Uppgjör helgarinnar.

Jæja.. þá ætla ég að reyna að skrifa eitthvað um þessa langþráðu helgi :)

Á föstudeginum milli 9 og 10 fórum við mamma að sækja hestinn sem að ég fór á á móti safninu. Fórum með hann út í gerði og hann beið þar :)
 Um 1 leitið fórum við mamma á Kjóastaði að sækja 3 önnur hross sem að Sigrún, Ólöf og Dagmar fóru á.
 Um 3 leitið fórum við galvaskar af stað. Vorum komin tæpa 500 metra frá húsinu þegar að frænkan og mágkonan þurftu að pissa.... Þoli ekki kvenfólk og áfengi.. alltaf mígandi..
Þær fengu að pissa.. svo héldum við áfram á móti safninu. 
 Rúmlega kílómeter frá húsi var Dagmar orðin mígandi full... Shocking Hún er sko ekki lengi að þessu.
Við mættum safninu rétt við Kjarnholt. Þar snérum við við og héldum í átt að réttunum. Ég gafst fljótlega upp á hrossinu sem að ég var á, við eigum klárlega ekki skap saman. Hann ætlaði alltaf að fara að prjóna með mig og þannig vesen. Þannig að ég hitti Sjöfn og fékk Vestmann hjá henni. Það gekk mikið betur.
  Undir lok þessa dags var ég farin að finna heilmikið á mér Grin 

Fór svo bara að sofa um 10 leitið til að mæta í réttir daginn eftir. 
 Um nóttina dreymdi mig svo fallegann strák.. hann hét Erik. Vaknaði svo við Dagmar að vekja mig :(

Á laugardagsmorguninn klæddi ég mig og fór yfir til ömmu og afa í morgunkaffi... mmmm það er svooo gott :) 
 Mætti svo í réttir eftir að vera búin að blanda búsið ;);)

Gísli(litli) bróðir var orðinn ansi fullur innan við klukkutíma með sinni 70/30 blöndu. Ég hins vegar ákvað að fara aðeins hægar í þetta... enda klukkan bara 9. 
Réttirnar gengu algjörlega slysalaust fyrir sig.
Við fengum nýja hestinn okkar. Hann Mannskaða-Rauð. Þrátt fyrir nafnið reið ég honum heimog hafði gaman af. Þæginlegur og góður hestur.

Um kvöldið fór ég svo á ball með Jóhannesi, Gísla, Dagný, Dagmar og Ólöfu. Það var ógeðslega gaman framan af, ég orðin ansi vel kennd. Þangað til að ég kíkti út.... þá voru slagsmál úti. Ég þurfti auðvitað að blanda mér í það, þar sem að ég nú þekkti fólkið. 

Það var ss þannig að strákurinn gekk berserksgang og lamdi konur og menn. Auðvitað var það ekkert hægt, og þá kom Skúli Steins djúníor til bjargar, hann stoppaði drenginn og við ætluðum að koma honum inn í bíl. Ég hélt hurðinni opinni til að opna betur svo að Skúli gæti hent honum inn... Þá ákvað drengurinn að sparka í hurðina og hendin á mér varð á milli. Ég að sjálfsögðu brjálaðist en lamdi hann nú ekki. En ég hins vegar jós yfir honum orðin. Stundum er það verra, en í þessu tilfelli var mér skítsama...
 Á endanum komum við honum inn í bíl, og settum barnalæsinguna á (sem að við hefðum ekki átt að gera) því að drengurinn braut rúðuna á bílnum.
 Ég hringdi svo í lögguna, og þær komu fljótlega.

Ef að ég á að gefa einhverjum hrós þá fær Skúli Steins djúníor það. Hann stóð sig svo vel, og því hefur álti mitt á honum hækkað allverulega.

En það sem að ég græddi eftir helgina voru margar flísar úr höndinni, fillerý, drama og hross.

Ég er sátt við allt nema drenginn. 

 Ég blogg betur seinna þegar ég er komin úr umbúðum og búin að sofa almennilega úr mér :)

Kveðjur frá  8 finger Ólöf :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Átss ég vona að sár þín grói fljót

Sporðdrekinn, 15.9.2008 kl. 02:14

2 identicon

Mér finnst nú alltaf að vín og hestar fari ekki vel saman:( Ekki skemmtileg samsetning það fyrir greyi hestana!

En gaman samt að þú varst ánægð með réttirnar:)

Kata (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband