16.9.2008 | 18:24
Þessi dagur varð ekkert betri!!
Eins og Kata sagði í athugasemdunum þá var hún eiginlega alveg viss um að dagurinn í dag yrði betri en dagurinn í gær.
Hann var jú betri en gær, en ekki mikið.
Byrjaði morguninn á því að fara í sturtu og fór svo til vinnu.
Um korter yfir 11 hrigdi síminn, það var hún Kallý á leikskólanum, Sigurgeir Heiðar hafði dottið aftur af stól!!!!!!!
Hún sagði mér svo að hann hafi borðað bara vel og ekkert verið rásandi um og þannig, svo að ég lét það bara vera að sækja hann.
Núna þegar ég skrifa þetta blogg er ég að horfa á strákinn með öðru auganu og sé að hann rásar pínulítið um. Hann labbar stundum eins og hann sé mígandifullur, og svo bara eðlilega þess á milli.
En já, aftur að deginum.
Klukkan 13.45 fór ég til tannskotans (tannlæknis). Hann byrjaði á því að yfirborðsdeyfa mig svo að ég myndi ekki finna jafn mikið fyrir því þegar að hann myndi deyfa mig með sprautunni.
Hann gerði það sem að hann þurfti að gera.... núna er deyfingin að fara úr og guð minn góður hvað ég finn til...
Þannig að í rauninni er dagurinn í dag ekkert mikið skárri en dagurinn í gær.
Kata var voðalega forvitin hvað lögreglan sagði þegar ég hringdi...
Ég sem sagt hringdi og sagði þeim hvað gengi á og að ég færi ekki hraðar en ég treysti mér til.
Hann sagði bara að það væri allt í góðu og bað mig að setja "hassard" ljósin á svo að fólk myndi kannski frekar víkja fyrir mér. Ég gerði það. Svo tók hann bara niður hjá mér bílnúmer og hvernig bíl ég væri á, spurði mig um nafn og bað mig að láta sig vita þegar ég væri komin upp á sjúkrahús.
Ég gerði það og sagði honum að bæði ég og Sigugeir Heiðar værum lifandi og allt hafi gengið vel og þakkaði honum fyrir skilinginn :)
Það er alveg ótrúlegt hvað lögreglan getur verið samvinnuþýð.
Athugasemdir
Jesús minn elsku dúllan mín!!!
Þetta er rosalegt.. þú færð alla mína ástúð og lukku ..
Mínir dagar hafa ekki verið svona slæmir, gvuð hvað ég vorkenni þér. ;*
En vona að þetta verði skárra.. ég skal hugsa fallega til ykkar..!
Ekki örvænta ;)
Unnur .. <33
Unnur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:11
Og já eitt enn!
Líturu upp til lögreglunar?!
Líturu sem sagt upp til Munda?? xD
HAHAHAHAHAHHAHAH!
Okeeei kannski ekkert svona fyndið.. (a)
Unnur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:13
Bíddu er ekki passað börnin í þessum leikskóla eða?
Sumir fá svona daga sem allt er á afturendanum. "Just one of thouse days" segir maður.
Alma Ösp (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:16
Jú Ester ég ætla að fara með hann til læknis og láta athuga hvort að jafnvægistaugin sé ekki í lagi, mig er nefnilega farið að gruna ekki. Og veistu hvað Ester, ég fattaði þetta orð, ALVEG sjálf.
Takk fyrir það Unnur, alltaf gott að fá ástúð og lukku. Já ég er sko farin að lýta upp til lögreglunar, og hann Mundi má sko alveg vita það.
Ójá Alma Ösp, það koma sko svona dagar, meira að segja er ennþá leiðinlegra að fá þá 2 daga í röð... það kemur þá kannski einhver góð pása þangað til næst;)
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:31
Ég væri nú svolítið smeyk ef að strákurinn er að rása aftur í dag. Getur þú ekki hringt upp á spítala og spurt hvort að þú eigir að koma með hann í skoðun.
Ég verð nú bara að taka undir með Ester "tannskotans" er bara brilljant!
Ég fíla lögguna sem að þú talaðir við.
Sporðdrekinn, 16.9.2008 kl. 20:39
shii, allt að gerast hjá þér og Sigurgeiri :/ vonandi verða næstu dagar betri ;)
Eydís ;D (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:43
Lögreglan hefur reynst mér og mínum afar vel þessi fáu skipti sem við þurftum hennar með.
Vonandi gengur nú allt vel hjá ykkur í dag.
Bestu kveðjur
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:25
á ekkert að minnast á það sem að ég gerði þegar þú vars hjá Ollu, hehe, þetta með Maríu og nuddið, hehehe
Radda (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:29
ja dagarnir eru jú mismundandi. en ég varð bara að segja að ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég sé einhvern tala jákvætt um lögregluna á blog-inu
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.