Kvíða Djöfull!

Ég kvíði alveg ferlega mikið fyrir helginni.

Börn systur minnar eru að koma hingað í smá pössun. Þau eru 3, Sigurgeir 1, Jóhannes 1.. Ég verð eiginlega bara 5 barna "móðir" um helgina. Þetta er stressandi.

Þau koma á föstudaginn og fara á laugardaginn. Þetta verður án efa mjög skemmtilegt.

Ég held að ég eigi að fá húsmæðraverðlaunin 2008. Ég tók mig til klukkan hálf 9 í kvöld og fór að baka.
Ég bakaði bananamöffins... alveg syndsamlega gott sko!

 

Af hverju ætli Sigurgeiri mínum sé að dreyma svona ferlega illa?
Hann vaknaði í gær, hágrátandi, og var greinilega að dreyma eitthvað. Svo vaknaði hann aftur áðan, hágrátandi, og lét eins og hann væri að reyna að hlaupa undan einhverju/m. Hann reyndi að forða sér þegar ég hélt á honum og líka þegar hann var í rúminu. Hann vildi láta halda á sér, en samt ekki.
Mjög skrítið.

Ólöf Anna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Þú ferð létt með það að hafa barnahóp í sólahring.  En... getur ekki verið að litla krílið þitt sé á þessum aldri að vera farið að dreyma martraðir?  Það var á vissum aldri hjá mínum stelpum að þær létu illa í svefni og virtust dreyma mikið og illa, en svo gekk þetta bara yfir.  Alveg eðlilegt.  Mín snúlla er hins vegar líka þannig að hún vill láta halda á sér þegar henni dreymir illa, en samt brýst hún um... kannski bara aldurinn?

Emma Vilhjálmsdóttir, 8.4.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég segi það sama...ég held að þetta sé eðlilegt þannig séð, en auðvitað voðalega erfitt. Á eftir að ganga yfir. Annars bara að tala við hjúkku eða lækni ef það eykst.

Kveðjur.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.4.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég held að þetta sé alveg eðlilegt, mínir ungar fengu/fá stundum vonda drauma. Það eru fullt að gerast í litla kollinum þeirra og erfitt að slökkva á þótt að nótt sé.

Sporðdrekinn, 10.4.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt, góða helgi

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:40

5 identicon

Hæhæ vildi bara kvitta og sýna þér að ég er alveg dugleg að lesa bloggin þín kiskis ;*
Stolt af þér hvað þú ert dugleg, verður að kíkja í bústaðinn ef við komum í tungurnar og leyfa mér að smakka eitthvað af þessum ljúffenga bakstri þínum ;)

Kveðja að Norðan.
Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband