23.3.2008 | 17:55
Og svarið við öllu er...
Óli.
Samkvæmt Sigurgeiri er "Óli" svarið við öllu. Ég veit ekki hvað það þýðir, en hann kallar það alltaf þegar hann hittir Langaömmur og Langaafa.
Ég ætla að fara að nota þetta. Ef einhver spyr mig út í eitthvað sem ég veit ekki hvernig ég á að svara, þá ætla ég bara að svara "Óli".
Það er ekkert smá hvað ég hata Páskaegg, þau eru svo góð, ég þarf að hemja mig alla í að standa upp úr sófannum og borða páskaeggið upp til agna. Má það ekki, mér verður svo illt í maganum, og ég er að fara að vinna í kvöld / nótt.
Við vorum í mat hjá mömmu og pabba í hádeginu. Fengum syndsamlega góðann hamborgarhrygg, brúnaðar kartöflur og meðlæti. Ógeðslega gott.
Á föstudaginn langa vorum við Sigurgeir Heiðar í mat hjá tengdó, hádegismat. Þar fengum við góðann fiskrétt. Eða öllu heldur grænmeti með smá fisk. Þetta var mjög gott.
Svo þegar við komum heim var drengurinn eitthvað svo pirraður, með kvef og hósta.
Þannig að hann lagði sig bara.
Svo í gær var hann kominn með hita. Svaf illa í nótt og var bara ógeðslega pirraður. En hann er öllu hressari í dag. Hann varð eftir uppi í sveit hjá mömmu og pabba.
Heyrðu, á fimmtudaginn fórum við í afmæli hjá Jóhönnu Friðsemd frænku okkar. Það var svakalegt fjör. Sigurgeir gargaði til skiptis Næu og Óli. Næu er Sæunn og Óli er svarið við öllu.
Jæja, hef þetta ekki lengra. Ætla að skoppa í sturtu.... viltu koma með :)
Ólöf Anna
Athugasemdir
Heyrðu????? Ég er nefnilega í aðhaldi...hvað gerðirðu eiginlega? Mér gengur nefnilega ekki nógu vel! Vantar góð ráð!
Gleðilega Páska!
Rúna Guðfinnsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.