14.7.2008 | 20:41
Læknisskoðunin.!
Já... Ég er ekki "stór" slösuð.. ég ER stór slösuð!
Ég fór ss til læknis í dag því að ég var að versna í hryggnum, fannst eins og eitthvað væri að klekjast útúr bakinu á mér.
Hann skoðaði mig fram og til baka, upp og niður, og potaði í rassinn á mér
Ég sýndi honum lærið á mér og hann tók andköf!
Hann komst að þeirri niðurstöðu að: Ég er með tognaðann lærvöðva, illa tognað bak og brákað rifbein sem eiginlega jaðrar við það að vera brotið. Hann bjóst við að ég yrði svona 4-7 vikur að jafna mig
Ég fékk Voltaren Rapid og Parkódín Forte.
Ég fékk líka þá skipun að halda mér rólegri, ekki lyfta þungum hlutum og liggja helst bara fyrir. !! Jeahh! No Problem!
Þannig er nú það... ég ætla ekki að óhlýðnast mömmu á næstunni
Kv. Ólöf Anna.!
Athugasemdir
Já, ef ég bara gæti... ég er með svo mikið óþol fyrir sól... ég þyrfti þá að vera kappklædd í sólbaði
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:28
Bata kveðja
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 22:00
Æjh, þetta kennir þér að "stelast" ekki í neitt svona aftur! Hehe... ;)
Láttu þér batna!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:52
vonandi skárnar þér fljótt. en maður verður samt alltaf að vera manneskja til að taka afleiðingum gjörða sinna, svo í raun er þér eingin vorkun, en ég þekki þetta líka að hlusta ekki í góðu ráðin hjá MÖMMU, jafnvel eftir að ég sjálf fékk þann titil
Sigríður Svala Hjaltadóttir, 15.7.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.