Fallin!

Ef ykkur finnst ég hafa breyst eitthvað undanfarið þá er það alveg rétt hjá ykkur.
Ég hef ekki nennt að blogga, ekki nennt neinu. Ég er fallin!
Fallin í sömu gömlu gryfjuna. Þetta er hræðilegt. Ég get rétt ýmindað mér hver viðbrögð fólks verða.
Ekki skilja mig eftir eina og bjargarlausa!
Hjálpaðu mér frekar!

Það er svo auðvelt að komast í þetta stöff, eitt símtal og búið, þarf ekki meir.

Ég hef aldrei farið á neina fundi, ég hef aldrei þorað að segja neinum þetta. Þessar kúlur hafa gjörsamlega tekið völdin!

Ég veit hreinlega ekki hvort að ég treysti mér til að taka við börnum systur minnar núna um helgina. Ég veit ekki hvort að hún treysti mér til að taka þau!

Bláar, ljósbláar, rauðar, bleikar, gular og neongrænar kúlur.

Ætli ég nái að sinna barninu, manninum, heimilinu og vinnuni nægilega vel?

Ég bið þig kæri lesandi hjálpaðu mér!

Ég er núna tilbúin að viðurkenna að ég ER Bubbles-fíkill!

 Er til BA, líkt og AA og NA?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég líka,   hef verið svo löt að blogga,   eins og það getur verið gaman....

Brúnkolla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:45

2 identicon

hahah

þetta er líka yndislegur leikur..

ég vildi oska þess að ég hefði meiri tíma til að leika mér heldur en ég hef 

Tinna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:50

3 identicon

Jááá sæll...... mér brá ekkert lítið við aðlesa þetta en já þá er það bara bubbles sem er að hrjá þig hehe;) en jé þig skvís;*

maríaósk;* (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:51

4 identicon

HAHAHAHAHAHAHA djöfulsins snillingur ertu stelpa. Ég las þetta fyrst og var alveg , gvuð hvað er að .. :( Hélt bara að þú værir að byrja á trúnó hérna á netinu eins og einhver táningur á vodka vatni ! HAHAHAHAHHAHAHAHHAHAHAHAH Skemmtu þér að hræða mann svona .. ;)

Unnur Edda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:52

5 identicon

ég átti einu sinni við þessa fíkn að stríða, en ég man ekki hvða ég gerði til að losna við hana... jú ég fann annan leik!

en svo varð ég bara netlaus í eitthvern tíma og þá hætti þetta alveg

bubbles er búið spil í mínu lífi allaveganna.

þú finnur eitthvað, ég veit það

 - þóra

Þóra (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:03

6 identicon

haha fokk hvað mér brá þegar ég var að lesa þetta XD...en já bubbles erskemmtilegt ég var einu sinni alltaaaf í því í vinnunni í sumar en svo fékk ég hreint ógeð og fannt bara eikkern annann leik eða eikkað annað að dunda mér við á netinu tíhí:P...en sé þig sæta mín;**

Dagmar (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það tók mig tíma að fatta málið   Reyndar hélt ég að þú værir að tala um nammi....en mér skilst að við séum að tala um tölvuleik????Það er eiginlega hægt að verða húkt á öllu, það er málið. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.4.2008 kl. 09:46

8 identicon

hahahaha! ég hélt fyrst að þú værir að éta skittles :þ

Alma Ösp (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:34

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég fékk nú bara hland fyrir hjartað eins og fleiri, mikið er ég fegin að það er ekkert alvarlegra en Bubbles.

Gleðilegt Bubbles sumar

Sporðdrekinn, 24.4.2008 kl. 02:55

10 identicon

hahahaah!!!

ég fékk einmitt eins og margir aðrir sjokk þegar að ég byrjaði að lesa,, svo bara bubbles... FOKKIN BUBBLES!! LÓLAAA!! :O

kiss og knús ;* 

heba (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband