27.7.2008 | 17:47
Helgin senn á enda....
Jæja... þá er helgin að enda.
Á föstudaginn fórum við skötuhjúin með afkvæmið í útilegu. Við skelltum okkur á Tjaldsvæðið við Faxa sem er í Biskupstungu, mamma og pabbi eiga það ;)
Við fengum húsbílinn þeirra lánaðann. Þetta var voðalega notarlegt. Vorum reyndar bara eina nótt því að mig langaði á ball og Jóhannes að kafna úr ofnæmi. Fórum bara heim og ég skellti mér á ball.
Upphaflega ætlaði ég að vera driver, en svo fékk ég einn sopa þar og einn sopa hér, bara svona til að "finna keiminn".... það endaði með því að ég fann driver og datt hressilega í'ða. Það var aðeins um slagsmál þarna, bróðir minn stóð aðallega fyrir þeim.... en sá sem að hann var í því að berja, hann átti það eiginlega bara skilið. ... förum ekkert nánar útí það.
Ég kom heim um 5 í nótt, vakti Jóhannes og sagði honum aftur og aftur að ég hafi verið að pissa. ...
Vaknaði svo um hálf 3 í dag... EKKERT búin að gera síðan þá.... eeeen ég er að fara að elda ;)
Við erum að spá í að fara í útilegu með Möggu og co næstu helgi (versló helgina), í nýja fína, stóra tjaldinu okkar. Það er 3 herbergja íbúð, með góðri forstofu. Geta 6-9 manns sofið í því... Ég get staðið í því ;)
Jæja... ég er farin að huga að matinum og drengnum :)
Hvað á svo að gera um versló?
Athugasemdir
þetta var allveg ágætt helgi ,en já þú varst komin dálítið vel íþað á ballinu:o:D
en heyríþér;*
María=) (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 03:30
flott blogg
..... (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.