9.9.2008 | 19:44
Langaði bara að benda á það að .......
Það eru bara 3 dagar í að ég fer á móti safninu og 4 dagar í réttir :D
Eins og þið kannski sjáið, þá er ég að tapa mér úr spenningi.
Er að gera yfirkonuna mína, hana Röddu nett brjálaða og samstarfskonuna mína, hana Ollu líka.
En mér er alveg skítsama!!! :D
Já, ég er eiginlega búin að plana þetta allt saman... Fer upp í sveit, vonandi á fimmtudaginn.
Sef þá þar. Vakna svo eldspræk á föstudagsmorguninn, fer kannski í fjósið með þeirri gömlu þar sem að sá gamli er á fjalli. Legg mig svo eftir fjós. Fer og næ í hrossin. Geri allt klárt og tek svo á móti stelpunum, svo gera þær sig klárar og ef að allt mun standast, þá er planið að leggja af stað rétt uppúr 4 á föstudeginum.
Pabbi gamli datt af hestbaki á fjallinu. Sem betur fer var það nú ekki svo alvarlegt. En hann ætlar sér ekki aftur á bak fyrr en á föstudaginn.
Það vildi svo til að hesturinn sem hann var að teyma (Skrúður) hrasaði og fældi hestinn sem að pabbi var á. Hann datt því af baki.
Hann er bara í bílnum á meðan, sem er ekki síður mikilvægt.
Vitiði, einhvern daginn ætla ég að fara á fjallið.
Þegar ég er komin á ágætis form mun ég gera það. Kannski þegar að pabbi verður orðinn of gamall fyrir þetta ;)
Sigurgeir Heiðar er ekki ennþá farinn að sofa. Hann er bara í blússandi fjöri :)
Mér finnst það svo sem allt í lagi. Hann er hvort eð er alltaf vaknaður um 7 leitið á morgnanna.
Ég hitti konu áðan sem er að vinna á leikskólanum sem hann er á. Hún fór að segja mér að hún vildi sem oftast sitja á borðinu sem Sigurgeir Heiðar situr við í matartímanum.
Ég spurði hana hvers vegna það væri.
Þá sagði hún mér það að henni þætti svo ofsalega gaman að gefa honum að borða.
Hann borðar svo fallega og borðar svo vel. Henni finnst það alltaf jafn gaman :D
Mér leið ekkert smá vel. Vitandi það að barnið er allavega ekki að svelta á meðan
En já, svo að ég komi því á framfæri...
Það eru bara 3 dagar í að ég fer á móti safninu og 4 dagar í réttir :D
Athugasemdir
fínasta blogg hjá þér ólöf anna mín:P;*
María (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.