.... :)

Ég er svo innilega ekki með neitt til að blogga um þessa dagana. Kannski það helsta að segja frá hvernig helgin hefur verið ?

Á laugardaginn vorum við Jóhannes bæði að vinna. Ég búin klukkan 17 og hann kominn heim um 19.
Þá fórum við í mat til tengdó, fengum alveg geggjaða Hot wings. Gæti étið þá alltaf!
Fórum svo bara heim með Sigurgeir Heiðar. Horfðum öll smá á sjónvarpið, unginn fór að sofa fljótlega eftir það.
 Ég fór aðeins á Selfoss með Maríu vinkonu, kíktum fyrir utan Hvíta Húsið þar sem að hljómsveitin Buff lék fyrir dansi.
 Hittum þar t.d. Gest, Finn og Gísla. Gestur orðin svolítið spenntur því að verða pabbi, hann er nú samt svolítið stressaður drengurinn. Gísli var nú eiginlega bara haugadrukkinn greyið.
 Gísli og Gestur sátu inni í bíl hjá mér og Maríu og voru að spjalla smá. Allt í einu öskrar Gísli, opnaðu hurðina, það eru slagsmál, ég opnaði fyrir honum hurðina (það var barnalæsing).
 Gísli stökk út og aldrei slíku vant til að stoppa slagsmálin. Slagsmálin urðu til með þeim hætti að tveir pólverjar löbbuðu út úr HvítaHúsinu til að fara að reykja. Annar þeirra spurði strák sem heitir Raggi um eld. Raggi brást eitthvað illa við því og byrjaði að kíla pólverjann. Hann kíldi hann tvisvar í höfuðið með þeim afleiðingum að Pólverjinn datt, eftir að hann var dottinn sparkaði Ragga tvisvar til viðbótar í höfuðið á honum.
 Pólverjinn lá þarna í snjó steinrotaður. Dyraverðirnir löbbuðu að honum, klöppuðu á kinnina og sögðu "er allt í lagi með þig"?
 Ég skrúfaði niður rúðuna og bað þá um að fara með hann inn því að hann fengi líklegast lost af því að liggja þarna. Þeir voru nú ekki beint á því.. ég fór út, talaði við þá og hjálpaði þeim að hlúa að honum. Löggan kom og þá rankaði hann við sér.

Ekkert meira með það.
 Gísli kom heim með mér af ballinu og svaf hérna um nóttina.

Við skutluðum honum heim daginn eftir, ss. sunnudag. 

Við stoppuðum aðeins við uppi í sveit, og fórum svo heim.

Annars er lítið búið að vera að gerast hjá okkur.

Ég er búin að vera að sauma hjá Eyju og Jóhannes búinn að vera að vinna.

Látum þetta gott heita í bili :) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband