15.7.2008 | 13:45
Þá er það eiginlega bara ákveðið!
Í gær sátum ég, tengdamamma og svilkona mín sveittar fyrir framan tölvuna að reyna að finna eins ódýrt far og við mögulega gætum ...........................................................
kv. Ólöf Anna :)
TIL BANDARÍKJANA!!!!
já, það er eiginlega bara alveg klappað og klárt að við förum þangað um jólin. En 2 af 3 börnum tengdaforeldra minna búa þar.!
Við verðum hjá þeim um jólin. Ég hlakka til en ég er svakalega kvíðin.
En ég er eiginlega bara alveg sannfærð um það að þetta verður svakalega gaman! Mikið hægt að versla og svona... Ekki það að ég sé þessi "verslunar píka."
úff.. ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa... ég er ennþá að melta þetta.
Læt svo vita þegar það er búið að ákveða hvenær við förum og svoleiðis :D
Segðu mér kannski eitt...
Hvernig eru amerísk jól?!
Athugasemdir
Já, alveg pottþétt!!
Eftir að ég skrifaði þetta blogg þá fékk ég svona "fiðrildi í magann" af tilhlökkun:D
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 15.7.2008 kl. 14:03
Amerísk jól eru jafn mismunandi og fjölskyldurnar eru margar sem halda þau. Á þeim stöðum sem að ég hef verið um jólin í USA hefur verið mikið skreytt í búðunum, svona þar sem að þú ætlar að versla
.
Það er alltaf gaman að ferðast og sjá nýja staði, fólk og menningu. Ég var smá kvíðin fyrir að halda jólin annarstaðar en á klakanum. En veistu hvað jólaandinn býr í brjósti okkar og við gerum jólin eins falleg, skemmtileg, hátíðleg og við viljum hvar sem að við erum.
Smá forvitni, hvert farið þið?
Sporðdrekinn, 15.7.2008 kl. 22:00
Oh ég er öfundsjúk!
Amerísk jól eru náttla öðruvísi að því leyti að þar eru pakkarnir opnaðir á jóladagsmorgun og aðfangadagur er eiginlega bara venjulegur dagur hjá þeim, svipaður og þorláksmessa (eða jafnvel dagurinn fyrir þorlák) er hjá okkur. En þar sem þið verðið þarna bara íslendingar munuð þið líklega bara halda íslensk jól þarna úti, eða hvað?
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 02:26
En hvurs vegna eruð þér kvíðnar?
Brúnkolla (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:56
Hæ og hó. Við munum að sjálfsögðu halda íslensk jól í ameríkunni Ólöf mín, eða a.m.k. eins lík og þau geta verið í öðru landi. Ætli við verðum ekki að sleppa skötunni á Þorláksmessu
nema tengdaforeldrar okkar leggi það á sig að koma með hana með sér! En svo hefur mér verið sagt að það byrja brjálaðar útsölur strax á 2. í jólum svo þá verðum við að hafa snarar hendur
og skvera okkur í búðirnar eins og sönnum íslendingum sæmir. Hlakka til að fá ykkur öll - þröngt meiga sáttir sitja
og svo verður náttulega æði ef við komumst í strandhýsið niðri á Alabama strönd!
Kata (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.