgi að baki :(

Líðandi helgi var virkilega skemmtileg.
Á laugardeginum fórum við upp í sveit að heimsækja þau gömlu og grísina tvo.
Fljótlega eftir að við komum lagði Sigurgeir Heiðar sig. Hann var orðinn virkilega þreyttur. Á meðan kíktum við Jóhannes á ömmu og afa. Þau voru bara hress og kát.
Þegar við komum yfir fór ég að spjalla við mömmu sem var að sauma úti í húsi og Jóhannes fór að spjalla við Sigrúnu systir.
Ég og mamma komumst að því samkomulagi að við ætluðum að hafa kjúkling í kvöldmatinn, ég fór inn og tók 3 heila kjúklinga úr frystinum.
Svo settumst ég og Jóhannes fyrir framan sjónvarpið og horfðum á mynd.
Um hálf 4 leitið fundum við Jóhannes til kaffi fyrir kallana sem voru úti í fjósi að vinna.
Mamma var orðin þreytt á því að hafa Sigurgeir Heiðar sofandi svo að hún vakti hann.
Við borðuðum smá og fórum svo í "múmú" (Dodge) að leita að Rúsínu (lamb).
Við fundum hana ekki.
Þegar við komum heim fórum við með Sigurgeir Heiðar til ömmu og afa í heimsókn.
Svo fórum við heim og fórum fljótlega í fjósið.
Ég hef nú alveg gert margt skemmtilegra en að fara í fjósið sko..
Eftir það fórum við inn og fengum okkur kjúkling að borða... óóóógeðslega góður! Enda sprakk ég næstum því í gær!!!
Við vorum komin heim um hálf 10 - hálf 11.
Sigurgeir Heiðar fór að sofa.
Við horfðum á mynd og fórum svo bara að sofa.. enda bæði dauuuuðþreytt!!

Dagurinn í dag er búinn að vera frekar rólegur.
Ég reyndar eitthvað slöpp, með hausverk, magaverk, bakverk og rifbeinsverk.
Jóhannes er búinn að vera ferlega góður við mig í dag, hann er líka búinn að taka slatta til.. æjj hann er svo mikið krútt þessi elska.
Ég launaði honum greiðann með því að elda handa honum ótrúlega góðann mat.. Fisk í Bernessósu :)

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra.. þarf að hringja í múttu og biðja hana að ráða fyrir mig einn draum :D
Endilega kommentið :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma var orðin þreytt á því að hafa Sigurgeir Heiðar vakandi svo að hún vakti hann.


HA?????????

mamma/gamla/mútta/grísamamma (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:48

2 identicon

Hef ekkert að kvittza um men.
En segji bara takk fyrir mig .. það var gaman að kíkja í bælið ykkar Jóhannesar og LOKSINS sjá Sigurgeir Heiðar! xD
Svo verður þú og koma að sjá "hreiðrið" okkar Munda :)

Unnur Edda (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:43

3 identicon

Kvittikvitt. ;)

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 00:34

4 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

kvitt vkitt. gott að helgin var þér og þínum góð

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 15.10.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er gott að vera í foreldrahúsum

Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband