My little pumpkin!

Ég á lítinn graskersstrák.

Í dag er öskudagur. Var að vinna í dag á leikskólanum, mætti í pilsinu með bleiku doppunum sem ég ætlaði upphaflega að sauma sem buxur á Jóhönnu litlu frænku minni en gerði aldrei. Endaði svo með að systir mín saumaði pils fyrir grímubúning. Mér fannst það svo töff að ég notaði það bara sem djammpils. Ég fíla það í tætlur!

Í leikskólann mættu margir krakkar í hinum ýmsu grímubúningum. Besti búningurinn sem ég sá bar ung lítil stelpa, fædd í apríl 2006. Hún mætti sem djöfull/púki. Algjört krútt!

Sigurgeir Heiðar var grasker. Algjört krútt. Mætti í leikskólann í búningnum, kom reyndar ekki heim í honum en fór fljótt aftur í hann því að við fórum á grímuball á félagsheimilinu Stað hérna á bakkanum.
Eins og ætlast var til er drengurinn orðinn alveg DAUÐ þreyttur! Er búinn að "borða", er svo núna bara að fara inn í rúm að sofa svo hann geti mætt hress á leikskólann á morgun.

Ég ætla að enda þetta hér. Svo er ég að spá í að henda inn einni mynd af graskerinu mínu fallega.

Ólöf Anna B.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er eitt krúttlegasta grasker sem ég hef séð ^^

Alma Ösp (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:39

2 identicon

Vááá hvað hann er sætastur ! :P

Þetta er svona eina graskerið sem ég myndi vilja knúsa og kyssa.. enda væri skrítið að ég myndi knúsa grasker úr hagkaup :/

Unnur Edda (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hann er voða sætur strákur

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.2.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband