27.1.2008 | 22:05
Hata daginn eftir fyllerí.
Vá, það var ógeðslega gaman á þorrablótinu. Allir vel í glasi, þar á meðal ég. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að drekka, en tengdamamma var svo góð og nánast sturtaði í mig búsinu. Ég drakk hátt í heila Baccardi Razz flösku, tendamamma náði nánast að klára heila stóra Campari flösku, tengdapabbi sötraði rótsterkann vodka í vatn og Jóhannes lá í bjórnum. Þess má geta að tengsamóðir mín tók 2 sinnum í nefið, hnerraði örlítið en gera það ekki flestir sem eru óvanir nebbanamminu?
Hljómsveitin Síðasti Séns lék fyrir dansi. Þeir voru sko alveg að gera sig þarna, fulloðnir og sveittir, gerist varla betra. Reyndar þekki ég trommuleikarann, hann stóð sig ansi vel kallinn.
Já, eins og áður kom fram þá var ég ansi skrautleg. En það sem er fyrir mestu að ég gerði engann skandal, ekkert kjánalegt, meiddi mig ekki, ekki heldur neinn annan, komst óstudd heim, kastaði ekki upp, og kjóllinn í lagi! Meira að segja heilu lagi.
Ólöf Helga mágkona var að sörvera brennivín á blótinu. Ég komst að nánast öllu um hennar ættir. Spjallaði við ömmu hennar. Nokkuð fín amma þar á ferð.
Dagurinn í dag hefur verið nokkuð latur, búin að liggja í rúminu, fá mér smók, fór reyndar á selfoss og til tengdó í pönnsur. Þannig hefur dagurinn verið. Er núna að blogga til að bíða eftir Prison Break! Alveg er ég ástfangin af þeim þáttum!
Læt þetta duga í bili. Ætla að loka augunum og gá hvort mig svimi ennþá. Svimaði dálítið þegar ég kom heim.
Kveð að sinni. Hin ofur dannaða...
-Ólöf Anna.
Athugasemdir
Mikið lifandi skelfing er ég dauðfegin að hafa ekki farið á Þorrablót og ætla ekki að fara á þessum Þorra. Bara pain in the bora og magasár og uppköst
Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:59
Gott að það fór ekkert illa í þig að vera að drekka svona, en enda man ég vel eftir nýjlegu bloggi frá þér þar sem þú varst að tala um að hætta að drekka algjörlega. Hmmmm ?! Sé það ekki hvernig fór með þig á þorranum, HAHA.
Eins gott að kjóllinn líka kom útúr þessu í heilu lagi maður, púff..
ég verð að sjá hann þegar við Mundi komum að kíkja á ykkur. :P
Hlakka svooo til . Það verður einhverntíman svona snemma í feb, því seinna í Feb förum við Mundi í 50 afmæli hjá Mömmu gömlu ! ;) Oooog djúsað verður þaaar! HAHA .
UnnurEdda (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.