Að breytast í dömu.

Ég er ekki frá því að ég sé að breytast í dömu. Ég er alltaf að hugsa með mér í hvernig fötum ég ætti að fara á þorrablót, jólahlaðborð, partý og ég veit ekki hvað og hvað. Er að fara að sauma mér kjól. Er að fara á eftir að skoða kjóla og fullt af fötum. Núna vantar mig bara almennilega skó til að vera í við kjólana mína.

Sá ógeðslega flott pils á netinu.

 Kostar reyndar alveg 10.950 kr :( mér finnst það ógeðslega flott!

Ég er nýbúin að kaupa mér jakka. Kostaði ca 6000 minnir mig. Var á útsölu.

Sko.. þannig að allt í allt þá er ég:
Farin að spá í fötum og skóm.
Farin að elda á hverju kvöldi (duglega húsmóðirin).
Orðin Snyrtipinni 2.
og ég veit ekki hvað og hvað.

Ooo.. ég er loksins að verða daman sem foreldrar mínir pöntuðu :D

Lady Ólöf Anna.


Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó.

Já. Ekki ætlar'ann að hætta að snjóa. Snjóar og snjóar eins og 'ann hafi ekki gert neitt annað í gegnum tíðina. En það þýðir víst ekki að röfla neitt um það.
Það er allt troðið í snjó í Bláfjöllum, en þau eru ekki opin vegna skorts á starfsfólki. Alltaf vreið að tuða um það í fréttunum, ár eftir ár að það sé aldrei snjór þar. Svo loksins þegar snjórinn kemur, þá vantar fólkið þangað.

Ég var með tannrótarbólgu og fór til tannlæknis á þriðjudaginn. Svo var ég næstum því sofnuð í stólnum þegar aðstoðarkonan hún Sólrún fór að tala um Mugison. Þoli hann alveg ekki. Þannig að ég vaknaði. :( En það var ágætt að fara til tannsa. Er samt ennþá með ógeðslega mikla verki. Fór svo á læknavaktina í dag, og læknirinn vildi meina að ég væri með sýkingu þannig að hann gaf mér sýklalyf sem heita Kaavepenin. Svo gaf hann mér líka Voltaren Rapid sem er bólgueyðandi og verkjastillandi.

Aðfaranótt miðvikudagsins vaknaði Sigurgeir Heiðar grátandi. Hóstaði eins og hann væri með þessa líka ljótu hálsbólgu, en þegar hann talaði var hann ekkert rámur. Svo heyrðist mér líka kurra í lungunum hans. Þannig að ég hringdi í lækinn sem var á vaktinni og hann vildi fá hann STRAX! Við fórum með hann og læknirinn skoðaði hann. Sigurgeir ógeðslega þreyttur og grét bara úr þreytu. Læknirinn vildi meina að hann væri með Barkabólgu. Sem er sýking/bólga í slímhúð í barka. Það er ekkert hættulegt, en óþæginlegt. Sigurgeir fékk friðarpípu (hahaha finnst það alltaf jafn fyndið) og steratöflu. Hann var sko alls ekki sáttur með töfluna, og því síður sáttur með pípuna. Við þurftum að sprauta vatninu og töflunni uppí hann. En núna er hann mjög góður, aftur kominn litur á hann. Hann fer svo bara á leikskólann á morgun.

En guð minn almáttugur hvað hann er óstjórnlega frekur. Grætur og öskrar úr frekju.

Ég held ég láti þetta gott heita í dag og fari bara að sofa.. þarf að vakna um 7 leitið til að koma gríslingnum á leikskóla.

-Ólöf Anna.

 


Snjór meiri snjór.

Já það er sko snjór úti. Vöknuðum í morgun og óverdósuðum í snjó! Ég hef aldrei séð svona ógeðslega mikinn snjó á Eyrarbakka.

Þegar afkvæmið vaknaði í morgun og leit útum gluggann hrópaði hann yfir sig "NÓI" sem þýðir "Snjórinn". Bara gaman af því.

Veður mennirnir segja að sá snjór sem kominn er sé bara helmingurinn af því sem á eftir að koma. Það er nottla bara stuð, eða samt ekki.

Er að rifja upp gamlar minningar.
Ég man eftir því þegar snjórinn náði upp á fjósþak. Það var alltaf svo ógeðslega gaman þegar ég, Gísli og Sæunn vorum að leika okkur að hlaupa upp á þakið og hoppa niður, renna okkur og hlaupa aftur upp.
Ég man líka þegar ég og Gísli fórum útí Nátthaga. Það var áður en túnið var stækkað, það kom alltaf ótrúlega mikil og stór brekka. Þá stunduðum við Gísli það að fara þangað, hoppa niður, klifra upp (sem var oft mjög erfitt), renna niður, hrinda hvoru öðru. Oooo það var svo gaman.
Svo man ég líka eftir því þegar ég og Sæunn vorum að koma inn úr fjósinu, þá var snjór, stór skafl milli húsanna, við Sæunn lágum þar, horfðum á stjörurnar og sungum Maístjörnuna. Sæunn var með fjólubláu skotthúsuna.
Svo man ég líka eftir því í þau ófáu skipti þegar við grófum okkur snjóhús (áður en túnið var stækkað).

Ég sakna barnæskunnar.


Óverdós.

Er sennilegast að fara að óverdósa á Bonjela kremi.

Mér tókst að brjóta tönn. Og núna er ég komin með ógeðslega sára verki. Búin að éta Parablabla í allann dag og var að setja GOMMU af Bonjela kremi á mig.
Sársaukinn dofnar ekkert, en kinnin á mér dofnar svona líka helvíti vel.
Kemst til tannlæknis á morgun klukkan 10 í fyrramálið. Ég er skíthrædd við tannlækna og fíla þá alls ekki, en ég vild frekar þjást í klukkutíma en marga klukkutíma. Þetta er svo svakalega sárt. Viljiði plís senda mér samúðarkveðjur?

Tannpínukellingin!


Ólöf án titils.

Fann engann titil á þetta blogg.

Fékk símtal í dag frá Unni Eddu. Hún var að taka þátt í "Bandinu hans Bubba" henni gekk ógeðslega vel að eigin sögn. Dómararnir að dilla sér og alles. Seinast þegar ég vissi var það góðs viti. Vona að henni gangi ógeðslega vel. Hún á það alveg skilið.

Er búin að vera að vinna í dag og hanna kjólinn minn í huganum. Tengdamóðir mín kæra ætlar svo að hjálpa mér að sauma hann. Hann verður bara flottur sko! Svo tek ég mynd af mér í honum og varpa hér inn. Ætla sko ekki að segja hvernig hann á að vera. Það skemmir spennuna.

Heyrðu já vá.. Ég hringdi í mömmu áðan til að spurja hvernig Sigurgeir væri, þá sagði hún mér að hann hafi kastað sér fram úr rúminu sínu Frown Þau sátu framí stofu og voru að horfa á tv eða guð má vita hvað og svo heyrðu þau einhvern dink og svo öskur. En þetta reddaðist. Þau hafa nú alið upp ófá börnin, þannig að ég treysti þeim nú alveg fyrir þessu.

Hef nú annars ekki mikið að segja.

jújújú.. Það er alltaf ógeðslega hreint heima hjá okkur núna.. Við erum sko nánast alveg reddí til að taka á móti gestum... svo lengi sem þeir fara EKKI inní barnaherbergið.. Það er það eina sem er á hvolfi.

Er þetta þá ekki bara gott í bili ?

Ólöf Anna Snyrtipinni 2.            

cleaning


Háværa fólk.

Kosturinn við að búa í fjölbýli er þakið yfir höfuðið. Ókosturinn er hins vegar: Þunnir veggir, hávaði, maður heyrir fólk eðla sig (ekkert svaka gaman), ónæði og svo mætti lengi telja.
Ég mæli ekki beint með fjölbýli.

Akkúrat núna, þegar ég er að skrifa þetta blogg er nágranni minn (maður milli fertugs og fimmtugs) að blasta Stuðmenn með laginu Popplag í G dúr. Og klukkan er 23.45. Ég ekki alveg að fýla það sko.

Parið sem var á undan þeim var með hund sem gelti alla daga, allar nætur og sama hvað við kvörtuðum, ekkert var gert. Nú eru þau blessunarlega séð flutt þannig að geðheilsa mín hélst.

Hvað verður það næst?

*pirr*


Tímaleysi.

Núna þjáist ég af sjúkdómi sem kallast tímaleysi. Búin að vera á FULLU seinustu daga. Taka til, aðlögun á leikskóla, sturtu, matarboð, kaupa inn, taka svo aftur til og þannig er vikan eiginlega búin að vera. Nema í morgun, þá ákvað Jóhannes að keyra hann á leikskólann og sækja hann. Ég fékk að sofa út. Svaf reyndar bara til 8 og svo lagði ég mig aftur og svaf til 10 og svo dormandi til 11.

Það er samt ógeðslega næs að Sigurgeir sé kominn á leikskólann. Hann fær að kynnast nýjum krökkum og lærir þar ýmislegt. Svo get ég líka farið að vinna almennilega og svona.

Já, veit ekki hvort ég var búin að segja það, en ég er hætt á Kumbó (sakna þess soldið) og farin að vinna í Samkaup Úrval. Frá 8 á morgnanna til ca 5 á daginn. Soldið langt og erfitt útaf Sigurgeiri, en ég held að það reddist nú alveg.

Mér finnst geggjað æði að það eru örfáir dagar í það að ég og Jóhannes séum búin að vera saman í 2 ár. Trúiði því? Ég geri það varla.
---Búin að vera saman í 2 ár þann 28 janúar 2008---

Ég veit eiginlega ekki hvað ég get bloggað meira.
Held ég hafi þetta bara gott í bili.

 heart.gif heart image by rinka0501Ólöf Annaheart.gif heart image by rinka0501


Hobbý?

Er orðið eitthvað hobbý að kveikja í og stela golfkúlum á Íslandi?
mbl.is Útlit fyrir íkveikju í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á svooo frekt barn!

Sonur minn er að missa sig í frekjunni sko! Öskrar og gargar ef hann fær ekki það sem hann vill.

Fórum í afmæli í gær in the usa baby. Dóttir systur minnar var að halda uppá afmælið sitt. Sigurgeir fékk víðáttubrjáæði og hljóp um allt á nærbol og nærbuxum. Fín líkamsrækt þar fyrir mig maður :D Enda steinsofnaði hann þegar við komum heim ca. korter í ellefu í gærkvöldi. Ótrúlega mikill orkubolti þessi gæji sko..

Vá.. ég á eftir að gera svoooo margt fyrir jólin. Er að rembast við að taka til áður en ég fer að vinna. Gengur hægt, en gengur þó.

jiii sigurgeir var svo sætur við mig áðan.

Ég: "Love you"

Sigurgeir: "olljú"

Ógeðslega sætt þetta skrímsli!
Sagði í gær afmæli, kom mjög skringilega út, en samt sem áður afmæli : "ammóíí". og svo segir hann líka Marín (sem er yngsta dóttir systur minnar) "Maíií". Segir líka banani "mallaiii".
Bara sætastur sko!

 


Long long time ago!

Langt síðan ég bloggaði síðast.

Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar sem ég ætla að kaupa neeema 2. Handa Jóhannesi frá Sigurgeiri og til Gissurs. Hann vill enga jólagjöf, hann hann fær engu um það ráðið.

Ég hætti á Kumbaravogi vegna kvíða og svefnleysi og vanlíðan á vinnustað og svo framvegis. Sem þýðir það að í desember ætla ég að vera aumingi og vinna á Subway af og til. Var að vinna í gær, er að fara að vinna í kvöld og fer líklega að vinna á morgun. Það er samt ágætt að vinna þar af og til. Svo ætla ég að sækja um vinna, mjöööög líklega á Ljósheimum. Það er líka svona hjúkrunarheimili.

Jása jása. Heyrðu já! Aðalfréttin í dag. Í gær þegar ég kom heim úr vinnunni þá fór ég til tengdó og spjallaði við hana. Ég kom svo heim með eitt stykki PleiSteisjon þrjú! Ég keypti hana til að róa Jóhannes, hann var nánast farinn að missa svefn útaf þessari tölvu :( Hann var ekkert smá glaður :D Gott að geta glatt einhvern.

Við erum búin að ákveða að vera uppí sveit um jólin, ógeðslega gaman. Núna hlakka ég ekkert smá til jólanna :D

Höfum þetta gott.

Ólöf JólaStelpa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband