Búið að panta....

ég er að spá í að leggja bara af stað strax... svo mikill er spenningurinn :D

Ég ætla að svara spurningunum sem að komu í athugasemdunum í seinasta bloggi.

Sporðdreki: Við verðum hjá mági mínum og svilkonu í "Columbia, South Carolina". Þau eru að flytja þangað í ágúst. Við lendum í Boston og verðum líklega þar eina nótt og förum svo til þeirra.

Ása Ninna: Ég eiginlega dauðvona að ég fái íslensk jól! Annars fer ég ekki!!

Brúnkolla: Ég er kvíðin vegna þess að ég á 2 ára dreng sem stoppar ekki, hann hleypur útum ALLT, er aðallega stressuð upp á flugið að gera!

Kata: Þér að segja, þá mun ég EKKI sakna skötunnar!

Við fljúgum út þann 15 desember og komum undir miðnætti til Boston, þar verðum við líkleg að gista og komum svo 16 til Kötu, Þóris, Eydísar og Eyþórs.

Svo eigum við bókað heim 30 desember þannig að við komum að morgni gamlársdags heim. Þá ætla ég, vonandi við upp í sveit og hafa það gaman með gamla settinu :)

 Bjarni, hinn mágurinn ætlar að athuga hvort að við fáum að vera eitthvað í strandhúsinu í Alabama, ef ekki, þá verðum við hjá Kötu og co.

Ég var eitthvað að spyrja tengdamömmu hvernig veðrið yrði þarna úti, hún bjóst við kulda... svona 15-20 stiga hita!! Mér finnst það nú eiginlega bara heitt!

En já, ég kem með ferðasögu þegar ég kem heim!!

Fatta það núna, að ég tala eins og ég sé að fara bara á eftir!:D 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eh, svindl!

..... (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:42

2 identicon

Haha já, þú talar eins og þú sért bara að klára að pakka og þið eruð bara að leggja í'ann. ;) EN ég skil þig vel, við pöntuðum okkur ferð til Costa del Sol í janúar og ferðin er í ágúst, búnar að bíða aaansi lengi, orðnar frekar mikið spenntar!!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband