Gestagangur.!

Það kemur með svolítið á óvart að ég er orðin örlítið þreytt á gestagangi.
Það er nánast hvert einasta kvöld einhver hérna, fyrir utan heimilisfólkið. Mig langar að fá ca viku, útaf fyrir mig, slökkva á sjónvarpi og tölvum, spila við strákana mína, kveikja á kerti og hafa það kósý.
En ég á nú ekki von á því í bráð.

Ég og Sigurgeir Heiðar vorum að horfa á Stubbana áðan. Þar kom ægilega falleg kanína, ég fór að spyrja Sigurgeir Heiðar útí kanínur. "Hvað segja kanínur" spyr ég, hann svarar mjög samvirskusamlega "nína nína". En ekki hvað? Hann vildi líka halda því fram að kanínur væri einhverskonar kattarafrbrygði.

Við erum búin að borða. Ég ferlega löt og eldaði bara pasta. Fannst það alveg nóg, var eitthvað lystarlaus, en Sigurgeir minn át aðeins of mikið.
Núna er hann inni í rúmi að reyna að sofna.

Mér líður alls ekki nógu vel. Mig langar að vera ein heima, og gráta, ég get ekki grátið fyrir framan Jóhannes, get bara ekki hugsað mér það.! Spurning um að senda hann bara út á djammið og grenja á meðan.

Hann á nú afmæli á miðvikudaginn. Hann verður 24 ára, ég er að deita öldung Woundering

Ég hreinlega nenni ekki að blogga meira, þarf að fara að ákveða hvað ég eigi að gefa öldungnum í afmælisgjöf Halo

Lifið heil elskurnar!

Og já...

Mamma ég elska þig!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afhverju viltu gráta elskan? :( þú mátt alltaf hringja..

lovjú ;* 

heba (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 00:44

2 identicon

AHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHA .
Summu dæmið sem maður á að fylla út áður en maður kommentar var tíu plús 14 .
24!!!!! LOL. Ok ég er ábyggilega ein með þetta, en já LÓLA .. eins og maður kallaði þig in the oldies, þú gleymdir alveg að hringja og spjalla við mig!:O
Beiler.

Unnuredda (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Hvað er að, hvers vegna líður þér svona illa innra? 

En... ef 24 er öldungur, þá... ég...

Hvað ert þú gömul?

Emma Vilhjálmsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband