30.1.2008 | 20:09
Mér 0,5 blöskraði.
Ég var í einni af minni reglulegu Bónus ferð í dag. Var að fara að týna upp úr körfunni og konan á undan mér var að setja í poka. Hún var mað 3 börn. 2 stráka og eina stelpu. Allt í einu heyrist hár hvellur. Tvö af hennar börnum höfðu verið að príla í innkaupakerru, og hún dottið með þessum líka svakalega hávaða og börnin eiginlega urðu undir körfunni. Allir litu upp og stukku til hliðar að athuga með börnin, en ekki móðirin. Hún leit uppúr pokanum og leit jafn fljótt aftur ofan í hann.
Á meðan að aðrir viðskiptavinir og starfsfólk voru að athuga börnin HENNAR sló hún í yngsta barnið til að rétta sér safann sem var aðeins of langt frá henni.
Ég var líka búin að sjá hana garga á börnin inni í búðinni "réttu mér þetta og réttu mér hitt". Reyndar skildi ég ekki hvað hún sagði því hún var pólks greyið, en ég þykist vita að hún var að garga "réttu mér þetta". Já, mér hálf blöskraði.
Sigurgeir Heiðar loksins komin heim aftur. Var búin að sakna hans alveg svakalega. Hann kom til mín í vinnuna, leikskólann, og fékk að vera með mér frá 3 til 4, eða svona sirka.
Mikið er ég samt fegin að ég sé ekki að vinna á leikskólanum sem hann er á. Ég var þreyttari milli 3 og 4 en frá 8 til 3. Hann var bara á fullu, henda niður dóti, ýta krökkum og lemja þá.
Komst að því að Sigurgeiri finnst bjúgu bara ágætis matur. Eldaði bjúgu og kartöflur í kvöldmatinn. Tók að því tilefni 2 góðar myndir og verð bara að skella þeim hingað inn.
Græðgin alveg í hámarki.
Og hvaðan ætli barnið hafi hana?
Ólöf Anna sem á gráðuga barnið og gráðuga manninn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.1.2008 | 23:02
Heit og þreytt!
Nei, ok mér er ógeðslega heitt og svakalega þreytt!
Nenni ekki alveg að fara strax uppí rúm. Aðeins að reyna að hitta Jóhannes í dag, ekkert búin að hitta hann. Nema í morgun þegar ég fékk "bless" kossinn. Svo kom hann heim þegar ég var að byrja þessa færslu.
En hverjum er nú ekki sama um það.
Var að vinna í dag. Elska vinnuna mína. Er reyndar bara búin að vinna 2 daga, en elska hana samt. Er að vinna á leikskóla.
Sakna Sigurgeirs Heiðars alveg í klessu. Hann er upp í sveit. Fór þangað á laugardaginn því að við vorum að fara á þorrablót. Svo varð hann veikur og mín elskulega móðir ákvað að hafa hann þangað til að hann myndi hressast svo við gætum nú unnið eitthvað. Hann kemur svo heim á morgun. Er alveg að kafna úr spenningi!
"Afmælisdagurinn" fór fyrir lítið. Vorum bæði að vinna. Horfðum á tv. Ekkert gaman um kvöldið því að jú nó hú er í heimsókn. Jú nó hú er líka í heimsókn í dag og ég hef EKKERT gert síðan ég kom heim. Kveikti varla ljós. Langar bara að vera ein í myrkrinu og yrkja ljóð eða eitthvað. But what so ever. Við áttum afmæli og ætlum vonandi að gera eitthvað skemmtilegt saman seinna. Vona það allavega.
Mig hefur undanfarnar nætur dreymt að ég sé (á pena málinu) barnshafandi. Vinkonu mína dreymdi það líka og svo var ein búin að heyra það. Tók próf í gær og það reyndist neikvætt og svo er það eiginlega klárt mál að ég sé það ekki miðað við aðstæður í neðra þessa stundina.

Ólöf Anna. Sem elskar Sigurgeir Heiðar son sinn alveg í ræmur. og saknar hans alveg svakalega mikið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 20:00
Afmæli í dag!!
Við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli í dag, við eigum afmæli í dag.
Ekkert smá gaman.
Við erum búin að vera saman í 2 ár í dag Ógeðslega gaman það.
Bara gaman að því sko!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.1.2008 | 22:05
Hata daginn eftir fyllerí.
Vá, það var ógeðslega gaman á þorrablótinu. Allir vel í glasi, þar á meðal ég. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að drekka, en tengdamamma var svo góð og nánast sturtaði í mig búsinu. Ég drakk hátt í heila Baccardi Razz flösku, tendamamma náði nánast að klára heila stóra Campari flösku, tengdapabbi sötraði rótsterkann vodka í vatn og Jóhannes lá í bjórnum. Þess má geta að tengsamóðir mín tók 2 sinnum í nefið, hnerraði örlítið en gera það ekki flestir sem eru óvanir nebbanamminu?
Hljómsveitin Síðasti Séns lék fyrir dansi. Þeir voru sko alveg að gera sig þarna, fulloðnir og sveittir, gerist varla betra. Reyndar þekki ég trommuleikarann, hann stóð sig ansi vel kallinn.
Já, eins og áður kom fram þá var ég ansi skrautleg. En það sem er fyrir mestu að ég gerði engann skandal, ekkert kjánalegt, meiddi mig ekki, ekki heldur neinn annan, komst óstudd heim, kastaði ekki upp, og kjóllinn í lagi! Meira að segja heilu lagi.
Ólöf Helga mágkona var að sörvera brennivín á blótinu. Ég komst að nánast öllu um hennar ættir. Spjallaði við ömmu hennar. Nokkuð fín amma þar á ferð.
Dagurinn í dag hefur verið nokkuð latur, búin að liggja í rúminu, fá mér smók, fór reyndar á selfoss og til tengdó í pönnsur. Þannig hefur dagurinn verið. Er núna að blogga til að bíða eftir Prison Break! Alveg er ég ástfangin af þeim þáttum!
Læt þetta duga í bili. Ætla að loka augunum og gá hvort mig svimi ennþá. Svimaði dálítið þegar ég kom heim.
Kveð að sinni. Hin ofur dannaða...
-Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 11:22
Hvað á að gera í dag?
Ég er að spá í að liggja bara í leti. Taka kannski smá til eftir skæruliðann sem ég á, hann rústaði ÖLLU þá meina ég svo gott sem ÖLLU eftir matinn í gær.. Vildi ekkert borða nema þetta gordjöss möns sem ég var með á boðstólum. Hann fékk ekki mikið af því.
Í kvöld förum við á þorrablót. Við munum sitja í einhverjum heiðurssætum.. piff.. heiðurs smeiðurs. Jóhannes tekur þátt í skemmtiatriðunum og Elli pabbi hans stjórnar fjöldasöng. Ættu langaafi minn og Einar Geir bróðir afa þá alltaf að eiga heiðurssæti í réttunum? piff.
Jóhannes er á leiðinni með Sigurgeir upp í sveit í pössun. Ég vona eiginlega að þau verði enná sofandi þegar hann kemur. Þá verður Sigurgeir látinn verkja þau.
Heyrðu vá.. ég lenti í svakalegu í gær.. Kona fjúkandi á götunni á bakkanum, ég svo svakalega góðhjörtuð og hljóp út og "bjargaði" henni. Hún kom inn í forstofu, var MJÖÖÖG freðin, var reyndar full en hverju skiptir það. Eyja (tengdamamma) kom og sótti hana og skutlaði henni heim. Þá sagði hún við Eyju að hún væri sko drukkin og hún yrði örugglega skömmuð þegar hún kæmi inn..
Það kennir þér bara að hætta að drekka! RÓNI! þetta var bara um hádegi! seisei.
Ég svaf svo illa í nótt, var alltaf að vakna, var svo hrædd um að detta frammúr, Jóhannes eitthvað að velta sér, dreyma illa og ég veit ekki hvað og hvað. Sef bara betur næstu nótt.
Hlakka til að borða þorramat! Búin að kaupa áfengi, keypti eitthvað Hvítvín eða Kampavín.. kemur í ljós.. Ætla sko að verða "helluð" í nýja fallega kjólnum mínum.. Nei, ekki alveg.
-Ólöf Anna.
Íslenskt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 21:09
Skrítið.
...
Eins og kannski svo margir vita, þá drekk ég ekki bjór, finnst hann hreinlega ógeðslegur. En fór í ríkið með Jóhannesi í gær og við vorum að "versla" fyrir þorrablótið. Mig langaði svo að geta drukkið bjór og ákvað því að kaupa mér 2 Lite bjóra.
Svo var ég að skoða barnalandsspjallið og þar voru þær að tala um kojufyllerí, hvað bjór væri góður og blablabla.. ég ákvað því að draga mitt lata rassgat uppúr sófanum og ná mér í einn Lite bjór úr ísskápnum. Viti menn, hann er allt í lagi. Ég get drukkið hann án þess að fá klígju og ælu-tilfinningu.
Finnst ég samt ekki alveg vera þessi manneskja til að drekka hann. Ég nefnilega minnist þess að hafa eiginlega bara séð ljóshærðar grannar stelpur með Lite, og það er ekki alveg ég.
Við buðum í mat í kvöld. Henný og Heimir komu, ég eldaði kjúkling handa liðinu. Hann var ágætur, ég var allavegana mjöööög södd. Sigurgeir Heiðar vildi ekki borða hann frekar en annað sem ég elda. Ég fer að taka þetta sem móðgun.
Hann er búinn að vera alveg kolvitlaus síðan hann kom heim úr leikskólanum. Henti t.d. myndavélinni okkar í gólfið áðan. Þá tók ég hann og setti hann í 1,2,3 hornið. Sem er skammarhorn. Það gengur ekkert svakalega vel. Ef hann er EXTRA óþekkur er það 1,2,3,4,5 hornið. Hann verður ennþá ósáttari við það.
Hann er nú sofnaður núna blessaður. Enda vel þreyttur eftir daginn.
Á morgun fer hann upp í sveit. Við förum á þorrablót. Hlakka eiginlega ekkert svakalega mikið til, en þetta verður örugglega fínt bara. Þetta þorrablót er aðeins öðruvísi en ég hef kynnst. Ég hef bara farið á þorrablót þar sem maður kemur með sitt eigið trog. Finnst það skemmtilegra, held ég.
æjj,, Hafdís og Laufey ætluðu að taka sér rúnt í dag og koma að heimsækja mig en HELVÍTIS veðrið þurfti að rústa því.. Þær ætluðu að koma surprise. finnst það svo sætt af þeim. Verð að fara að hitta þær, svo langt síðan síðast. Sakna þeirra í kássu :* Talaði við Laufey áðan og við vorum að fatta að það eru 5 ár núna í ágúst síðan við kynntumst. Gaman að rifja það upp.
Jæja, held ég hafi þetta ekki lengra í bili.
Við saman í þá gömlu góðu.
-Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2008 | 20:08
Nýtt upphaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 11:35
Kristín Henný Moritz Grétarsdóttir.
Þetta blogg er tileinkað þér elsku besta Henný mín <3
Ég biðst innilegrar velvirðingar á þessum skandal.
Þannig er mál með vexti að ég var búin að slá nafnið þitt inn. Svo þegar ég var að copy-a þá hefur þú dottið út. En ef ég myndi segja eins og er, þá er þú á topp 5 listanum mínum sem ég má sofa hjá, af kvenkyninu.
Kvenkynslistinn er:
0 - Kristín Henný Moritz.
1 - Jessica Alba.
2 - Halle Berry.
3 - Nicole Kidman.
4 - Julia Roberts.
5 - Courteney Cox Arquette.
Karlkynslistinn er:
1 - David Schwimmer.
2 - ömm svo veit ég ekki meir.
Kv. Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2008 | 11:34
Tilkynning.
Jæja, þá er komið að því. Ég er komin ógeð af því að drekka, sé ekki tilganginn og finnst það eiginlega bara leiðinlegt og til vandræða. Þannig að ég er svo gott sem hætt að drekka. Einu skiptin sem ég mun líklega koma til með að fá mér í glas er í réttunum. Þá er það skylda!
Í gær fórum við í partý. Gunnar Friðberg Jóhannsson náði þeim merka atburði að verða 22 ára. Hann hélt því uppá afmælið sitt heima hjá Fúsa.
Ég var hins vegar ekki að skemmta mér neitt ógeðslega vel þannig að ég fór bara heim milli 1 og 2. Það var fínt að komast heim, horfa á mynd og kúra undir sæng. Drekka kók læt og mönsa Sour cream and onion snakk. Fékk reyndar fljótt ógeð af því
Svo fór ég bara að sofa milli 2 og 3.
Gísli kom heim í nótt á klósettið. Ég kallaði á hann og spurði af hverju hann væri komin. Hann fór bara að "skamma" mig fyrir að drekka svona mikið að ég væri dauð og blablabla. Vildi ekki trúa mér að ég hafi verið komin með ógeð og farið sjálfviljug heim!
Sit núna inni í stofu. Borða brauð mér tjúnasalati, og drekka kók læt.. ok ég er ástfangin af kók læt!
-Ólöf Anna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2008 | 11:21
Nýr kjóll.
Fórum til Reykjavíkur í gær. Ég var hjá lækni, Jóhannes fór að kaupa afmælisgjöf handa Gunnari. Þegar ég var búin hjá lækninum brunuðum við í Kópavoginn, þar fann ég búðina sem Eyja var búin að segja mér frá. Þar sá ég marga marga kjóla. Mátaði og mátaði. Allir ógeðslega flottir. En ýmist of þröngir yfir brjóstin, of þröngir í mittið, of víðir og þar fram eftir götunum. Svo kom ein konan með kjól, galakjól. Dökk rauður, ógeðslega flottur. Sagði mér að máta hann. Ég gerði það og vá!!! hann er svo ógeðslega flottur. Hann smellpassaði. En rennilásinn var bilaður. Sem var svo sem allt í lagi þar sem að bæða mamma mín og mamma Jóhannesar eru saumakonur. Kjóllinn átti að kosta 5000 en ég fékk hann á 4000 krónur... íslenskar.
Hann er tvískiptur, Hátt pils (sem auðveldlega væri hægt að nota sem brjóstarhaldara líka) og svo stykki að ofan. Efra stykkið er með pallíettum og öllu þannig. Svo fylgdi sjal með. Vá hvað ég er ánægð með hann. Ef ég legg orð Jóhannesar mér í munn "Það fer engin fín flík þér svona vel" honum fannst ég svo falleg og sæt í kjólnum (sem ég er).
Sigurgeir er ennþá með ljóta hóstann sinn. Hann er líka kominn með kvef núna. En það fer vonandi núna um helgina.
Okkur var boðið í "afmæli" núna í kvöld. Jóhannes ætlar að fara, en ég efast um að ég nenni að fara..
Nenni ekki að hafa þetta lengra í bili.
-Ólöf Anna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)