Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2008 | 20:42
Ég Hata Beljur!
Komiði blessuð og sæl.
Mig langar að segja ykkur frá helginni sem er að líða.
Á föstudeginum fór ég upp í sveit til að horfa á leikritið sem pabbi er að leika í. Leynimelur 13 heitir það. Þar fer pabbi með hlutverk Jónasar læknis ef ég man rétt. Þetta var ágætt leikrit. Hef séð þau betri og hef séð þau verri.
En áður en ég fór á leikritið neyddist ég til að fara að mjólka með múttu. Það var svakalega leiðinlegt. Ég hata beljur, naut, kvígur og kálfa. Vil helst bara útrýma þeim. Ég gerði meira að segja heiðarlega tilraun til þess að "láta þær hverfa". Þegar ég kom inn í fjós hef ég greinilega ekki lokað hurðinni nógu vel. Gamla settið er með mjalta bás þannig að það þarf að reka þær til og frá. Þegar við vorum að reka þær inn á básana sína hafa þær stokkið út. Ég fór svo upp til að gefa einum kálf pela og ákvað að loka hurðinni þar sem það var ferlega kalt þarna inni. Svo kallaði ég á mömmu og spurði hana hvort það vantaði ekki beljur hingað inn. Hún opnaði hurðina og þar hringsnérust þær og vissu EKKERT hvað þær ættu að gera. En ég hefði sko notað tækifærið og hlaupið langt langt í burtu þar sem að innipúkinn ÉG gæti ekki einu sinni verið svovna lengi inni. En þetta blessaðist að lokum þegar við vorum búnar að reka þær inn.
Ég svaf uppfrá um nóttina, en var vakin klukkan 8 þegar mamma gargaði inn um herbergishurðina "ég er að fara, ég er að fara". Ég þoli ekki þegar ég er vakin svona. Sem minnir mig á það að einu sinni tók ég á það ráð að teypa niður ljós kveikjarann/slökkvarann þegar þau gömlu voru á "kveikja ljósið" skeiðinu þegar ég var vakin. Það virkaði einu sinni.
Við mamma lögðum af stað á Selfoss korter í 9. Sem þýðir að ég hefði getað sofið 43 mínútum lengur þar sem það tekur mig ca 2 mín að klæða mig.
Jóhannes tjáði mér það að hann væri búinn að bjóða fólki heim. Gissur og Rúnar komu um 6 leitið og ég ákvað að það væri kannski bara ágætt að elda mat fyrir liðið. Ég eldaði kjötbollur, spagettí og sósu. Þeim fanst það gott, en mér fanst það ógeð! Kannski voru þeir bara að sýna kurteisi.
Teitur og Arnar Páll komu svo eftir Eurovision. Eftir það skutlaði Jóhannes Gissuri og Rúnari heim, Teitur og Arnar fóru með honum. Svo komu þeir aftur hingað, það var spjallað. Ég Teitur og Arnar kíktum á Rauða Húsið. Þar voru Hreimur úr Landi og Sonum og Vignir úr Írafár að halda uppi stemmingu. Þetta var ágætt kvöld.
Í morgun vaknaði ég með bólgið auga, hor í nös og hausverk, samt var ég edrú í gær
Mér er ógeðslega illt í auganu, er ennþá bólgin, og er að fá skuggalega mikið af stýrum.... vakandi....
Bara leiðinlegt.
Mig langar að vita hvað er að auganu mínu.

Hef þetta gott í bili.
Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.2.2008 | 15:27
Helgin.
Helgin er búin að vera æðisleg hjá okkur mæðginum. Jóhannes var að vinna en Sigrún systir kom til okkar til að halda okkur félagsskap.
Það er búið að skúra, taka til, þvot þvotta, taka til úti, lita, leika, lesa, elda góðann mat, borða góðann mat, og svo margt í viðbót við það. En það sem stóð líklega uppúr hjá prinsinum var að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Það finnst honum algjört æði.
En það hafa líka komið leiðinlegir tímar núna um helgina.
Þegar Sigurgeir Heiðar vaknaði í morgun fann ég svakalega vonda lykt inni í barnaherbergi.
Svo tók ég drenginn upp og byrjaði að klæða hann úr náttfötunum. Tók svo um bakið á honum og fann eitthvað sem ég vissi að átti ekki beint að vera þar. Þá leit ég á bakið á honum, horfði á alla bakhliðina á honum, svo á rúmið og á sængina. Hann hafi fengið niðurgang um morguninn. Það voru hægðir útum ALLT! í rúminu, sænginni, bleyjunni, fötunum, á mér út um ALLT! Það tók mig ca 10 mín að þrífa hann og mig. Skellti honum svo í stólinn sinn og hann fékk Serjós í morgunmat. En þá þurfti ég að fara að henda í þvottavél.
Svo vildi drengurinn endilega fara að sofa. Ég ákvað að leifa honum það. Hann sofnaði. En vaknaði fljótlega aftur hóstandi og grátandi, svo stuttu síðar heyrðist ælu hljóð. Hann hafi ælt.
Ég er búin að skipta 3 eða 4 sinnum um samfellu.
Ég gaf honum stíl og hann er rokinn frá til að leika. :) Gott að hann er samt hress. Allt í lagi að vera veikur og hress en að vera veikur og vælinn, þá er það í lagi :)
Við erum að fá fólk í mat í kvöld. Mamma og Pabbi ætla að koma. Sjitt sko!
Já, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja meira.
Held ég bloggi bara seinna.
bleble!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 20:06
Slapp hún eða ekki?
Í dag er Valentínusardagur. Ég vaknaði í morgun, ekkert svakalega hress, með leiðindi í maganum og með höfuðverk.
Svo mundi ég það allt í einu að það er Valentínusardagur í dag.
Ég hoppaði framúr rúminu og kveikti á tölvunni (kveiki aldrei svona snemma á henni). Skellti mér inná spjallið á barnalandinu góða, varpaði þar inn umræðu og spurði hvernig maður bakaði skúffuköku (nennti ekki að leita í bókaflóðinu hérna heima). Þar fékk ég hina stórgóðu uppskrift. Sagði við Jóhannes að ég ætlaði að baka skúffuköku, hann grunaði ekkert.
Ég hófst handa og stóð sveitt við að baka. Skellti annari umræðu á barnalandisspjallið hvort ég ætti að smyrja formið eða ekki, barnaland gellurnar voru ekki allar á sama máli og ákvað ég að gera smá tilraun og smyrja það ekki. Ég er með svona sílikonform sem ég fékk í jólagjöf. Á meðan kakan var í ofninum sat ég fyrir framan ofninn og beið eftir að kakan yrði tilbúin með hnútinn í maganum.
Kakan var bökuð, ég tók kökuna úr ofninum, rétt gleymdi að setja á mig ofnvettlingana, hefði getað stórskaðast. Innan tíðar þegar kakan hafði kólnað örlítið hófst ég handar við að taka kökuna úr forminu, ég fór eins varlega og ég mögulega gat. Kakan datt varlega úr forminu á brettið, í heilu lagi Kakan slapp og ég skar út hjarta, setti kremið á, reyndar aðeins of fljótt. Kakan smakkaðist vel sagði Jóhannes. Brosið mitt stækkaði og mér leið vel.
Jóhannes fór á Selfoss í dag. Kom sko færandi hendi. Hann hafí keypt handa mér bangsa sem hélt á hjarta, kerti og nýja diskinn með Landi og Sonum. Ég varð himinlifandi og kyssti hann og knúsaði.
Í kvöldmatinn eldaði ég læri eða eitthvað, gerði kartöflur (skornar í báta, kryddaðar og bakaðar), salat og ýmiskonar meðlæti. Sitjum við svo núna, 2 í sófanum og Sigurgeir Heiðar farinn að sofa. Við erum öll södd og sæl og ánægð með daginn :)
Til hamingju með daginn allir.
Ólöf Anna kveður að sinni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2008 | 16:55
Mikki refur vs Sigurgeir Heiðar.
Sigurgeir Heiðar er alveg farinn að ná Mikka ref. Ýlfrar eins og Mikki, með hendurnar eins og Mikki.
Hann var að horfa á Dýrin í Hálsaskógi í gær eins og flesta aðra daga. Ég var að vaska upp á meðan. Svo allt í einu kemur drengurinn hlaupandi til mín, tekur í hendina á mér, bendir á sjónvarpið og segir "Mamma, Mikki lúlla". Þá var Lilli klifurmús að syngja vögguvísu og Mikki sofnaði. Ég mátti sko alls ekki missa af því :)
Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.2.2008 | 20:54
Valentínusardagurinn nálgast.
Valentínusinn nálgast.
Mig langar að gefa Jóhannesi eitthvað fallegt, en veit ekki hvað það ætti að vera.
Þetta er þriðji valentínusardagurinn okkar saman.
Fyrst gaf ég honum ekkert, svo gaf ég honum hring. Svo núna er ég aaalveg pikkföst! Veit ekkert hvað er sniðugt.
Vona að ég finni eitthvað fallegt handa ástinni minni.
Ætla líka að gefa Sigurgeiri Heiðari eitthvað, því að ég elska hann svo ótrúlega mikið.
Fallegasta barn sem ég hef átt og hef séð. (líklega því hann er eina barnið sem ég á)
Er að spá í að gefa honum málningu og pensla og finna einhver föt fyrir hann til að mála í.
Hann ELSKAR að mála, gargar alltaf "móla".
Hef þetta ekki lengra að sinni.
Þakka fyrir rósina Komaso, fallegt af þér :)
Þú færð rós fyrir að gefa mér rós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 20:57
Rósirnar ykkar.
Þessi rós er til Denna frænda míns sem dó úr krabbameini.
Hugsa stöðugt um hann. Vildi að ég hefði þekkt hann betur :* <3
Unnur Betty á þessa. Sakna þín óendanlega mikið :* <3
Guðlaug langamma mín fær þessa. Finnst það sárt en finnst það gott að þú fórst. Þú fékkst það sem þú vildir. Þú ert þottþétt með Denna og langaafa þarna hinum megin að hlægja að fjölskyldunni.
Gola, merin mín fær þessa. Hún fær svarta rós því að hún var eiginlega svört á litin.
Það eru svo margar rósir sem mig langar til að gefa.
Bjarni, Gunnar, Anna Margrét, fullt fullt af fólki.
Guð geymi ykkur öll <3
Ólöf Anna.
Bloggar | Breytt 12.2.2008 kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2008 | 20:47
Margt nýtt.
Það er magt og mikið búin að gerast síðan síðast. Ætla mér að hafa þetta punkta-blogg.
* Sigurgeir Heiðar fékk aftur barkabólgukast. Á aðfaranótt fimmtudagsins síðastliðins. Fórum með hann á sjúkrahúsið og þar fékk hann friðarpípu og stera töflu. Ég svaf lítið sem ekkert um nóttina og fór því ekki í vinnuna á fimmtudeginum.
* Við hjúin ákváðum að hafa sameiginleg (kallar maður það ekki það?) fjármál. Eða sameiginlegan fjárhag? Úff. er ekki nógu vel að mér í bankamálum.
* Við keyptum okkur bíl í dag. Keyptum bílinn hans Gísla bróður. VW Golf. Ógeðslega flottur, geggjað góður.
* Ég tók mig til og þreyf eldhús skápana hjá mér, raðaði í þá og lokaði. Ekkert smá mikill munur. Vona að þetta haldist svona
* Við fórum á þorrablót hjá Kumbaravogi. Ég skemmti mér konunglega... minnir mig Fór meira að segja upp á svið að syngja. Man ekki hvaða lag, en man ég fór þangað.
* Ég er komin með eitlabólgu aftur :( Ógeðslega fokking vont! Finn svo til í hálsinum, get varla kyngt.
Nenni alls ekki að blogga lengur.
Ólöf Anna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2008 | 11:39
Það leynist lítill ofbeldismaður í Jóhannesi!
Alltaf fréttir maður eitthvað nýtt. Það "addaði" mér hljómsveit á Myspace. Fílaði hana alls ekki og gerði því "Deny". Svo allt í einu byrjar Jóhannes.
Jóhannes: "Sko á ég að segja þér"
Ólöf: "jeee sjör" Bjóst við leiðinlegum samræðum um hljómsveitir og tónlist.
Jóhannes: "Þessi xxxxxx í bandinu er svo mikill fáviti"
Ólöf: "núnú"
Jóhannes: "Hann er eini maðurinn sem ég hef ráðist á... án þess að kíla" *hefur ekki ráðist á neinn nema hann.
Ólöf: "heyrðu jáaa, segðu meir" *orðin frekar spennt sko!*
Jóhannes: "æjj ég var sko að vinna með honum og við vorum að tala um fangaverði og ég skaut því inní að mamma mín væri fangavörður. Hann spurði svona hneikslaður hvort það væru kvenkynsfangaverðir þar. Og ég nottla bara já! mamma er þar allavega. Þá sagði hann "kvenkynsfangaverðir eru bara klefahórur" og ég nottla án þess að hugsa, snéri mér við, tók utanum hálsinn á honum lyfti honum upp á hálsinum og tók hann niður og hann bara "nei ekki mamma þín sko, ekki hún."
Þannig dæmi ég það að það sé smá púki í Jóhannesi.
En svo skil ég ekki heldur af hverju þetta band "addaði" mér því að bróðir minn lamdi einu sinni einn meðliminn í kelssu! :( Á ég bara öfbeldishneigða fjölskyldu?
Sé þessar óspekktir svolítið svona fyrir mér..
Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2008 | 19:13
My little pumpkin!
Ég á lítinn graskersstrák.
Í dag er öskudagur. Var að vinna í dag á leikskólanum, mætti í pilsinu með bleiku doppunum sem ég ætlaði upphaflega að sauma sem buxur á Jóhönnu litlu frænku minni en gerði aldrei. Endaði svo með að systir mín saumaði pils fyrir grímubúning. Mér fannst það svo töff að ég notaði það bara sem djammpils. Ég fíla það í tætlur!
Í leikskólann mættu margir krakkar í hinum ýmsu grímubúningum. Besti búningurinn sem ég sá bar ung lítil stelpa, fædd í apríl 2006. Hún mætti sem djöfull/púki. Algjört krútt!
Sigurgeir Heiðar var grasker. Algjört krútt. Mætti í leikskólann í búningnum, kom reyndar ekki heim í honum en fór fljótt aftur í hann því að við fórum á grímuball á félagsheimilinu Stað hérna á bakkanum.
Eins og ætlast var til er drengurinn orðinn alveg DAUÐ þreyttur! Er búinn að "borða", er svo núna bara að fara inn í rúm að sofa svo hann geti mætt hress á leikskólann á morgun.
Ég ætla að enda þetta hér. Svo er ég að spá í að henda inn einni mynd af graskerinu mínu fallega.
Ólöf Anna B.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 17:40
Karlmenn, hættið að kvarta.
Ég ætla ekki að skeita einhverjum penum orðum inní dónaorðin. Læt allt flakka sem á að flakka.
Karlmenn, viljiði plís hætta að kvarta! Karlmenn kvarta mánaðalega yfir því að konur fara á túr, því að þá geta þeir ekki fengið að ríða. Vilja aldrei ríða vikurnar á undan, en akkúrat þegar konan er á túr kvarta þeir sig sárann. Eins og þeir hafa aldrei gert neitt annað.
Konur fara á túr, karlmenn fara á kvarttúrinn.
Af hverju völduð þið ykkur konu? Þið vissuð alveg að hún færi á túr. Af hverju völduð þið ykkur ekki bara karlmann, vitandi það að þeir fara ekki á túr.
Þið getið bara kennt sjálfum ykkur um! Og hananú!
Ég veit að ég er ekki sú eina sem talar um þetta ;)
Oooog.. ég er ekki femínisti!
-Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)