Er föstudagurinn 13 í dag eða???

Ég vaknaði í morgun og skutlaði stráknum mínum í leikskólann.
Svo fór ég í  mína vinnu og gerði það sem að ég gat.  Um korter yfir 9 var hringt í mig frá leikskólanum og mér var sagt að drengurinn hafi dottið af stól og skall fast með hnakkann í gólfið.. Spurðu mig hvort að hann hafi verið eitthvað slappur um helgina, því að hann sat bara og starði út í loftið, grét svo og starði svo bara meira.

Ég fór því úr vinnunni og sótti hann, með hjartað á þriðja hundraðinu og tárin í augunum. Á leiðinni hringdi ég í lögregluna og sagði þeim hver staðan væri og ég væri að keyra yfir löglegum hraða, en ég færi ekki hraðar en ég treysti mér, ég keyrði hraðast á 140 km/klst.
 Kom á leikskólann og spurði þær hvenær hann hafi dottið, þá datt hann svona korter yfir 8. Ég vissi ekki hvort að ég ætti að hlæja eða öskra... hefði vitanlega viljað að þær hringdu í mig um leið og hann datt.
 Fór svo bara á sjúkrahúsið á Selfossi og hann var skoðaður þar. Fékk líklega vægann heilahristing, sem betur fer. Svo fórum við bara heim og hann lagði sig.

Þegar við vorum stopp á Subway til að tala við hana Röddu ákváðum við bara að fá okkur að borða. Mamma kom svo og borðaði með okkur.

 Ég stóð úti og var að fylgjast með drengnum, kemur þá ekki sjúkrabíll með sírenur og læti, á flegi ferð. Nokkrum sekúndum eftir hringir síminn hennar mömmu, Afi í "Lollalö" (Þorlákshöfn) hringdi og sagðist hafa hringt á sjúkrabíl því að amma gamla hneig niður.
 Hún var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur, og fór í rannsóknir þar.
Læknarnir komust að því að hún væri með of mikið af kalsíum í sér. Hún sem sagt var með kalsíum skort og fór að taka vítamín, bara greinilega aðeins of mikið.

 Ætli það komi eitthvað meira fyrir í dag?

Vonandi ekki *svitn* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna Brynjarsdóttir

já ég veit með svefninn... læknirinn talaði um 4-6 tíma... hann sofnaði eftir 4,5 .. en þá var hann orðinn ógeðslega þreyttur.

Takk fyrir knúsið :) 

Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 15.9.2008 kl. 22:03

2 identicon

Elsku dúllurnar mínar. Þetta hefur ekki verið góður dagur:( En þá getur maður líka hugsað sem svo að næsti hljóti að verða betri:) Ég er viss um að bæði Sigurgeir Heiðar og amma þín verða orðin eins og nýslegnir túnskildingar þegar þau vakna í fyrramálið.

En mig langar rosalega að vita hvað lögreglan sagði eiginlega þegar þú hringdir í þá!

Knús og kreist, Kata.

Kata (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:09

3 identicon

Vona að allt sé í lagi með litla sæta gaurinn, knús á þig

..... (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Já það er ekki gaman af þessu. Gott samt að þú fórst beint með strákin og lést ath hann, höfuð högg eru alltaf slæm. það er einmitt hálfurmánuður í dag sem að ég var í þessum sporum, eða dóttir mín datt í leikskólanum á höfuðið og fékk heilahristing og kostaði okkur nótt að sjúkrahúsinu sem var ekkert svo slæmt. En skondið að það skildi heldur ekki vera strax hringd í þig, það var líka svoleiðis í mínu tilfelli, nema hún datt um 10 leitið um morgunin en var ekki hringt í mig fyr en korter fyrir 4 þegar að ég var hvort eðer að fara að sækja hana. (smá pirringur þar). En gott að þetta slapp samt allt fyrir horn hjá þér. kv Svala

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 16.9.2008 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband