24.2.2008 | 20:42
Ég Hata Beljur!
Komiði blessuð og sæl.
Mig langar að segja ykkur frá helginni sem er að líða.
Á föstudeginum fór ég upp í sveit til að horfa á leikritið sem pabbi er að leika í. Leynimelur 13 heitir það. Þar fer pabbi með hlutverk Jónasar læknis ef ég man rétt. Þetta var ágætt leikrit. Hef séð þau betri og hef séð þau verri.
En áður en ég fór á leikritið neyddist ég til að fara að mjólka með múttu. Það var svakalega leiðinlegt. Ég hata beljur, naut, kvígur og kálfa. Vil helst bara útrýma þeim. Ég gerði meira að segja heiðarlega tilraun til þess að "láta þær hverfa". Þegar ég kom inn í fjós hef ég greinilega ekki lokað hurðinni nógu vel. Gamla settið er með mjalta bás þannig að það þarf að reka þær til og frá. Þegar við vorum að reka þær inn á básana sína hafa þær stokkið út. Ég fór svo upp til að gefa einum kálf pela og ákvað að loka hurðinni þar sem það var ferlega kalt þarna inni. Svo kallaði ég á mömmu og spurði hana hvort það vantaði ekki beljur hingað inn. Hún opnaði hurðina og þar hringsnérust þær og vissu EKKERT hvað þær ættu að gera. En ég hefði sko notað tækifærið og hlaupið langt langt í burtu þar sem að innipúkinn ÉG gæti ekki einu sinni verið svovna lengi inni. En þetta blessaðist að lokum þegar við vorum búnar að reka þær inn.
Ég svaf uppfrá um nóttina, en var vakin klukkan 8 þegar mamma gargaði inn um herbergishurðina "ég er að fara, ég er að fara". Ég þoli ekki þegar ég er vakin svona. Sem minnir mig á það að einu sinni tók ég á það ráð að teypa niður ljós kveikjarann/slökkvarann þegar þau gömlu voru á "kveikja ljósið" skeiðinu þegar ég var vakin. Það virkaði einu sinni.
Við mamma lögðum af stað á Selfoss korter í 9. Sem þýðir að ég hefði getað sofið 43 mínútum lengur þar sem það tekur mig ca 2 mín að klæða mig.
Jóhannes tjáði mér það að hann væri búinn að bjóða fólki heim. Gissur og Rúnar komu um 6 leitið og ég ákvað að það væri kannski bara ágætt að elda mat fyrir liðið. Ég eldaði kjötbollur, spagettí og sósu. Þeim fanst það gott, en mér fanst það ógeð! Kannski voru þeir bara að sýna kurteisi.
Teitur og Arnar Páll komu svo eftir Eurovision. Eftir það skutlaði Jóhannes Gissuri og Rúnari heim, Teitur og Arnar fóru með honum. Svo komu þeir aftur hingað, það var spjallað. Ég Teitur og Arnar kíktum á Rauða Húsið. Þar voru Hreimur úr Landi og Sonum og Vignir úr Írafár að halda uppi stemmingu. Þetta var ágætt kvöld.
Í morgun vaknaði ég með bólgið auga, hor í nös og hausverk, samt var ég edrú í gær
Mér er ógeðslega illt í auganu, er ennþá bólgin, og er að fá skuggalega mikið af stýrum.... vakandi....
Bara leiðinlegt.
Mig langar að vita hvað er að auganu mínu.

Hef þetta gott í bili.
Ólöf Anna.
Athugasemdir
Ég get ekki orða bundist við að lesa þessi ósköp... hataðu okkur þá bara
MUUUUUUUUUUUUUUU
Brúnkolla (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 20:52
Fara til doksa :D
Alma Ösp (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 21:08
ég er sammála brúnkollu, besta komment sem ég hef séð. Og ég get ekkert að því gert þó konan sem átti að vera korter á leiðinni hafi verið 45 mínútur. Og ég kveikti EKKI ljósið, og ég gargaði EKKI. Og það er bara gott á þig að vera með bólgið auga vanþakkláta .....................þín sem var boðið í leikhús og vælir undan nokkrum beljum sem þú hafðir GAMAN af. ulláðig. Og nótabene læknirinn heitir doktor Glas.
gamla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:38
P.S. muuuuuuuuuuuuuuuuuu
gamla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:38
....maðurinn minn segir..að kýr séu gáfaðar...að þær séu skynugar og að þær séu góðar. Þær voru einu dýrin sem hann þoldi í uppvextinum..en var hann alinn upp á bóndabæ! Kýrnar voru langbestu dýrin!

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.2.2008 kl. 18:37
Gott að ég skuli eiga stuðning og ég þakka hann.
Brúnkolla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 19:44
Sú sem kvittar undir "gamla" er mamma mín þannig að hún segir þetta bara því að hún er bóndi, og finnst hún töff að mótmæla mér...
Rúna, ég er ekki sammála manninum þínum..
Brúnkolla, ég hata bara beljurnar hjá gamla settinu... ekki þig
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 25.2.2008 kl. 20:05
Það er töff að mótmæla þér. Og þú hatar ekki beljur. Núna á þessu augnabliki situr þú heima og föndrar beljur til að hengja upp um alla veggi. Og Rúna þú átt skynsaman mann og baulaðu nú Brúnkolla mín ef þú ert nokkursstaðar á lífi, ég hef aldrei vitað skynsamari belju en þig ;o)
gamla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:52
hjúkk. gott að vita það, mér líður strax betur, strax beturrrrr!
Fjósakveðjur
Brúnkolla (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:13
Ein með feitann voggrís :/
Elskúr mínúr ;*
unnur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:00
já og líka ég er hjartanlega sammála þér, ég er lítt hrifin af þessum útkúftu dýrum með asnalega afturenda. Þegar ég fer í sveitina með Munda er ég alltaf skít hrædd við þetta.. ojj! Svín og hestar eru best.. ég er svíín OOINK!
út með MUUUU inn með OINK! ;)
unnur Aftur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.