25.8.2008 | 23:37
Afsakið bloggleysið!... :)
Jæja...hvar á ég þá að byrja..
Ég er komin aftur í sömu gömlu vinnuna... verð nú að segja að saknaði þess smá... á Subway.
Orðaforðinn hjá örverpinu er búinn að aukast alveg all svakalega, hann hreinlega stoppar ekki... aðallinn er nú samt að segja "nenni ekki" og "langar í svona". Svo er líka aðal málið að horfa á Shrek og Vélmenni til skiptis... mér til miður mikillar ánægju.
Í gær bauð ég í mat. Bauð tengdó, foreldrum mínum og Sigrúnu systir í dýrindis læri og 'meþþí'. Ótrúlega gott læri, gaman að fá fólk í heimsókn og hafa það svona kósý. :)
Ég finn svakalega mikinn mun eftir að örverpið kom í leikskólann hérna á Eyrarbakka, ekki jafn mikið stress og þegar hann var á Stokkseyri eða 'Suckeyri' eins og ég heyrði um helgina.
Ég skellti mér á menningarnótt með henni Ollu. Það var ógeðslega gaman... þangað til að ég hitti 'frúna' (Jóhannes). Hann vildi fara svo ótrúlega snemma heim klukkan var bara hálf 5 eða 5... fannst það sko ekkert skemmtilegt, mig langaði að vera svoooo mikið lengur!
Við færðum örverpið aftur inn í sitt herbergi. Gísli bróðir leigði það náttúrulega hjá okkur, en eftir slysið hefur hann ekkert verið hér. Þannig að já, drengurinn er komin aftur í sitt herbergi.
Mér blöskraði nú eiginlega smá þegar við vorum búin að færa hann... þá sá ég hvað herbergið okkar er fáránlega stórt!!!
.. ég veit nú eiginlega ekki hvað ég á að segja meira..
jú eitt.. mig langar í álit á þessari mynd sem ég tók hérna fyrir neðan.. alveg algjöra hreinskilni... no mercy!!! ég veit að hún er soldið stór... kann ekkert að minnka hana :(
Athugasemdir
Mér finnst myndin mjög flott og ég er sko að segja það sem mér finnst. Eins og þú veist líklega þá er ég nefnilega stundum einum of hreinskilin
Bestu kveðjur úr Ameríkunni, Kata.
Kata (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 23:53
Mér finnst hún mjög flott :D
Alda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.