Brúnkolla....

Hvar ertu? Ég nánast sakna þín! Crying Að lesa bloggin þín, lesa kommentin frá þér. Án þín er ég ekki neitt.

Hvað sem því lýða verð ég að halda áfram að lifa lífinu.

Í gær fórum við á músíktilraunir. Það var mjög gaman. Narfur komust ekki áfram þrátt fyrir frábæra framistöðu.

Áður en við fórum á músíktilraunir ákvað ég að hringja í gamlann vin, var rosalega smeik við það eitthvað, en ákvað að slá til.

"Halló"

"eeee hæ, hver er þetta"

"Haffi, er þetta Lóla"

"eee já"

"HHHHHÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ ekkert smá gaman að heyra í þér blablabla"

"Sömuleiðis"

Mér leið eins og hænu að hitta ungann sinn? er það góð samlíking? æjjj, mér leið allavega eins og belju sem er ný sloppin út á vorin.

Við spjölluðum í tæpar 20 mínútur. Hann er edrú, og búinn að vera það í tæp 2 ár! Hann á lítinn strák sem er ekkert smá fallegur, hann er að meikaða!!

Mér leið ekkert smá vel, og mér líður ennþá vel núna. Eða réttara sagt líður mér vel á köflum, mér er illt í maganum, ég er kvíðn fyrir restinni af mánuðinum. Við eigum svo litla peninga, hvernig komumst við af? Ég er samt sem áður alveg handviss um að við deyjum ekki, við eigum bæði frábæra foreldra sem að eru tilbúin til að gera nánast allt fyrir okkur. Svo er ég svo heppin núna að vera stundum svolítið löt að taka úr frystinum.. þannig að það er "hellingur" af mat í frystinum sem meðal annars nýtist okku líklega mjög vel um páskana :)

Ég þoli ekki kvíða, þetta er hundleiðinlegur sjúkdómur. Í október eða nóvember síðastliðin blússaði hann aftur upp hjá mér, búin að vera "laus" við hann síðan ca 2005. Ég er búin að fatta af hverju hann kom upp, en ég ætla ekki að segja það hér.
Ég fór til geðlæknis, mér fannst hann ekki hjálpa mér neitt. Það hjálpar mér ekki neitt að vita hvernig hann fékk rauða bindið sem hann var með þennann dag og svo framvegis. Ég tek það fram að ég fór í fleiri en bara einn tíma. :)
En ég ætla nú ekki að tala meira um kvíðann.

Nenni ekki einu sinni að blogga meira.. er að spá í að fara að sækja Sigurgeir Heiðar bara á leikskólann fljótlega :)

Ólöf Anna.

 Sætastu í heimi!! <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Narfur ROCKS!!

Alma Öp (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:17

2 identicon

Ég sem var akkúrat að fara að blogga um það hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Svo sá ég nýja bloggfærslu hjá bloggvini mínum í stjórnborðinu mínu um mig. Það hlýjar mér um hjartarætur.

Ég hef verið svo veik og óvirk og verið meira og minna liggjandi,  of  veik til að blogga. En nú get ég ekki meir,   nú ríf ég bloggverkfallsmúrinn.

Í landsins nafni, 
Amen.

Brúnkolla (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Peningalaus... what?!? Sko hvað varð um millurnar sem þú fékkst í haust!?! Annars vil ég láta þig vita að við hérna í Þorló erum vel stödd og getur hjálpað... ég man hvað þú varst sjúklega góð að lána mér pening síðasta sumar... svo það er ekki málið vinkona mín!

Kristín Henný Moritz, 12.3.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband