Færsluflokkur: Bloggar

Ég fíla þetta..

Stöð 2 bíó, stöð 2+, stöð 2 bíó+ og Sirkus var allt í einu dottið út hjá okkur.

Ég hringdi því í 365 og spurði af hverju það væri, hann sagðist sko ætla að kippa þessu í liðinn og þetta yrði komið eftir svona ca 20-30 mín.

Núna er það komið, ásamt ÖLLUM stöðvunum sem eru inni á skjánum, ég fíla það.
Ég hringdi í Jóhannes og sagði:

 "hæ, veistu hvað, ég er að horfa á Kerrang"

 "já, (þögn), ha??? ég er að koma heim og horfa bæ"

Kerrang er tónlistarstöð sem hann elskar.

HEYRÐU NEIII! stöðvarnar eru dottnar út núna!!! Djöfulsins helvítis bögg er þetta maður!!

O weelll.. þýðir víst ekki að fást yfir því.

Ég fer að vinna í Hvíta Húsinu í kvöld. Á móti sól eru að spila. Hlakka pínu til :)

Svo á morgun er afmælisveisla hjá systurdóttur minni. Það er í keflavík. Nenni ekki að keyra, en ég ætla samt að gera það. Svo í bakaleiðinni pikka ég Hafliða upp. Hann ætlar að kíkja í heimsókn til okkar, vera kannski yfir nótt eða tvær. Ég er ansi spennt fyrir því.

Nenni ekki að blogga.

Ólöf Anna


Litli strákurinn minn er ennþá lítill.

Já, ekki tókst sú heiðarlega tilraun til að láta hann sofa í venjulegu rúmi, hann ýmist kom fram, hrundi fram úr rúminu, náði að láta grindina pompa og ég veit ekki hvað og hvað. Við tókum því á það ráð að fá lánað ferðarúmið hjá tengdó, því að okkur minnti að það væri dýpra. Það er ekki dýpra, komumst að því í morgun, og ég fékk staðfestingu á því áðan þegar hann ætlaði að fá sér daglúrinn sinn.

Ég var eitthvað að vesenast úti á palli og heyrði eitthvað hljóð, var ekkert að velta því fyrir mér neitt frekar, svo heyrði ég tölthljóð, leit inn og þá var drengurinn kominn fram, hlaupandi, og skæl brosandi LoL
Ég þurfti því að taka á það ráð að leggjast hliðina á honum, í mitt rúm, og hindra það að hann kæmist upp úr rúminu, það tók hann ekki nema ca. 10 mín að fatta það að hann mætti ekki fara upp úr rúminu og að hann ætti að fara að sofa. Hann sofnaði fyrir rest Smile

Klukkan 10 í morgun hringdi síminn, það var hann Heimir, hann lenti í einhverjum vandræðum með móður sína, hún ætlaði að klippa hann en fór að klippa annað fólk, hann spurði hvort það væri ekki í lagi að hann og Marinó Týr (fóstursonur hans) mættu ekki kíkja til okkar, þá vorum ég og Sigurgeir Heiðar á leiðinni út að labba og leika. Þeir ákváðu að koma bara með okkur.
Við reyndar lékum ekki mikið, heldur fórum við heim til tengdó, ætluðum í sandkassann hjá þeim, en enduðum víst á að fá ógeðslega góða súkkulaðiköku.

Svo héldum við heim, þeir röltu með okkur heim, og fóru svo í klippinguna sem þeir áttu. Ég og Sigurgeir Heiðar hins vegar fengum okkur syndsamlega góðu kjúklingasúpuna og svo fór hann að sofa.. já, með fyrrgreindu veseni.

Jóhannes er á hljóðblablabla námskeiði í Reykjavíkinni.
Ég fer að vinna í nótt, frá 23.30 til guð má vita hvað.
Sigrún systir kemur til okkar á eftir.

Þetta verður örugglega skemmtilegur dagur :)

Ólöf Anna.

 Drengurinn er ca svona núna ;)


Litli strákurinn minn að verða stór.

Í kvöld verður gerð heiðarleg tilraun á því að látra drenginn sofa í venjulegu rúmi, einn.

Í morgun þegar ég vaknaði til að klæða hann og knúsa hann, stóð hann í rúminu og var að reyna að henda sér yfir. Sem betur fer kom ég nógu fljótt að honum til að stoppa hann.

Hann hefur einu sinni hent sér yfir, en varð ekki meint af, þá var hann uppi í sveit og það var mömmu vandamál að hugga hann, því að honum brá víst ógurlega mikið.

Við þurfum bara að ná í rúmið niður í geymslu, setja það saman og kvíða svo fyrir kvöldinu, ég ætla að fara með hann út að leika þegar hann kemur heim úr leikskólanum til þess að hann verði alveg svakalega þreyttur ;) Þá sofnar hann strax :)

Ég ætla að gera dýrindis pottrétt í matinn í kvöld. Hef aldrei gert hann áður, en sú sem að ég fékk uppskrifina frá eldar hann að meðaltali 3 sinnum í viku, þá hlýtur hann nú að vera góður :)

 Sonur minn ER töffari!

Ólöf Anna.


Narfur!

Mig langar að setja inn mynd af hljómsveit sem bar nafnið Narfur.
Eitt besta bílskúrsband suðurlands, að mínu mati.

Þeir hafa tekið þátt í músíktilraunum 3 sinnum, í gær var 3 skiptið sem þeir tóku þátt, þetta var líka 3 skiptið. Þeir fóru ekki í keppnina með þeim hug að vinna þessa keppni, heldur til að hafa gaman og skemmta öðrum, sem þeir heldur betur gerðu :)

Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að "stela" myndum af þeim á netinu, héðan og þaðan.
NJÓTIÐ!

 Teitur söngvari og gítarleikari.

 Steini gítarleikari.

 Vigfús Ægir (Fúsi) bassaleikari.

 Gunni Fiðla, fiðluleikari.

 Skúli Gísla, trommari.

 
Svo er hérna logoið þeirra sem að Alma Ösp Árnadóttir gerði, en hún er unnusta Vigfúsar :)

Ég kvef Narf.. í bili vonandi :)

Ykkar verður sárt saknað!

Ólöf Anna.


Brúnkolla....

Hvar ertu? Ég nánast sakna þín! Crying Að lesa bloggin þín, lesa kommentin frá þér. Án þín er ég ekki neitt.

Hvað sem því lýða verð ég að halda áfram að lifa lífinu.

Í gær fórum við á músíktilraunir. Það var mjög gaman. Narfur komust ekki áfram þrátt fyrir frábæra framistöðu.

Áður en við fórum á músíktilraunir ákvað ég að hringja í gamlann vin, var rosalega smeik við það eitthvað, en ákvað að slá til.

"Halló"

"eeee hæ, hver er þetta"

"Haffi, er þetta Lóla"

"eee já"

"HHHHHÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ ekkert smá gaman að heyra í þér blablabla"

"Sömuleiðis"

Mér leið eins og hænu að hitta ungann sinn? er það góð samlíking? æjjj, mér leið allavega eins og belju sem er ný sloppin út á vorin.

Við spjölluðum í tæpar 20 mínútur. Hann er edrú, og búinn að vera það í tæp 2 ár! Hann á lítinn strák sem er ekkert smá fallegur, hann er að meikaða!!

Mér leið ekkert smá vel, og mér líður ennþá vel núna. Eða réttara sagt líður mér vel á köflum, mér er illt í maganum, ég er kvíðn fyrir restinni af mánuðinum. Við eigum svo litla peninga, hvernig komumst við af? Ég er samt sem áður alveg handviss um að við deyjum ekki, við eigum bæði frábæra foreldra sem að eru tilbúin til að gera nánast allt fyrir okkur. Svo er ég svo heppin núna að vera stundum svolítið löt að taka úr frystinum.. þannig að það er "hellingur" af mat í frystinum sem meðal annars nýtist okku líklega mjög vel um páskana :)

Ég þoli ekki kvíða, þetta er hundleiðinlegur sjúkdómur. Í október eða nóvember síðastliðin blússaði hann aftur upp hjá mér, búin að vera "laus" við hann síðan ca 2005. Ég er búin að fatta af hverju hann kom upp, en ég ætla ekki að segja það hér.
Ég fór til geðlæknis, mér fannst hann ekki hjálpa mér neitt. Það hjálpar mér ekki neitt að vita hvernig hann fékk rauða bindið sem hann var með þennann dag og svo framvegis. Ég tek það fram að ég fór í fleiri en bara einn tíma. :)
En ég ætla nú ekki að tala meira um kvíðann.

Nenni ekki einu sinni að blogga meira.. er að spá í að fara að sækja Sigurgeir Heiðar bara á leikskólann fljótlega :)

Ólöf Anna.

 Sætastu í heimi!! <3


Sko mína!

Í kvöld gerði ég eitt sem ég hef ekki gert leeeengi!

 

Ég, Jóhannes og Teitur fórum út að labba, löbbuðum nú ekki langt, en þetta var rosalega næs :)

 

Á morgun verða Músíktilraunir. Við ætlum að reyna að fara og styðja okkar stráka... Narf. :) Þetta er bara spennó sko ;)

En já, þetta blogg var aðallega bara til að segja hvað ég var dugleg ^^

Ólöf Anna Heilsugarpur :)


Bíðuru mér almennilega og vel borgaða vinnu?

Bíllinn minn ákvað að vera með leiðindi aftur. Ég er farin að halda að ég sé soddan böðull á bíla.

Fór ekki í gang, fór í gang... keyrði ca 100 metra, drap á sér, dó alveg úti í kanti. Það var á laugardaginn.
Í dag þurfti ég að koma honum á Toyota umboðið á Selfossi. Ég var búin að fá mann til að draga mig, eeeen þegar ég kom í bílinn þá fór hann í gang. Ég keyrði hann uppá Toyota, skildi hann eftir þar og fékk lánaðann bíl hjá þeim, þeir eru alltaf jafn almennilegir þarna :)

Mig vantar aðra vinnu sem er ógeðslega vel borguð.  Ég er að reyna að hugsa hvar ég gæti sótt um, einhversstaðar þar sem ég fæ góð laun.
Einhverjar hugmyndir?

Ég var að vinna í Hvíta Húsinu á laugardagskvöldið... Blússandi stemming miðað við það hvað það var fátt fólk.
Ekki nema 120 - 130 manns í húsinu... samt gaman :)

Ég eldaði gómsæta grýtu í kvöldmatinn, það kláraðist nánast allt sem er góðs viti myndi ég halda :)
Eftir það fór Sigurgeir í bað. Hann pissaði 2 í baðið og kúkaði svo í það :( Og ég var ekki búin að þrífa hann... o well. Hann hafði gaman að þessu :)

Nenni innilega ekki að blogga meira.

Ólöf Anna.


Það var logið að mér þegar ég var barn....

Og ég held hefðinni áfram og lýg að barninu mínu.

Þegar ég var ung og sæt sveitastelpa var stöku sinnum svið í matinn. Ég var örugglega ekkert frábrugðin öðrum börnum og vildi alls ekki borða lömbin mín (kindurnar). Móðir mín gamla tók því á það ráð að segja mér að þetta væri api.
Mér fannt það greinilega öllu skárra og borðaði "apana" með bestu lyst. Eins og ég hefði aldrei fengið að borða áður skilst mér.

Einhvern tíman seinna var súpa í matinn. Blómkálssúpa, sveppasúpa, þetta hljómaði greinilega ekki nógu vel fyrir mig, en gíraffasúpa og fílasúpa hljómaði mun betur og ég borðaði "gíraffasúpuna" með bestu lyst.
Ég man meira að segja ennþá eftir þessu atviki.

Núna þurfti ég að grípa til örþrifaráða, ég eldaði grjónagraut.
Sonurinn vildi sko alls ekki sjá það að borða hann. En þegar ég tjáði honum það að þetta væri "Stubba-búðingur" (eins og Stubbarnir borða), þá borðaði hann meira en ég. Hann borðaði leyfarnar mína, hann bjó til 3 heimstyrjöldina. Hann var svo góður þessi "Stubba-búðingur", hann sullaðist út um ALLT eldhús því að syninum fannst þetta svo gott. En það er í lagi að það gerist, bara að hann borði.

Segið svo að Stubbarnir geri ekki sitt gagn.
Sigurgeir meira að segja dansaði "búmmbúmm dansinn". Hann er ótrúlega spes, hann fellst aðallega í því að hrista rassinn. Sem og Sigurgeir gerði með glæsilegum tilþrifum.

Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra.

Ólöf Anna Stubba-búðings meistari.


Ég hef eignast vin!

stars.jpg stars image by mewelynstars.jpg stars image by mewelyn

 Í leikskólanum sem ég er að vinna á er strákur sem að er hræddur við mig, þolir með ekki og vill ekkert tala við mig.
Ég var að skipta á krökkunum, og þurfti því að skipta á honum líka.
Ég gekk að honum, hann fór að gráta.
Ég tók hann upp, hann öskraði, sló og sparkaði.
Ég lagði hann á skiptiborðið.
Þegar hann var að draga andann ákvað ég að nota tækifærið og spurja hann út í beljurnar sem að afi hans á. Það vill þannig til að ég þekki afa hans og mömmu hans.
Þegar ég sagði "Hvernig eru kýrnar hans afa" sá ég fæðast bros. Ég var ekkert smá ánægð.
Refstina af deginum lékum við saman og brostum að hvoru öðru, við hlógum og fífluðumst.
Mér leið vel.

GOOD.jpg FRIENDS image by STEPHCANALES

Augað mitt er ekkert að skána. Jóhannes setti smyrslið í það i gær og ég sofnaði með það í auganu. Ég held að það sé allt í lagi, bara gott held ég meira að segja. Svo þegar ég vaknaði í morgun var augað mitt límt saman, það lak endalaust úr því.
Í dag fékk ég hausverk sem ég tel hafa komið út af auganu. Það er svakalega vont að liggja.
Mér leið ekki vel.

Ég held að ég og Brúnkolla séum orðnar góðar vinkonur :)

Ólöf Anna.

stars.jpg stars image by mewelynstars.jpg stars image by mewelyn


Brúnkollan góða og augað mitt!

Augað mitt er að drepa mig.
Mig svíður, mig klæjar, mér er illt og mér líður illa, ég er bólgin, ég er með gröft!
Ég er að verða brjáluð á auganu mínu.
Spurning um að skafa það úr með skeið eða nota straujárn til að taka þar úr til að brenna fyrir sárið í leiðinni?

Brúnkolla!!
Já veistu, til að forðast allt vesen og leiðindi þá verð ég nú að segja það að ég hata beljurnar heim hjá gamla settinu.
En það er án gríns miklu meira spennandi að mjólka aðrar beljur.
Þetta er alveg eins og að finnst ógeðslega leiðinlegt að taka til og þrífa heima hjá sér, en það er miklu skemmtilegra að gera það heima hjá öðrum.
Kannski er það bara ég.
Er það bara ég?

Mamma.
Auðvitað er ég að perla eina belju til að hengja upp í herbergið hans Sigurgeirs Heiðars. Þar sem að það er einhver búinn að heilaþvo greyið! angry.gif Angry image by fay_alexa

 

cow.jpg COW image by ryansasped4
Brúnkolla, þekkir þú þessa/þennann?

Ólöf Anna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband