Fínasti dagur....

So far...

 Þó svo að ekki sé liðið langt á daginn hefur hann byrjað bara ágætlega.
Ég vaknaði klukkan hálf 8 til að koma Sigurgeiri Heiðari í leikskólann. Auðvitað ætlaði ég að fara að vekja drenginn, og átti ekki von á góðu. Mér til mikillar undrunar var drengurinn ekki í stóra rúminu, hann var ekki í litla rúminu, ekki undir rúmunum, ekki á gólfi, ekki við endann á rúminu.
 Ég snéri mér í nokkra hringi og klóraði mér í hausnum, ákvað því að fara fram og athuga þar. Þá lá minn bara steeeeeeiiiiiinsofandi í sofanum. Með sængina, Súsí og Kisu.
Jóhannes var ekki farinn þegar þetta var. Hann stóð úti að skafa af bílunum, í nístandi kulda, nem grílukerti hangandi úr nefinu... nei, ok, ekki alveg kannski. En honum var samt kalt.
 Ég klæddi drenginn sem var ekki morgunfúll í þetta skiptið, dreyf hann í snjóbuxur og úlpu, stígvél, húfu og vettlinga.
 Við brunuðum á leikskólann þar sem auðvitað var tekið vel á móti honum.

Ég skaust heim til Eyju til að fá kæfu, gulrótarmarmeðlaði og rifsberjahlaup.

Fór svo heim, ristaði mér tvær brauðsneiðar. Smurði þær með smjöri og setti ost ofan á. Þegar ég ætla að fara að fá mér rifsberjahlaup stóð krukkan eitthvað á sér. Ég skellti henni undir vatn og opnaði svo, það fór vel.
 Ég helti mér eplabrazza í glas, tók mér disk og setti brauðið þar á. Settist við eldhúsborðið og snæddi minn morgunmat. Ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið fínasti morgunmatur, þó svo að mér sé svolítið flökurt núna Sick

Ég vona heitt og innilega að þessi dagur verði bara hann fínasti :)

Vona að þið munið eiga góðann dag líka.

Kveðja, Ólöf Anna B.

 

snjokallarsong

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigðu góðan dag skvís!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

innlitkvitt og knús þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:03

3 identicon

Ok dagurinn er löngu liðinn hjá þér svo ég segji bara.. Vona að dagurinn hafi verið góður :)

Unnur (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband