29.8.2008 | 20:54
Skrítin tilfinning í mér!
Ég veit ekki alveg hvort að mér líði illa eða hvort að mér líði vel.!
Þetta er ótrúlega sérstakt. Kannski er þetta bara beggjabland.
Áðan var ég að svæfa drenginn. Sat á gólfinu og strauk á honum magann ennið. Þá leið mér vel. Meira að segja það vel að ég var næstum farin að gráta.... vellíðunartárum. Ég gerði mér grein fyrir því hversu mikið ég elska þennann dreng. Hann er draumur í dós... þó svo að hann geti stundum verið ferlega aktívur og stundum er það þreytandi, en er það ekki bara eðlilegt. Þá stingur alltaf í mömmuhjartað þegar hann grætur fyrir alvuru.
Það stakk líka svolítið í mömmuhjartað hvað hann er fallegur og skemmtilegur, en það stakk ekki eins og þegar hann grætur.
Vá hvað ég elska þetta barn !!!
En svo núna þegar hann er sofnaður er ég ein frammi. Hlusta á 'Dvel ég í Draumahöll' sem hljómar ennþá inni hjá honum.
Það sem flaug í gegnum kollinn á mér áðan held ég að hafi látið mér líða illa.
Ég var að hugsa...
"Hvað gerist ef að hann deyr í nótt" ?
"Hvað verður um hann ef að ég dey í nótt"?
"Hvað gerist ef að við lendum í alvarlegu bílslysi og liggjum þungt haldin á sjúkrahúsi"?
"Hver verða mín viðbrögð"?
"Mun hann sakna mín" ?
"Mun hann muna eitthvað eftir mér þegar hann verður eldri"?
Ég ætla samt að taka það strax fram að ég er ekki að fara að taka mitt líf eða hans.!!
En það er oft eitthvað svona sem að flýgur í gegn í kollinum á mér og lætur mér líða illa!
Hvernig er ekki hægt að elska þennann dreng???
Athugasemdir
Hann er snúður þessi strákur
Veistu, ég held að allar mömmur hugsi svona stundum. Við stjórnum ekki örlögunum það eina sem að við getum gert er að elska börnin okkar af öllu hjarta og sýna þeim það á hverjum degi. Njótum dagsins í dag en ekki vera að láta okkur líða illa yfir einhverju sem gæti gerst.
Ég skríð stundum upp í til unganna minna þegar að ég hef verið að hugsa eitthvað þungt. Það er svo gott að kúra hjá ungunum sínum.
Sporðdrekinn, 30.8.2008 kl. 03:31
Ég á ekki barn sjálf þannig ég veit kannski ekki alveg hvernig þér líður.
En samt örlítið því að ég á litla bræður sem ég elska ótrúlega mikið, og ég hugsaði þetta stundum :/ OG það lét mér líða smá illa..
En hlakka til að koma suður og rúnta til þín & hitta yndið þitt.. hef ekki séð hann lengi... ;)
Unnur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 21:07
Hann er líka mjöööög fallegur drengur, þú ert mjög heppin
..... (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 01:25
Þetta er fallegur drengur. Ég held að allar mæður (kannski feður líka) hugsi svona einhvern tímann. Að missa barnið sitt er eitthvað sem Himnafeðgar eiga ekki að láta gerast, sama hvað maður er gamall. Jafnvel þó barnið sé orðið 60 ára, þá er það jafn erfitt fyrir foreldrið að missa það.
Kveðjur í bæinn!
Rúna Guðfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:24
Ég held að þessar hugleiðingar þínar séu allveg eðlilegar og að flestar mömmu fái einhverntíman þessar hugsanir. Ég skil þig rosavel með þessa velliðunartár, Dóttir mín er mér ALLT og ég heyri að pilturinn þinn sé þér það líka. Ég á ekki svör við þessum spurningum frekar en aðrir. En dvel ég í draumahöll er ágætis lag, ég fæ að syngja það á hverju kvöldi fyrir snúlluna mína. Elskaðu barin þitt bara alltaf alla daga eins og þú eigir ekki von á fleyri dögum. Gefðu þér tíma fyrir hann, sko ég meina líkt og dúllan mín vill ansi oft vera að kyssa mig og knúsa sem er frábært, en stundum gæti maður og ég hef orðið soldið pirruð og sagt að ég sé upptekin eða ekkað, en kanski er það sá koss og knús sem maður er að hafna sé ekkað sérstakur frá barnsins sjónar miðið (´Æji ég veit ekkert hvort þú skilur mig).
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 2.9.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.