29.1.2008 | 23:02
Heit og þreytt!
Nei, ok mér er ógeðslega heitt og svakalega þreytt!
Nenni ekki alveg að fara strax uppí rúm. Aðeins að reyna að hitta Jóhannes í dag, ekkert búin að hitta hann. Nema í morgun þegar ég fékk "bless" kossinn. Svo kom hann heim þegar ég var að byrja þessa færslu.
En hverjum er nú ekki sama um það.
Var að vinna í dag. Elska vinnuna mína. Er reyndar bara búin að vinna 2 daga, en elska hana samt. Er að vinna á leikskóla.
Sakna Sigurgeirs Heiðars alveg í klessu. Hann er upp í sveit. Fór þangað á laugardaginn því að við vorum að fara á þorrablót. Svo varð hann veikur og mín elskulega móðir ákvað að hafa hann þangað til að hann myndi hressast svo við gætum nú unnið eitthvað. Hann kemur svo heim á morgun. Er alveg að kafna úr spenningi!
"Afmælisdagurinn" fór fyrir lítið. Vorum bæði að vinna. Horfðum á tv. Ekkert gaman um kvöldið því að jú nó hú er í heimsókn. Jú nó hú er líka í heimsókn í dag og ég hef EKKERT gert síðan ég kom heim. Kveikti varla ljós. Langar bara að vera ein í myrkrinu og yrkja ljóð eða eitthvað. But what so ever. Við áttum afmæli og ætlum vonandi að gera eitthvað skemmtilegt saman seinna. Vona það allavega.
Mig hefur undanfarnar nætur dreymt að ég sé (á pena málinu) barnshafandi. Vinkonu mína dreymdi það líka og svo var ein búin að heyra það. Tók próf í gær og það reyndist neikvætt og svo er það eiginlega klárt mál að ég sé það ekki miðað við aðstæður í neðra þessa stundina.

Ólöf Anna. Sem elskar Sigurgeir Heiðar son sinn alveg í ræmur. og saknar hans alveg svakalega mikið!
Athugasemdir
Þú átt fallegan dreng
Rúna Guðfinnsdóttir, 30.1.2008 kl. 00:22
já hvernig væri það að þið færuð að fjölga mannkyninu? er það planið? er ólétta smitandi? það eru allir óléttir! en, aldrei of mikið af Jóhannesum í heiminum :)
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 30.1.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.