Margt nýtt.

Það er magt og mikið búin að gerast síðan síðast. Ætla mér að hafa þetta punkta-blogg.

* Sigurgeir Heiðar fékk aftur barkabólgukast. Á aðfaranótt fimmtudagsins síðastliðins. Fórum með hann á sjúkrahúsið og þar fékk hann friðarpípu og stera töflu. Ég svaf lítið sem ekkert um nóttina og fór því ekki í vinnuna á fimmtudeginum.

* Við hjúin ákváðum að hafa sameiginleg (kallar maður það ekki það?) fjármál. Eða sameiginlegan fjárhag? Úff. er ekki nógu vel að mér í bankamálum.

* Við keyptum okkur bíl í dag. Keyptum bílinn hans Gísla bróður. VW Golf. Ógeðslega flottur, geggjað góður.

* Ég tók mig til og þreyf eldhús skápana hjá mér, raðaði í þá og lokaði. Ekkert smá mikill munur. Vona að þetta haldist svona FootinMouth

* Við fórum á þorrablót hjá Kumbaravogi. Ég skemmti mér konunglega... minnir mig Shocking Fór meira að segja upp á svið að syngja. Man ekki hvaða lag, en man ég fór þangað.

* Ég er komin með eitlabólgu aftur :( Ógeðslega fokking vont! Finn svo til í hálsinum, get varla kyngt.

Nenni alls ekki að blogga lengur.

Ólöf Anna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband