Helgin.

Helgin er búin að vera æðisleg hjá okkur mæðginum. Jóhannes var að vinna en Sigrún systir kom til okkar til að halda okkur félagsskap.
Það er búið að skúra, taka til, þvot þvotta, taka til úti, lita, leika, lesa, elda góðann mat, borða góðann mat, og svo margt í viðbót við það. En það sem stóð líklega uppúr hjá prinsinum var að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Það finnst honum algjört æði.

En það hafa líka komið leiðinlegir tímar núna um helgina.
Þegar Sigurgeir Heiðar vaknaði í morgun fann ég svakalega vonda lykt inni í barnaherbergi.
Svo tók ég drenginn upp og byrjaði að klæða hann úr náttfötunum. Tók svo um bakið á honum og fann eitthvað sem ég vissi að átti ekki beint að vera þar. Þá leit ég á bakið á honum, horfði á alla bakhliðina á honum, svo á rúmið og á sængina. Hann hafi fengið niðurgang um morguninn. Það voru hægðir útum ALLT! í rúminu, sænginni, bleyjunni, fötunum, á mér út um ALLT! Það tók mig ca 10 mín að þrífa hann og mig. Skellti honum svo í stólinn sinn og hann fékk Serjós í morgunmat. En þá þurfti ég að fara að henda í þvottavél.

Svo vildi drengurinn endilega fara að sofa. Ég ákvað að leifa honum það. Hann sofnaði. En vaknaði fljótlega aftur hóstandi og grátandi, svo stuttu síðar heyrðist ælu hljóð. Hann hafi ælt.
Ég er búin að skipta 3 eða 4 sinnum um samfellu.

Ég gaf honum stíl og hann er rokinn frá til að leika. :) Gott að hann er samt hress. Allt í lagi að vera veikur og hress en að vera veikur og vælinn, þá er það í lagi :)

Við erum að fá fólk í mat í kvöld. Mamma og Pabbi ætla að koma. Sjitt sko!

Já, ég veit ekki alveg hvað ég á að segja meira.

Held ég bloggi bara seinna.

bleble!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekkert smá dugleg að blogga;)
En ég vona að drengnum batni, ekki gott að hann sé svona veikur.
Og líka leiðilegt að við höfum ekki komist til að spila á tónleikunum:(
The Dead Rose! ;) haha

Love you
-Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Marinó át yfir sig í sjötugsafmæli um daginn og ældi allt út í bílnum á leiðinni heim.... Alveg frábærir þessir pjakkar!

P.s. Okkur langar til þess að fara að bjóða ykkur í mat, hvernær eruð þið næst laus? 

Kristín Henný Moritz, 18.2.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Mín veröld

æji vá ! bara gangi þér vel með orminn!

Mín veröld, 18.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband