15.3.2008 | 13:01
Litli strákurinn minn er ennþá lítill.
Já, ekki tókst sú heiðarlega tilraun til að láta hann sofa í venjulegu rúmi, hann ýmist kom fram, hrundi fram úr rúminu, náði að láta grindina pompa og ég veit ekki hvað og hvað. Við tókum því á það ráð að fá lánað ferðarúmið hjá tengdó, því að okkur minnti að það væri dýpra. Það er ekki dýpra, komumst að því í morgun, og ég fékk staðfestingu á því áðan þegar hann ætlaði að fá sér daglúrinn sinn.
Ég var eitthvað að vesenast úti á palli og heyrði eitthvað hljóð, var ekkert að velta því fyrir mér neitt frekar, svo heyrði ég tölthljóð, leit inn og þá var drengurinn kominn fram, hlaupandi, og skæl brosandi
Ég þurfti því að taka á það ráð að leggjast hliðina á honum, í mitt rúm, og hindra það að hann kæmist upp úr rúminu, það tók hann ekki nema ca. 10 mín að fatta það að hann mætti ekki fara upp úr rúminu og að hann ætti að fara að sofa. Hann sofnaði fyrir rest
Klukkan 10 í morgun hringdi síminn, það var hann Heimir, hann lenti í einhverjum vandræðum með móður sína, hún ætlaði að klippa hann en fór að klippa annað fólk, hann spurði hvort það væri ekki í lagi að hann og Marinó Týr (fóstursonur hans) mættu ekki kíkja til okkar, þá vorum ég og Sigurgeir Heiðar á leiðinni út að labba og leika. Þeir ákváðu að koma bara með okkur.
Við reyndar lékum ekki mikið, heldur fórum við heim til tengdó, ætluðum í sandkassann hjá þeim, en enduðum víst á að fá ógeðslega góða súkkulaðiköku.
Svo héldum við heim, þeir röltu með okkur heim, og fóru svo í klippinguna sem þeir áttu. Ég og Sigurgeir Heiðar hins vegar fengum okkur syndsamlega góðu kjúklingasúpuna og svo fór hann að sofa.. já, með fyrrgreindu veseni.
Jóhannes er á hljóðblablabla námskeiði í Reykjavíkinni.
Ég fer að vinna í nótt, frá 23.30 til guð má vita hvað.
Sigrún systir kemur til okkar á eftir.
Þetta verður örugglega skemmtilegur dagur :)
Ólöf Anna.
Drengurinn er ca svona núna ;)
Athugasemdir
Æ litli kall. Það tekur alltaf nokkrar nætur að kenna þeim að þótt að rimlana vanti þá eigi þau að liggja kyrr. Foreldrarnir þurfa að fórna kvöldtímanum sínum í að leggja barnið niður aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og..... Á endanum lærist þetta . Gangi ykkur vel
Sporðdrekinn, 16.3.2008 kl. 02:29
good luck! :D
Alma Ösp (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 07:46
æji.. bróðir minn einn var líka svona.. rúllaði bara alltaf frammúr boink! arg! sof..
hehe
kiss og knús
heba (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.