14.2.2008 | 20:06
Slapp hún eða ekki?
Í dag er Valentínusardagur. Ég vaknaði í morgun, ekkert svakalega hress, með leiðindi í maganum og með höfuðverk.
Svo mundi ég það allt í einu að það er Valentínusardagur í dag.
Ég hoppaði framúr rúminu og kveikti á tölvunni (kveiki aldrei svona snemma á henni). Skellti mér inná spjallið á barnalandinu góða, varpaði þar inn umræðu og spurði hvernig maður bakaði skúffuköku (nennti ekki að leita í bókaflóðinu hérna heima). Þar fékk ég hina stórgóðu uppskrift. Sagði við Jóhannes að ég ætlaði að baka skúffuköku, hann grunaði ekkert.
Ég hófst handa og stóð sveitt við að baka. Skellti annari umræðu á barnalandisspjallið hvort ég ætti að smyrja formið eða ekki, barnaland gellurnar voru ekki allar á sama máli og ákvað ég að gera smá tilraun og smyrja það ekki. Ég er með svona sílikonform sem ég fékk í jólagjöf. Á meðan kakan var í ofninum sat ég fyrir framan ofninn og beið eftir að kakan yrði tilbúin með hnútinn í maganum.
Kakan var bökuð, ég tók kökuna úr ofninum, rétt gleymdi að setja á mig ofnvettlingana, hefði getað stórskaðast. Innan tíðar þegar kakan hafði kólnað örlítið hófst ég handar við að taka kökuna úr forminu, ég fór eins varlega og ég mögulega gat. Kakan datt varlega úr forminu á brettið, í heilu lagi Kakan slapp og ég skar út hjarta, setti kremið á, reyndar aðeins of fljótt. Kakan smakkaðist vel sagði Jóhannes. Brosið mitt stækkaði og mér leið vel.
Jóhannes fór á Selfoss í dag. Kom sko færandi hendi. Hann hafí keypt handa mér bangsa sem hélt á hjarta, kerti og nýja diskinn með Landi og Sonum. Ég varð himinlifandi og kyssti hann og knúsaði.
Í kvöldmatinn eldaði ég læri eða eitthvað, gerði kartöflur (skornar í báta, kryddaðar og bakaðar), salat og ýmiskonar meðlæti. Sitjum við svo núna, 2 í sófanum og Sigurgeir Heiðar farinn að sofa. Við erum öll södd og sæl og ánægð með daginn :)
Til hamingju með daginn allir.
Ólöf Anna kveður að sinni.

Athugasemdir
Krúttaralegur dagur hjá þér
Sporðdrekinn, 14.2.2008 kl. 22:49
æji krúttulegt hjá þér..
ég einmitt bakaði hjartaköku fyrir marino þegar han átti afmæli....ekkert vesen...
ég reyndar fékk blóm í gær.. og lítið kort sem í stóð ,, ástin mín. ég elska þig til hamingju með dagin og konu daginn...í því tilefni þá ætla ég að bjóða þér til tenerife í 2 vikur .brottför 1 júlí :)
þannig að ég er bara ennþá í skýjunum :)
Tina (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:21
Lóla, villtu nokkuð vera kærastan mín? Mig langar í skúffuköku!
Kristín Henný Moritz, 16.2.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.