10.3.2008 | 20:14
Bíðuru mér almennilega og vel borgaða vinnu?
Bíllinn minn ákvað að vera með leiðindi aftur. Ég er farin að halda að ég sé soddan böðull á bíla.
Fór ekki í gang, fór í gang... keyrði ca 100 metra, drap á sér, dó alveg úti í kanti. Það var á laugardaginn.
Í dag þurfti ég að koma honum á Toyota umboðið á Selfossi. Ég var búin að fá mann til að draga mig, eeeen þegar ég kom í bílinn þá fór hann í gang. Ég keyrði hann uppá Toyota, skildi hann eftir þar og fékk lánaðann bíl hjá þeim, þeir eru alltaf jafn almennilegir þarna :)
Mig vantar aðra vinnu sem er ógeðslega vel borguð. Ég er að reyna að hugsa hvar ég gæti sótt um, einhversstaðar þar sem ég fæ góð laun.
Einhverjar hugmyndir?
Ég var að vinna í Hvíta Húsinu á laugardagskvöldið... Blússandi stemming miðað við það hvað það var fátt fólk.
Ekki nema 120 - 130 manns í húsinu... samt gaman :)
Ég eldaði gómsæta grýtu í kvöldmatinn, það kláraðist nánast allt sem er góðs viti myndi ég halda :)
Eftir það fór Sigurgeir í bað. Hann pissaði 2 í baðið og kúkaði svo í það :( Og ég var ekki búin að þrífa hann... o well. Hann hafði gaman að þessu :)
Nenni innilega ekki að blogga meira.
Ólöf Anna.
Athugasemdir
Sko Sigurgeir...flottur strákur
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.