23.6.2008 | 23:56
Jey! Loksins!!
Ég, Jóhannes og Sigurgeir Heiðar fórum til Reykjavíkur í dag. Ferð okkar var heitið í Hafnarfjörðinn, nánar tiltekið á ljósmyndastofuna Mynd ehf. Þannig er mál með vexti að Sigurgeir Heiðar fór í myndatöku í leikskólanum og ég var svo ferlega fúl með myndirnar því að hann var eiginlega bara grátandi. Ég hringdi og sagði mína skoðun og konan þar bauð mér að koma og fá bara aðra myndatöku sem ég þáði. Þetta var bara hin mesta skemmtun, ljósmyndarinn náði vel til Sigurgeirs Heiðars og að hennar sögn náði hún nokkrum góðum myndum :)
Þegar við komum þaðan út fór ég að láta mig dreyma (enn og aftur) um að kaupa mér myndavél. Við fórum í Beco, þar sá ég vélina MÍNA! Canon eos 450D, byrjenda vél. Ég keypti hana. Fór með hana heim og setti í hleðslu, klukkan 3 í nótt má ég svo taka hana úr hleðslu og byrja að nota hana... sjiiiii mig hlakkar svo til!
Nákvæmlega svona grip. http://www.marvinryan.com/blog/wp-content/uploads/2008/03/canon-digital-rebel-xsi-eos-450d-front.thumbnail.jpg
Hef þetta ekki lengra í bili, ætla að fara að lesa leiðarvísa ;)
Athugasemdir
Úúh, til hamingju með nýju vélina, hún er geggjuð!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 14:52
jú að sjálfsögðu.. en þó ekki fyrr en ég er búin að læra almennilega á hana;)
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.