Mení mení mení njúv þíngs!

 Marg búið að gerast.

* Við keyptum afmælisgjöf fyrir Sigurgeir Heiðar. Hann fékk gullfallegt Winther þríhjól. Hjálm, vatnsbrúsa, bjöllu og bubba byggir flautu á hjólið frá gamla settinu í sveitinni :) Innilegar þakkir fyrir það:)

* Sigurgeir Heiðar náði að detta á fá skurð á eyrað. Þurfti ekki að sauma, en þetta er miður fallegt :(

* Sigurgeir Heiðar fór í fyrsta skipti í leikskólann í viku. Búinn að vera ferlega veikur. Með hita í 8 daga. Ekki gaman það.

* Ég á enn eftir að kaupa afmælisgjöf handa Jóhannesi. Spurning um að fara til Reykjavíkur á miðvikudaginn og redda því :)

* Við/ég komin með hund. Gullfallega labrador/rottweiler tík. 2 ára og heitir Dimma. Hún er drauma hundur. Hún minnir mig á Týru gömlu sem var í sveitinni. Dimma er rosalega hlíðin. Hún reyndar geltir á ókunnuga sem koma að húsinu, en það er það eina sem er "pirrandi" við hana. Hún kann að sitja, liggja, vera dauð, vera kjurr, heilsa og grípa. Minnir að það sé ekkert meira. :) Hún er bara draumur :)

* Vikan er búin að vera rosalega erfið. Jóhannes á næturvöktum og ég ekkert að vinna útaf því að Sigurgeir er búinn að vera svo veikur. Þetta er ekkert grín sko ;)

 * Sigurgeir Heiðar er kominn með púst. Hann er sem sagt með kvefastma. Þarf að fá púst amk 2 á dag. Það er sko ekkert grín að gefa honum það. hann öskrar og gargar. Örugglega svona köfnunar tilfinning sem hann fær. Ég skil hann mjög vel.

* Litlu skrímslin hennar systur minnar komu aftur eina helgina. Það var mjög gaman. Þau fóru á hestbak, í eitthvað svona flug dæmi. Mjög gaman. Þau fengu svo Lasagne í kvöldmatinn :) Það var mjög gott :) Gaman að fá þau í heimsókn. Hvenær koma þau næst Sæunn?

* Núna í vikunni ætlum við að fara að venja hann á venjulegt rúm. Ég kvíði því svolítið. En þetta gengur örugglega (að lokum). Spurning hvað það tekur langann tíma ca.

En ég er alveg ferlega dofin í hausnum núna. Er með hausverk og kvef. ! Get bara ekki bloggað. !

Bið bara að heilsa þér :)

Set inn eina mynd af Dimmu minni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað hún er falleg! Mig langar svo í labrador *snökt*...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:20

2 identicon

æji sæta.. :) og drullaðu þér svo norður ;)

heba (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband