17.8.2008 | 21:51
Ég á ekki til orð!!!!!......
Yfir því hvað þetta var ógeðslega gaman :)
Það sem að íbúar Skagastrandar lögðu í þetta. Mér leið virkilega eins og smákrakka á jólum, svo mikil var dýrðin.!
Íbúar búnir að búa til svona brúður sem að voru svo úti í garði, uppi í flaggstöng eða úti á götu.
Íbúar búnir að hellla upp á kaffi og blanda djús, og setja á rafmagnskefli út á götu til að bjóða gestum og gangandi.
Það er greinilegt að þarna er gott á milli fólks, því að allir unnu saman. Það getur ekki verið slæmt að búa þarna :)
Ég vil þakka fyrir mig ef svo kynni að einhver Skagstrendingurinn læsi þetta. Ég ætla allavega aftur og ég hvet/kvet (hvort er það?) þá sem ekki hafa farið, að fara að ári liðnu!!
TAKK FYRIR MIG!!
Góð stemning á Kántrýdögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En gaman að lesa þetta
Sporðdrekinn, 18.8.2008 kl. 16:40
Ég er fra skagaströnd, takk fyir góð orð um skagaströnd :) Þarna er mjög gott að búa, fólk hjálpast að þegar eitthvað er um að vera og yfirleitt mjög góður mórall :) frábær helgi að baki.. velkomin aftur til okkar sem fyrst :)
Eydís (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:10
Takk fyrir það Eydís..
Ég allvega veit að ég kem að ári liðnu og þá tek ég ennþá fleiri með mér :)
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 18.8.2008 kl. 18:34
Sæl og blessuð beiler dauðans!!! haha djöfulli er ég samt fegin fyrir þína hönd og þína fjölskyldu að hafa ekki farið á danska daga í ár.
Eins og þú ert búin að heyra líklega af þessum bévítans látum sem að voru þarna um helgina, þetta hefur aldrei verið svona ömurlegt. En gott að þið skemmtuð ykkur ;) Hitti þig vonandi þegar ég flyt suður Jeremías mín!!!
p.s mundi sagði mér að setja jeremías einhverstaðar í kommentið..
Lov lov... ;*
Unnur Edda (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.