www.morgunfúll.is

Sonur minn er með smá sjúkdóm, ekkert alvarlegann, en þetta er virkilega leiðinlegur, en samt fyndinn sjúkdómur, hann er haldinn morgunfýlu.
Ég sé það ekki gerast að þessi morgnfýla batni eitthvað með aldrinum, en ég er dauðhrædd um það að sjúkdómurinn versni bara.
Ætli hann lagist ekki svona í kringum, fimmtugt?

Af okkur er nú ekki mikið að frétta, ég er komin með vinnu (JEY) á Snæland Video á Selfossi. Það er mjög fínt.
Ég byrja líklega eitthvað á kvöldvöktum, og fer svo á dagvaktir um áramótin. Ég er bara ferlega sátt með það :)

Í gær var ég veik, aðeins núna, en ég er skárri.
Mér var svooo flökurt þegar ég skreið uppí í fyrradag og í gær og bað Jóhannes vinsamlegast að hreyfa sig sem minnst í rúminu.
Núna er ég bara með bakverk, magaverk, hausverk, hálsbólguverk og rifbeinsverk ---- punktur.

Jóhannes er núna að vinna á fullu í Bónus í Hvergerði. Honum líkar það vel held ég. Allaveg kvartar hann ekki.

Sigurgeir Heiðar er á leikskólanum með Súsí og Kisuna, Súsi er mörgæs og Kisa er tígrisdýr. Þau verða ekki skilin að í bráð. Hann fer EKKERT án þeirra.
Þegar við erum búin að borða kvöldmatinn okkar, þá tekur Sigurgeir Heiðar sig til  setur Súsí við borðið og byrjar að gefa henni að borða. Ég er alltaf á leiðinni að þvo hana, en ég næ henni ekki af honum.
Ég er búin að bjóða honum að setja Súsí í bað (þvottavélina) dugar ekki, en ef að HANN fær að setja hana í bað (þvottavélina) "jjjjaaaaá, nei" fæ ég alltaf a heyra.
Ég þarf bara að nota "Plan B", á samt ennþá eftir að finna út hvað það er ;)

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.
Ég ætla að henda inn einni mynd af Sigurgeiri Heiðari og Súsí. :)

040

 

 Súsí verður sko ALLTAF að fá sæng og kodda líka!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Bara krútt drengurinn þinn. dóttir mín átti teppi með fullt af myndum af bangsímon, hún svaf ekki án þess og var ALLTAF með það, en þegr að hún hætti á bleyju og að nota snuð og pela þá fór teppið líka. svo núna er alltaf spennandi fyrir mig hvað hún leyfir mér að hafa upp í á kverju kvöldi, það er ekki skárra þegar að þau skipta stannslaust um uppáhald. heheh .

hafðu það gott og tilhamingju með vinnuna.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 17.10.2008 kl. 13:47

2 identicon

En hvað hann er mikið yndi litla gersemið þitt :)
Ég átti einmitt eitthvað svona "öryggisteppi" .
Það var bangsi sem var líka taska PÍNU lítil en ég HEIMTAÐI alltaf að taka hann með mér í sund þó ég kæmi rétt svo sundbolnum mínum í hann.
Hann hét Kalli og ég á hann enn ! xD

En jám . Til hammó með vinnó. Ertu s.s ekki enþá að vinna á Subway?

Unnur (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:20

3 identicon

haha rétt að vona að þetta batni með aldrinum ,nú einsvo þú lýstin honum þá held ég það sé ekki hægt að vera með verri "morgunfýlu" hehe ;) en heyrií þér elskan;*

María (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband