Fínasta helgi bara!

Af einhverju leiti er ég fegin að helgin er að verða búin. Þetta er búin að vera mjög góð helgi, en ég er svakalega þreytt.

 

Á laugardeginum fórum við í "deidi mín" eða sveitina mína eins og hann Sigurgeir Heiðar vill hafa það.
Vorum þar í eina nótt. Það var ferlega kósý. Finn það að það er eiginlega alveg nauðsynlegt að komast aðeins í burtu, bara til að hlaða batteríin.

Ég fór á hestbak á Vestmann. Ég þurfti að skila hrossunum því að mamma og Sjöfn voru á hestbaki. Ég vissi að ég gæti aldrei labbað alla leiðina, sem að tekur nú ekki langann tíma en samt...
Svo að ég ákvað að fara bara á bak. Þó svo að ég hafi verið á feti nánast allann tímann varð ég samt fljótlega slæm í bakinu. Svo er ég ekki frá því að ég hafi hrækt blóði.

Í dag fór ég að vinna á Hótel Geysi frá hálf 11 - 14. Það var fínt. Hef ekkert unnið síðan slysið varð.
Svo rúlluðum við á bakkann. Þá fór ég að vinna í sjoppunni hér. Var þar frá hálf 5 - 10. 
Fann sko þá að ég er alls ekki tilbúin til að fara að vinna. 
Frá svona 7 var ég frá í bakinu, átti erfitt með að sitja og átti erfitt með að standa. Hefði bara viljað liggja.

Ég finn svakalega mikið fyrir því hvað ég hef lítið hitt Sigurgeir Heiðar í dag. Ég sakna hans. Þó svo að hann sé bara inni í herbergi sofandi. Langar svo að leika við hann. Reyndar skemmtum við okkur ógeðslega vel á leiðinni á bakkann. Það sem var vall upp úr barninu. Enda var mikið hlegið :)

Sigrún systir kom með okkur heim... það verður fínt að hafa hana.

Næstu helgi förum við á systkinamót. Það er árlegt ættarmót hjá föðurfjölskyldu Jóhannesar. Við verðum í nýja fína tjaldinu okkar :D
Mikið vona ég að Sigrún systir komi með og ég vona líka að ég verði skárri í bakinu.

Svo er það sjúkraþjálfun á fimmtudaginn 7 ágúst klukkan hálf 12. :)

Bið að heilsa ykkur í bili.

Góða nótt :* <3 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæææææjííí:D;**
æj hvað maður er farinn að sakna ykkar og allra;*
en jm láttu þér batna í bakinu sem fljótast ástin:D
ekki hægt að vera svona mikill kjúklingur;*

en heyrí þér;)

María... (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Farðu varlega með þig. Eins og þú veist þá er svo margt sem að við getum ekki gert eða getum gert illa ef að við erum ekki ok í bakinu. Svo að taka því rólega og passa sig í einhvern tíma er alveg þess virði

Sporðdrekinn, 5.8.2008 kl. 04:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband