30.1.2008 | 20:09
Mér 0,5 blöskraði.
Ég var í einni af minni reglulegu Bónus ferð í dag. Var að fara að týna upp úr körfunni og konan á undan mér var að setja í poka. Hún var mað 3 börn. 2 stráka og eina stelpu. Allt í einu heyrist hár hvellur. Tvö af hennar börnum höfðu verið að príla í innkaupakerru, og hún dottið með þessum líka svakalega hávaða og börnin eiginlega urðu undir körfunni. Allir litu upp og stukku til hliðar að athuga með börnin, en ekki móðirin. Hún leit uppúr pokanum og leit jafn fljótt aftur ofan í hann.
Á meðan að aðrir viðskiptavinir og starfsfólk voru að athuga börnin HENNAR sló hún í yngsta barnið til að rétta sér safann sem var aðeins of langt frá henni.
Ég var líka búin að sjá hana garga á börnin inni í búðinni "réttu mér þetta og réttu mér hitt". Reyndar skildi ég ekki hvað hún sagði því hún var pólks greyið, en ég þykist vita að hún var að garga "réttu mér þetta". Já, mér hálf blöskraði.
Sigurgeir Heiðar loksins komin heim aftur. Var búin að sakna hans alveg svakalega. Hann kom til mín í vinnuna, leikskólann, og fékk að vera með mér frá 3 til 4, eða svona sirka.
Mikið er ég samt fegin að ég sé ekki að vinna á leikskólanum sem hann er á. Ég var þreyttari milli 3 og 4 en frá 8 til 3. Hann var bara á fullu, henda niður dóti, ýta krökkum og lemja þá.
Komst að því að Sigurgeiri finnst bjúgu bara ágætis matur. Eldaði bjúgu og kartöflur í kvöldmatinn. Tók að því tilefni 2 góðar myndir og verð bara að skella þeim hingað inn.
Græðgin alveg í hámarki.
Og hvaðan ætli barnið hafi hana?
Ólöf Anna sem á gráðuga barnið og gráðuga manninn.
Athugasemdir
Eg er hrædd um að eg hefði misst nokkur vel valin orð a konuna.
Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 20:15
Já, hefði líklega gert það ef hún hefði verið íslensk.. en hún hefði ekkert skilið mig.
Ólöf Anna Brynjarsdóttir, 30.1.2008 kl. 20:30
haha snilldarblogg!
Alma Ösp (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:43
Nei enda hefði tað verið meira fyrir mig en konuna hehe ein með þörf fyrir að pústa a ókunnuga
Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 21:10
Hvað er þetta kona, bjúgu eru bara svona góð. Það er gott að fá Sigurgeir aftur heim.
Gráðugi maðurinn (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:38
Já sæll ég þoli ekki suma pólverja.
Er ekki í lagi með þessa konu, það ætti bara að koma með barnaverndina á þetta.
Flott blogg hinsvegar.
Passaðu að jóhannes og Sigurgeir heiðar éti þig ekki í svefni moohahahhah!
Unnur Edda (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 12:14
Það þarf ekki Pólverja til...því miður
Maður hefur séð ýmislegt í mörgum búðarferðum.
Góðir feðgar sem gott þykir að eta grjúpán....
Rúna Guðfinnsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.