26.2.2008 | 20:59
Ég hef eignast vin!
Í leikskólanum sem ég er að vinna á er strákur sem að er hræddur við mig, þolir með ekki og vill ekkert tala við mig.
Ég var að skipta á krökkunum, og þurfti því að skipta á honum líka.
Ég gekk að honum, hann fór að gráta.
Ég tók hann upp, hann öskraði, sló og sparkaði.
Ég lagði hann á skiptiborðið.
Þegar hann var að draga andann ákvað ég að nota tækifærið og spurja hann út í beljurnar sem að afi hans á. Það vill þannig til að ég þekki afa hans og mömmu hans.
Þegar ég sagði "Hvernig eru kýrnar hans afa" sá ég fæðast bros. Ég var ekkert smá ánægð.
Refstina af deginum lékum við saman og brostum að hvoru öðru, við hlógum og fífluðumst.
Mér leið vel.
Augað mitt er ekkert að skána. Jóhannes setti smyrslið í það i gær og ég sofnaði með það í auganu. Ég held að það sé allt í lagi, bara gott held ég meira að segja. Svo þegar ég vaknaði í morgun var augað mitt límt saman, það lak endalaust úr því.
Í dag fékk ég hausverk sem ég tel hafa komið út af auganu. Það er svakalega vont að liggja.
Mér leið ekki vel.
Ég held að ég og Brúnkolla séum orðnar góðar vinkonur :)
Ólöf Anna.
Athugasemdir
Til hamingju með nýja vininn þinn, það er alveg yndislegt þegar börn hafa látið svona og taka mann svo í sátt :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 26.2.2008 kl. 21:10
Æði, til hamingju með nýja vininn
Sporðdrekinn, 26.2.2008 kl. 22:30
æj krúttið! takk fyrir kvittið :)
Mín veröld, 26.2.2008 kl. 23:28
Ég fékk svona dæmi í augað... það var á Þjóhátíð 2007, allir héldu bara að ég væri svona svakalega þreytt og þunn!
Kristín Henný Moritz, 27.2.2008 kl. 04:33
Ég er líka ný vinkona meira að segja bloggvinkona.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:12
Þarna sérðu nú hverju blessuðu kýrnar geta komið til leiðar!!??!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.2.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.