Að sleikja sólina??

Hvaðan er þetta máltæki komið ?  Mér finnst það einmitt svo bjánalegt.
Það hefur enginn og mun enginn sleikja sólina. ! Nenni ekki að fara nánar útí það.

 

Í dag átti litla systir mín orð dagsins. Hún var að tala um hvað hún væri alltaf heppin og væri sko "lukkunnar pamfíll". Setningin hljómaði sirka svona hjá henni
"Ég er svo mikill lukkunnar pamFÍFILL" ég held að ég hafi sjaldan (ef aldrei) hlegið jafn mikið og innilega.

 Í gær fórum ég, Jóhannes, Sigurgeir Heiðar og Sigrún systir til Reykavíkur. Ég fór að kaupa mér föt fyrir brúðkaupið. Keypti mér ótrúlega fallegann kjól. Jóhannes verður í svörtum jakkafötum :) Hlakka geggjað til :)

 Hvað er hægt að gefa sniðugt í brúðkaupsgjöf.? Endilega koma með hugmyndir :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annaðhvort að fara eftir óskalistanum eða kaupa eitthvað sem þau munu pottþétt nota, t.d. vín eða eitthvað slíkt... Allavega ekki eitthvað sem þau geta kannski ekki skipt og passar engan veginn inn í það sem þau eiga... æ fattarðu mig?

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband