Færsluflokkur: Bloggar

Titillaust!

Ég nenni ekki að skrifa frá allri helginni, en ég vil samt segja að þetta var æðisleg helgi og ég vil þakka öllum sem komu á systkinamótið. Þetta var frábært :)
En já, við fórum í sund á laugardeginum og ég tók mynd af prinsunum mínum, alveg eins og ég gerði fyrir nákvæmlega sléttu ári!
Læt þær flakka með :D

 

      Þessi er tekin í ágúst 2007.
20071015142801_13.jpg



Þessi er tekin í ágúst 2008.      
 519_634123.jpg


 

 

 

 

 

 


 

 


Bara skondið!!

Ég er allavega búin að hlægja nóg... nú er komin að ykkur. 


Fínasta helgi bara!

Af einhverju leiti er ég fegin að helgin er að verða búin. Þetta er búin að vera mjög góð helgi, en ég er svakalega þreytt.

 

Á laugardeginum fórum við í "deidi mín" eða sveitina mína eins og hann Sigurgeir Heiðar vill hafa það.
Vorum þar í eina nótt. Það var ferlega kósý. Finn það að það er eiginlega alveg nauðsynlegt að komast aðeins í burtu, bara til að hlaða batteríin.

Ég fór á hestbak á Vestmann. Ég þurfti að skila hrossunum því að mamma og Sjöfn voru á hestbaki. Ég vissi að ég gæti aldrei labbað alla leiðina, sem að tekur nú ekki langann tíma en samt...
Svo að ég ákvað að fara bara á bak. Þó svo að ég hafi verið á feti nánast allann tímann varð ég samt fljótlega slæm í bakinu. Svo er ég ekki frá því að ég hafi hrækt blóði.

Í dag fór ég að vinna á Hótel Geysi frá hálf 11 - 14. Það var fínt. Hef ekkert unnið síðan slysið varð.
Svo rúlluðum við á bakkann. Þá fór ég að vinna í sjoppunni hér. Var þar frá hálf 5 - 10. 
Fann sko þá að ég er alls ekki tilbúin til að fara að vinna. 
Frá svona 7 var ég frá í bakinu, átti erfitt með að sitja og átti erfitt með að standa. Hefði bara viljað liggja.

Ég finn svakalega mikið fyrir því hvað ég hef lítið hitt Sigurgeir Heiðar í dag. Ég sakna hans. Þó svo að hann sé bara inni í herbergi sofandi. Langar svo að leika við hann. Reyndar skemmtum við okkur ógeðslega vel á leiðinni á bakkann. Það sem var vall upp úr barninu. Enda var mikið hlegið :)

Sigrún systir kom með okkur heim... það verður fínt að hafa hana.

Næstu helgi förum við á systkinamót. Það er árlegt ættarmót hjá föðurfjölskyldu Jóhannesar. Við verðum í nýja fína tjaldinu okkar :D
Mikið vona ég að Sigrún systir komi með og ég vona líka að ég verði skárri í bakinu.

Svo er það sjúkraþjálfun á fimmtudaginn 7 ágúst klukkan hálf 12. :)

Bið að heilsa ykkur í bili.

Góða nótt :* <3 


Svakalega svekkjandi.

Ég er orðin veik!

Með hausverk, magaverk, bakverk, nefrennsli, hálsbólgu og þar fram eftir götunum!

  Sólin í gær og í fyrradag gerði útaf við mig held ég. Fékk jújú eins og vanalega þessar fallegu blöðrur á handleggina. Sem betur fer klæjar mig ekki mikið. 

Þegar ég er veik langar mig mest að liggja uppi í sófa, hafa það "kósý", horfa á teiknimyndir og drekka ískalt kók light.

Mig langar t.d. að horfa á:

smurf Strumpana.

En þó ekki brennandi strumpa.

 

 

 

 

 

 

pippi Línu Langsokk.

Ef að einhver á gömlu þættina þá má sá hinn sami endilega hafa samband.

Sakna þeirra alveg svakalega!! Crying

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að þetta sé svona aðallega það sem mig langar að horfa á.! :D

  Um helgina vorum við búin að plana að fara í útilegu með Möggu og co og Ástu og co.
En heyrðu nei nei.. það varð ekkert úr því!:(

Góða helgi :)

 

 

 

 


Þú veist að það er árið 2008 þegar... ...

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.



2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.



3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á Facebook .



4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara
á takkann á sjónvarpinu.



6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.



7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.



8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.



9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.



10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.



11. Svo hlærðu af heimsku þinni.



12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu...
Aha ekkert svona fyrst að þú féllst fyrir þessu.


Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!

En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun.

Helgin senn á enda....

Jæja... þá er helgin að enda.

Á föstudaginn fórum við skötuhjúin með afkvæmið í útilegu. Við skelltum okkur á Tjaldsvæðið við Faxa sem er í Biskupstungu, mamma og pabbi eiga það ;)
Við fengum húsbílinn þeirra lánaðann. Þetta var voðalega notarlegt. Vorum reyndar bara eina nótt því að mig langaði á ball og Jóhannes að kafna úr ofnæmi. Fórum bara heim og ég skellti mér á ball.

Upphaflega ætlaði ég að vera driver, en svo fékk ég einn sopa þar og einn sopa hér, bara svona til að "finna keiminn".... það endaði með því að ég fann driver og datt hressilega í&#39;ða. Það var aðeins um slagsmál þarna, bróðir minn stóð aðallega fyrir þeim.... en sá sem að hann var í því að berja, hann átti það eiginlega bara skilið. ... förum ekkert nánar útí það.
Ég kom heim um 5 í nótt, vakti Jóhannes og sagði honum aftur og aftur að ég hafi verið að pissa. ... Blush

Vaknaði svo um hálf 3 í dag... EKKERT búin að gera síðan þá.... eeeen ég er að fara að elda ;)

  Við erum að spá í að fara í útilegu með Möggu og co næstu helgi (versló helgina), í nýja fína, stóra tjaldinu okkar. Það er 3 herbergja íbúð, með góðri forstofu. Geta 6-9 manns sofið í því... Ég get staðið í því ;)

 Jæja... ég er farin að huga að matinum og drengnum :)

Hvað á svo að gera um versló? 


Skemmtilega vitlaust starfsfólk.

Við fórum í Olís á Selfossi í dag, í lúgu.!
Við ætluðum að fá okkur pulsu, ég og strákurinn.
Ég bað um grillpulsu með kartöflusalati og öllu nema hráum.
Hann kom með beikonpulsu.
Svo sagði ég að ég hafi pantað grillpulsu. Ok, það virkaði, nema að hann gaf mér ekki sinnep.. Fæn, nennti ekki að pirrast og borðaði pulsuna.
Svo kom hann með pulsuna fyrir strákinn, ég bað um venjulega pulsu með tómat og steiktum... hann kom með pulsu með tómat og sinnep! Svo bað ég um sykurskertann eplasvala, hann kom með venjulegann. Svo loks kom hann með sykurskertann, en EKKI MEÐ RÖRI!!

Hafið þið lent í svona starfsfólki?

Og við kvörtum??

... yfir umferðinni á Íslandi

3923450-lg þetta er Rússland.

...yfir því hvað er erfitt að rata á Íslandi11 Þetta er Rússland.

...yfir veðrinu á Íslandi
Hurricane_Isabel_Gal Þetta er fellibylurinn Isabel.

...yfir því hvað við erum svöng
hungerÞetta er Gladys Williams.

Af hverju erum við alltaf að kvarta, ég veit ekki betur en að við lifum mun betur en margar aðrar þjóðir.

Æji, ég er pirruð....

Hættu að kvarta og þegiðu!!!!

Ólöf Anna.


Búið að panta....

ég er að spá í að leggja bara af stað strax... svo mikill er spenningurinn :D

Ég ætla að svara spurningunum sem að komu í athugasemdunum í seinasta bloggi.

Sporðdreki: Við verðum hjá mági mínum og svilkonu í "Columbia, South Carolina". Þau eru að flytja þangað í ágúst. Við lendum í Boston og verðum líklega þar eina nótt og förum svo til þeirra.

Ása Ninna: Ég eiginlega dauðvona að ég fái íslensk jól! Annars fer ég ekki!!

Brúnkolla: Ég er kvíðin vegna þess að ég á 2 ára dreng sem stoppar ekki, hann hleypur útum ALLT, er aðallega stressuð upp á flugið að gera!

Kata: Þér að segja, þá mun ég EKKI sakna skötunnar!

Við fljúgum út þann 15 desember og komum undir miðnætti til Boston, þar verðum við líkleg að gista og komum svo 16 til Kötu, Þóris, Eydísar og Eyþórs.

Svo eigum við bókað heim 30 desember þannig að við komum að morgni gamlársdags heim. Þá ætla ég, vonandi við upp í sveit og hafa það gaman með gamla settinu :)

 Bjarni, hinn mágurinn ætlar að athuga hvort að við fáum að vera eitthvað í strandhúsinu í Alabama, ef ekki, þá verðum við hjá Kötu og co.

Ég var eitthvað að spyrja tengdamömmu hvernig veðrið yrði þarna úti, hún bjóst við kulda... svona 15-20 stiga hita!! Mér finnst það nú eiginlega bara heitt!

En já, ég kem með ferðasögu þegar ég kem heim!!

Fatta það núna, að ég tala eins og ég sé að fara bara á eftir!:D 


Þá er það eiginlega bara ákveðið!

Í gær sátum ég, tengdamamma og svilkona mín sveittar fyrir framan tölvuna að reyna að finna eins ódýrt far og við mögulega gætum ...........................................................

                                          TIL BANDARÍKJANA!!!!
 
já, það er eiginlega bara alveg klappað og klárt að við förum þangað um jólin. En 2 af 3 börnum tengdaforeldra minna búa þar.!
Við verðum hjá þeim um jólin. Ég hlakka til en ég er svakalega kvíðin.
 
En ég er eiginlega bara alveg sannfærð um það að þetta verður svakalega gaman! Mikið hægt að versla og svona... Ekki það að ég sé þessi "verslunar píka."
 
úff.. ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa... ég er ennþá að melta þetta.
Læt svo vita þegar það er búið að ákveða hvenær við förum og svoleiðis :D
 
Segðu mér kannski eitt...
Hvernig eru amerísk jól?! 
 
kv. Ólöf Anna :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband