Ótrúlega "sniðugur"

Elsku litla frumburði mínum finnst hann ótrúlega sniðugur þegar hann ákveður að prakkarast eitthvað. Hann fer inn í herbergi og lokar á eftir sér hurðinni.
Ég myndi líklegast ekki heyra það ef að hann myndi ekki skella hurðinni og hlægja svo hástöfum. Hann á eftir að fatta þetta :)

Síðustu nætur hafa verið frekar erfiðar. Hann vaknar á nóttunni með martraðir og grætur hástöfum. Maður finnur svo til með honum.
Seinustu nótt vakti hann í hátt í klukkutíma. Heimtaði að fá að horfa á Shrek "hinn alræmda"! Hann er sko nýjasta æðið :)

Ég man nú ekki hvort að ég var búin að segja það, en ég er byrjuð að vinna aftur á Subway... það er rosalega fínt.. vinnutíminn hentar mér vel og ég er bara nokkuð ánægð þarna.
Kannski það eina sem að mætti fara betur er þetta blessaða bak mitt :( 
Eftir daginn í dag er ég mjög slæm.

 Ég fór til "tannskotans" í fyrradag... ég er ennþá mjög slæm og er að éta Parkódín Forte til að deyfa sársaukann. Fer reyndar aftur í fyrramálið til að láta hann laga eitthvað. Vonaverkurinn fari þá :)

Mig langar að segja eitt að lokum...

Ég á bestu foreldra í heimi sem að ég elska út af lífinu.
Ég á líka bestu tengdaforeldra í heimi, ég elska þau líka útaf lífinu!!

Vona að þið lesið þetta.

Svo langar mig að fá álit á einni mynd sem að ég tók...Heiðarleg svör takk :* 039_660885.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst hún mjög flott en meiri hrifin af myndum af blómum :D

Alda (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er sérstök mynd, skýr og falleg en bakgrunnur í þoku. Það þykir alltaf svolítið listrænt.

En fa hverju er myndin?

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:40

3 identicon

flott mynd hjá þér ástin=);*

maría ósk (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:48

4 identicon

þetta er fokking glötuð mynd. amma hefði geta gert betur

gisli (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband