Gaman gaman... !

... eða þannig!

Í gær ákvað litla gerpið mitt að fara að klifra uppúr rúminu sínu. Rétt eins og þegar við klifrum yfir girðingar.
Allt í góðu með það.. Ég ákvað að setja botninn á rúminu alveg niður í gólf, því að ég taldi það frekar hæpið að hann gæti klifrað uppúr því þannig.
Allt í góðu með það..
Ég var sest fram í stofu, alveg að ná að slaka smá, nei nei, kemur ekki litla gerpið mitt fram, skellihlægjandi og segir "hæ". Ég var ekki sátt, tók hann, sagði ekki orð, horfði ekki í augun á honum, lagði hann í rúmið og fór fram.. nei, hann kemur.
Ég orðin aansi pirruð, fer að spá í því hvort að það sé ekki hægt að setja bara lok á rúmið, eða nagla fyrir neðan það, en þær hugsanir voru nú ekki hugsaðar í alvuru.
Eftir nokkur skipti sest ég bara í rúmið mitt, sit þar í sirka 2 mínútur, hann var alveg að sofna, ég sit í 1 mín í viðbót, hann var sofnaður.
Ég fór fram, ákvað að halda uppá það að hann væri loksins sofnaður, um f*kking 10 leitið, og fá mér ís!
Ég átti það sko svo sannarlega skilið!
*hnuss*

Jóhannes byrjaði í nýju vinnunni í gær, Securitas öryggisvörður, geggjað hot í búningnum, tekur sig allavegana mjög vel út í honum.
Ég rétt hitti hann áður en ég fór í vinnuna. Hann var alveg uppgefinn! Sem er nú alveg skiljanlegt. Vinna frá 20 - 08, ég væri dáin sko!
Ég var alveg viss um að það myndi sko vera alveg ferlega þæginlegt að sofa ein í rúminu, en ég gat ekki sofnað, ég sofnaði um hálf 2 leitið. Mig vantaði Jóhannes ! Heart

En jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, búin að tuða nóg.

-Ólöf Anna !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I totally know how you feel darling

Sigrún (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:00

2 identicon

vá hvað ég skil þig vel ! HATA að sofa ein þegar Mundi er að vinna seinni vakt í löggunni sem getur verið alveg til 4-5 ánóttunni.
En til hamingju til jóhannesar að hann sé komin með nýja vinnu, æði!;)
Vildi baraskilja eftir mig spor :P bææææjh!

Unnur Edda (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband