26.3.2008 | 18:16
Hvað hefur orðið af krökkum....
eins og þeir voru í "gamla" daga?
Svo að mig minni voru krakkarnir sem ég umgekkst í "gamla" daga prúðir og snyrtilegir.
Í dag eru krakkar það ekki.
Svo að dæmi séu tekin ....
Í gær var ég að keyra á Selfossi úr vinnunni, var að keyra framhjá apótekinu hjá Bónus. Þar var ungur drengur að labba fyrir aftan bílana sem voru þar kyrrstæðir í stæðum. Drengurinn labbaði framhjá rauðum sendiferðabíl og lamdi bílinn, hann gekk framhjá hvítum Subaru og lamdi hann, hann gekk framhjá bláum Hilux og lamdi hann, hann gekk framhjá svörtum Lexus og lamdi hann.
Í vinnunni hans Jóhannesar var strákur sem að hann giskar á að sé í 1 - 2 bekk í grunnskóla, hann gekk út út klefanum og gargaði á strák í sama bekk "Þú vilt bara kynlíf, þú hugsar ekki um neitt nema kynlíf, þú fílar kynlíf".
Svo kom hann að afgreiðsluborðinu þar sem Jóhannes stóð og sagði við hann, "Þú vilt bara kynlíf, þú hugsar bara um kynlíf, þú fílar bara kynlíf"
Jóhannes spurði þá strákinn "Hvað er kynlíf?"
Drengurinn þagnaði og gekk út.
Ég skil ekki alveg sko....... Einhver sem getur svarað mér því?
Ólöf Anna.
Athugasemdir
Ég hef ekki hugmynd um hvað er í gangi! Um daginn var pjakkur í heimsókn hjá litla bróður, þetta var svona 8. ára peyji, og ég hef aldrei heyrt annan eins sora kjaft á svona ungum dreng! Enda var hann bannaður í heimsókn eins og skot!
Kristín Henný Moritz, 26.3.2008 kl. 19:08
Sagðiru að þig minti að börnin í gamladaga hafi verið prúð og stilt!! Athugaðu hvort að mamma þín lumi á einhverjum vidio upptökum af þér ég lofa að þu skiptir um skoðun
Signý (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:12
Henný.. já, þú varst búin að segja mér frá þessum dreng, ekkert smá hortugur...
Signý.. Það er ekki séns að það séu til upptökur af mér að óþekktast eitthvað, ég hef nánast alltaf verið svo stillt og prúð.
Ertu Signý frænka?
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:37
Jebb eg er hún!! Og jú þú vars frekur og frekar leiðinlegur krakki sem að varst líka óþekk!!
No hard feelings
Signý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:45
Ég var örugglega bara leiðinleg við þig því að þú var pottþétt leiðinleg við mig!
Og hana nú!
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:49
Agaleysi...afskiptaleysi...stjórnleysi....þetta dettur mér fyrst í hug
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.3.2008 kl. 17:07
Verð að segja: Já, Já, Já, við því sem að Rúna segir hér að ofan.
Ef að þú horfir á marga (als ekki alla) unga foreldra (s. undir 35) þá getur þú séð af hverju börnin eru svona. Mig hefur ansi oft langað til að siða mömmur og pabba sem að ég hef hitt í verslunum á Íslandi.
Sporðdrekinn, 28.3.2008 kl. 20:00
Haha Jóhannes góður að svara svona ...
Svo týpískur hann, hefur ekkert breyst síðan á busa árunum mínum góðu í hnakkaþorpinu.. ;) Vildi bara skilja eftir athugasemd elskan því þú átt það skilið, takk fyrir allan stuðning og þú vonandi veist það að ég styð þig á móti í öllu. Getur hringt hvenær sem er :)
Unnur Edda (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:11
Lýsir þetta ekki bara siðleysinu og agaleysinu vel sem er mjög ríkjandi í þjóðfélagi okkar í dag?
Er af völdum dekurs, vanrækslu og tímaskorts
Emma Vilhjálmsdóttir, 4.4.2008 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.