Vanlíðan!

Mig langar að tjá mig ógeðslega mikið.. en ég sé alltaf fyrir mér segul merki sem stendur á "það sem þú setur á netið segir til um hver þú ert" eða eitthvað þannig.. en í þessu tilfelli er mér skít *okking sama!

Ég er að springa það er eitthvað að! Ég veit ekki hvað, það er ekki bara þetta, það er eitthvað meira sem ég veit ekki hvað er, ég þarf að kafa svo djúpt inní mig til að finna það, ég reyni og ég reyni, en ég kemst ekki alla leið!
Ég hef engann til að tala við.. ok jú.. ég hef alveg fólk til að tala við, en mig langar ekki að tala um vanlíðan mína við þá sem eru nákomnir mér. Mig langar að tala við einhvern sem ég þekki ekki! Mig langar að stoppa næstu manneskju úti á götu og tala bara og tala!

Ég er líka svo áhyggjufull! Hvernig verður sumarið, hvernig mun næsti vetur ganga? Ætli við verðum ennþá í fjárhagslegum örðuleikum. Hvar verðum við næstu jól? Hérna heima, hjá foreldrum hans eða foreldrum mínum, úti í Bandaríkjunum?

Mig langar í ferðalag, en hvert getum við farið í ferðalag? Mig langar að fara með Jóhannesi og Sigurgeiri Heiðari, jafnvel mömmu og pabba, en ekki fleiri, mig langar að fá eina helgi áhyggjulausa! Mig langar út að labba! Mig langar að labba sjógarðinn, en ég get það ekki. Jóhannes er að vinna. Ég þori ekki að skilja Sigurgeir Heiðar einann eftir heima.

Mig langar að fara að sofa, en ég á eftir að fara í sturtu. Ég þori ekki í sturtu því að þá vakna ég og sofna aldrei í nótt.

Mig langar í vel borgaða og skemmtilega vinnu.
Mig langar að verða betri mamma.
Mig langar að vera betri "kona".
Mig langar að skrifa svo mikið meira, en það á örugglega enginn eftir að lesa þetta hvort eð er! En mér er alveg sama, mér líður stundum betur þegar ég skrifa og skrifa!

Mig langar í burtu!

Vilt þú tala við mig??

broken.gif broken image by cuteone_06

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ stundum er lífið svo flókið eitthvað, það sem gerir það svo bara enn flóknara er að við reynum að leysa öll heimsins vandamál á einu bretti.... virkar ekki!

Peninga erfiðleikar eru helvíti og við verðum að passa okkur á að láta það ekki stjórna okkur algerlega. Það yndislega er að þú virðist eiga bæði mann og barn sem að þú elskar svo ógeðslega mikið, það er æði!

Eftir lesturinn þinn finn ég fyrir mikilli spennu og eirðaleysi. Þú ættir að fara að venja þig á að labba eða gera einhverjar aðrar æfingar á hverjum degi. Svo er ógó gott að öskra! Best finnst mér að öskra úti í náttúrunni þar sem að enginn heyrir í mér. Ef að ég get það ekki þá er bara að troða andlitinu ofan í kodda og fá útrás!

Ég les þig mjög oft og ég vill tala við þig.

Láttu þér líða vel vina mín

Sporðdrekinn, 29.5.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég gleymdi alveg að kommenta á þetta "Mig langar að verða betri mamma.
Mig langar að vera betri "kona
"."

Það að þér skuli líða svona segir mér að þú sért bæði góð mamma og kona. Enginn er fullkominn en á meðan að við gerum okkar besta þá getur enginn beðið um meira, ekki einu sinni við sjálfar....

Sporðdrekinn, 29.5.2008 kl. 01:33

3 identicon

Elsku dúllan mín þú veist það' vel að þú getur spjallað við mig hven´r sem er og treyst mér. :(
Og ég skal koma oft í heimsókn þegar ég flyt suður, ég skal taka rúnt og heimsækja þig og spjalla. Ogef þú átt eh erfitt þá skal ég bara koma keyrandi til þín og tala. Ég skal vera þér til taks.. hringdu hvenær sem er. Ég lofa það er allt í lagi ef það er eitthvað sem þú þarft að koma út úr þér.

 En allavega ætla ekki að vera svona svakalega væmin .. ég ætla að segja bara hreint út eins og saddur selur.. ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR? þá er ég a' meina með skjálftann. Á meðan fréttir og allt það var í gangi þá gat ég ekki hugsa- um annað um hvort það væri ekki örugglegha í lagi með þig og fjölskilduna . ;*

Endilega hringdu eða eitthvað .... Væri til í að heyra í þér. Lov lov  (L)

Unnur (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 01:17

4 identicon

jáh mér finnst gaman að tala. Og svona finnst mér gaman að lesa og það er áhugavert og athyglisvert. 

Brúnkolla (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:15

5 identicon

Þú gætir lesið bækur til að dreyfa huganum.... það er léttir á huganum að lesa skemmtilegar bækur =)

Dís (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband